Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 589. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1834  —  589. mál.




Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Ástu R. Jóhannesdóttur um starfslokasamninga.

     1.      Hvernig skýrir ráðherra misræmi milli fjölda starfslokasamninga á vegum hins opinbera í svari hans í þingskjali 854 (299. mál) og svari forsætisráðherra í þingskjali 832 frá 127. þingi (396. mál)?
    Í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn fyrirspyrjanda um starfslokasamninga sl. 10 ár, sem lagt var fram fyrr á þessu þingi í þingskjali 854 (299. mál), var greint frá alls 46 starfslokasamningum sem gerðir voru á umræddu árabili við yfirmenn stofnana á vegum hins opinbera og starfsmenn í stjórnunarstöðum hjá hinu opinbera. Í eldra svari forsætisráðherra við fyrirspurn um starfslokasamninga, sem lagt var fram á 127. þingi í þingskjali 832 (396. mál), var greint frá alls 285 starfslokasamningum sem gerðir voru á tímabilinu 1995–2002 við starfsmenn ráðuneyta, stofnana ríkisins og fyrirtækja sem ríkið átti meiri hluta í. Í svari forsætisráðherra kom fram að af þessum 285 starfslokasamningum væru 77 samningar sem fælu í sér greiðslur umfram það sem kveðið er á um í lögum um starfsmenn ríkisins eða kjarasamningum.
    Misræmið milli fjölda starfslokasamninga í svari fjármálaráðherra annars vegar og svari forsætisráðherra hins vegar stafar af því að fyrirspurnirnar eru ekki alveg sambærilegar. Það sem skilur einkum á milli eru eftirfarandi atriði:
     a.      Fyrirspurnin sem fjármálaráðherra fékk takmarkaðist við yfirmenn stofnana á vegum hins opinbera og starfsmenn í stjórnunarstöðum. Fyrirspurnin til forsætisráðherra náði aftur á móti til allra starfsmanna, jafnt yfirmanna sem annarra.
     b.      Fyrirspurnin til fjármálaráðherra beindist samkvæmt orðanna hljóðan að stofnunum á vegum hins opinbera og tók því einungis til ráðuneyta og undirstofnana þeirra en ekki hlutafélaga eða annars konar félaga ríkisins einkaréttarlegs eðlis. Samkvæmt skýru orðalagi sínu tók fyrirspurnin til forsætisráðherra aftur á móti til ráðuneyta, stofnana og fyrirtækja (hlutafélaga) sem ríkið átti meiri hluta í.
     c.      Fyrirspurnin sem fjármálaráðherra fékk tók yfir 10 ára tímabil. Miðað var við ársbyrjun 1994 til og með vinnsludegi hvers ráðuneytis, þ.e. í árslok 2003 eða ársbyrjun 2004. Fyrirspurnin til forsætisráðherra náði til áranna 1995–2002, þ.e. væntanlega frá ársbyrjun 1995 til vinnsludags hvers ráðuneytis en svarið var lagt fram á Alþingi í febrúar 2002.
     d.      Auk framangreindra atriða kann misræmið einnig að felast í því að hugtakið starfslokasamningur er ekki skýrt. Það er t.d. oft notað um samninga sem gerðir eru í tengslum við niðurlagningu starfs án þess að endilega sé samið um greiðslur umfram réttindi þau er viðkomandi á, þ.e. einkum biðlaunarétt eða rétt til uppsagnarfrests auk orlofs. Þá eru dæmi þess að samið sé um starfslok í tilteknu starfi samhliða því sem gerður er tímabundinn ráðningarsamningur fyrir tiltekna vinnu eða ákveðin verkefni.

     2.      Hvernig skiptast þeir 77 starfslokasamningar sem getið er um í svari forsætisráðherra milli karla og kvenna?
    Við undirbúning á svari við 2. og 3. lið fyrirspurnarinnar var haft samband við forsætisráðuneytið og aflað upplýsinga um það hvernig nefndir 77 starfslokasamningar skiptust milli ráðuneyta. Að fengnum þeim upplýsingum var leitað til hlutaðeigandi ráðuneyta. Samkvæmt upplýsingum frá þeim skiptust samningarnir milli karla og kvenna eftir ráðuneytum eins og segir í eftirfarandi töflu:

Ráðuneyti samningar alls karlar konur
Dóms- og kirkjumálaráðuneyti 3 2 1
Fjármálaráðuneyti 2 1 1
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti 20 10 10
Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti 14 (–3)* 6 4
Landbúnaðarráðuneyti 5 (–1)** 4
Menntamálaráðuneyti 10 7 3
Samgönguráðuneyti 17 15 2
Sjávarútvegsráðuneyti 1 1
Umhverfisráðuneyti 4 4
Utanríkisráðuneyti 1 1
73*** 51 21
* Samkvæmt upplýsingum frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu virðist við nánari athugun sem þrír samningar hafi ranglega verið taldir með í fyrri svörum.
** Samkvæmt upplýsingum frá landbúnaðarráðuneytinu er einn af nefndum samningum í reynd tilflutningur embættismanns í starfi og því ekki hægt að flokka hann sem starfslokasamning.
*** Í svari frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu er kyn ekki tilgreint í einu tilviki.

     3.      Hvað kostuðu þessir starfslokasamningar hver og einn, sundurliðað eftir kynjum?
    Upplýsingar um kostnað starfslokasamninga er ekki hægt að nálgast í launavinnslukerfi ríkisins eða með öðrum rafrænum hætti. Því var nauðsynlegt að leita til hlutaðeigandi ráðuneyta eftir upplýsingum í þessum efnum sundurliðað eftir kynjum. Fjármálaráðuneytið gaf eftirfarandi leiðbeiningar varðandi framsetningu upplýsinga og útreikninga:
     *      Taka fram hvort um karl eða konu sé að ræða.
     *      Greina frá starfsheiti með almennum hætti en ekki sértækum.
     *      Greina frá ártali og gildistíma samnings, þ.e. fjölda greiðslumánaða þegar það á við.
     *      Sleppa launatengdum gjöldum.
     *      Miða við kauptaxta hvers tíma (launatöflur er hægt nálgast hjá Fjársýslu ríkisins).
     *      Taka fram hvort og þá hve stór hluti kostnaðar sé áunnið og gjaldfallið orlof.
    Frá ráðuneytunum bárust upplýsingar um kostnað vegna starfslokasamninganna sundurliðað eftir kynjum en frekari upplýsingar voru settar fram með mismunandi hætti. Athygli er vakin á því að sumir samninganna fólu í sér greiðslu gjaldfallins orlofs. Þá var kveðið á um vinnuframlag í sumum tilvikum, ýmist tilfallandi verkefni, sérstök verkefni/ráðgjöf eða jafnvel fullt vinnuframlag. Fara upplýsingar ráðuneytanna hér á eftir:

Dóms- og kirkjumálaráðuneyti.
    Um er að ræða þrjá starfslokasamninga, tvo samninga við karla og einn við konu. Kostnaður vegna þeirra sundurliðað eftir kynjum var:
     1.      Karl. Sérfræðingur í undirstofnun. Tímabil frá 1. janúar 2000 til 1. mars 2001. Kostnaður: 3.701.178 kr.
     2.      Kona. Sérfræðingur í undirstofnun. Tímabil frá 1. febrúar 2000 til 1. júní 2000. Kostnaður: 986.674 kr.
     3.      Karl. Sérfræðingur í undirstofnun. Tímabil frá 1. júní 2000 til 1. september 2000. Kostnaður: 781.629 kr.

Fjármálaráðuneyti.
    Um er að ræða tvo samninga, annan við karl og hinn við konu. Kostnaður vegna þeirra sundurliðað eftir kynjum var:
     1.      Karl. Forstöðumaður undirstofnunar. Gildistími frá og með 1. janúar 2001 til og með 30. september 2001. Kveðið var á um sérstaka ráðgjöf og/eða verkefni samkvæmt nánari ákvörðun á tímabilinu. Laun voru 4.391.343 kr.
     2.      Kona. Yfirmaður í undirstofnun. Gildistími frá og með 1. maí 1999 til og með 31. október 1999. Laun voru 2.299.464 kr. Þar af voru 36,5 dagar í gjaldfallið orlof.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti.
    Um er að ræða 20 starfslokasamninga, tíu samninga við karla og tíu við konur. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti vannst ekki tími til að afla gagna og reikna út kostnað allra samninganna. Eftirfarandi upplýsingar bárust:
     1.      Kona. Yfirmaður í undirstofnun. Gildistími frá og með 1. janúar 2001 til og með 31. desember 2001. Laun 7.452.508 kr. Þar af 1.064.644 kr. í gjaldfallið orlof.
     2.      Karl. Forstöðumaður undirstofnunar. Tímabil frá og með 1. janúar 2002 til og með 31. mars 2002. Laun 1.266.472 kr.
     3.      Karl. Forstöðumaður undirstofnunar. Tímabil frá og með 1. maí 2000 til og með 30. apríl 2001 Laun 4.500.000 kr.
     4.      Karl. Yfirmaður í undirstofnun. Laun í þrjá mánuði og 20 daga, þ.e. þar til 67 ára aldri var náð.
     5.      Karl. Yfirmaður í undirstofnun. Tímabil frá og með 1. ágúst 1998 til og með 30. september 1999. Laun í ellefu mánuði.
     6.      Kona.     Forstöðumaður undirstofnunar. Tímabil frá og með 1. júní 1999 til og með 31. maí 2000. 50% laun í tólf mánuði.
     7.      Karl. Forstöðumaður undirstofnunar. Engar frekari upplýsingar.
     8.      Kona. Yfirmaður í undirstofnun. Tímabil frá og með 1. október 2000 til og með 30. september 2001. Laun 1.795.694 kr.
     9.      Karl. Yfirmaður í undirstofnun. Tímabil frá og með 1. maí 2001 til og með 31. maí 2002. Laun 8.229.087 kr. Þar af 949.510 kr. gjaldfallið orlof.
     10.      Karl. Yfirmaður í undirstofnun. Laun í einn mánuð.
     11.      Kona. Sérfræðingur í undirstofnun. Greidd laun í tólf mánuði.
     12.      Karl. Sérfræðingur í undirstofnun. Greidd laun í átta mánuði.
     13.      Kona. Yfirmaður í undirstofnun. Engar frekari upplýsingar.
     14.      Karl. Yfirmaður í undirstofnun. Greidd laun í sex mánuði á árinu 1994. Laun 1.201.816 kr.
     15.      Kona. Starfsmaður í undirstofnun. Tímabil frá og með 1. október 1998 til og með 30. apríl 1999. Greidd laun í sex mánuði.
     16.      Kona. Starfsmaður í undirstofnun. Tímabil frá og með 14. september 2001 til og með 13. mars 2002. Greidd laun í sex mánuði.
     17.      Kona. Starfsmaður í undirstofnun. Tímabil frá og með 4. apríl 2000 til og með 31. mars 2001. Greidd laun í tólf mánuði.
     18.      Kona. Starfsmaður í undirstofnun. Tímabil frá og með 1. janúar 2002 til og með 31. ágúst 2002. Greidd laun í átta mánuði.
     19.      Kona. Starfsmaður í undirstofnun. Tímabil frá og með 10. ágúst 1999 til og með 29. febrúar 2000. Greidd laun í átta mánuði.
     20.      Karl. Sérfræðingur í undirstofnun. Engar frekari upplýsingar.

Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti.
    Samkvæmt upplýsingum frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti og að höfðu samráði við fjármálaráðuneytið virðist vera um 11 samninga að ræða. Þar af eru sex samningar við karla og fjórir samningar við konur. Af þessum 11 samningum voru sjö sem gerðir voru í tilefni af flutningi undirstofnunar út á land. Í fimm þeirra var samið greiðslur er námu biðlaunarétti samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Það er umdeilanlegt hvort um niðurlagningu starfa sé að ræða í slíkum tilvikum og því má færa rök fyrir því að þessir samningar hafi falið í sér greiðslur umfram það sem viðkomandi áttu rétt á. Í hinum tveimur samningunum var samið um greiðslur í þrjá mánuði gegn fullu vinnuframlagi. Ekki bárust upplýsingar um kostnað framangreindra samninga. Þá tókst ekki að afla upplýsinga um kyn og nákvæman kostnað við einn samninginn. Viðkomandi vann á vegum fyrirtækis sem ríkið átti meiri hluta í. Umrætt fyrirtæki er ekki lengur í eigu ríkisins. Það gerði starfslokasamning við viðkomandi um fjögurra mánaða laun auk hefðbundins uppsagnarfrests.
    Upplýsingar bárust um kostnað vegna þriggja samninga við karla.
     1.      Karl. Yfirmaður í ráðuneyti. Greidd laun í átján mánuði frá starfslokum árið 1999. Greiðslur að meðtöldum launatengdum gjöldum og lífeyrisgreiðslum voru 6.918.612 kr.
     2.      Karl. Starfsmaður í undirstofnun. Greidd laun í tíu mánuði frá starfslokum árið 1999. Greiðslur að meðtöldum launatengdum gjöldum voru 4.491.661 kr.
     3.      Karl. Forstöðumaður í undirstofnun. Greidd laun í tólf mánuði frá starfslokum árið 1999. Hann sinnti sérverkefnum á tímabilinu. Heildarlaunagreiðslur voru 9.700.000 kr.

Landbúnaðarráðuneyti.
    Samkvæmt upplýsingum frá landbúnaðarráðuneyti var einn af nefndum samningum í reynd tilflutningur í starfi og því ekki hægt að telja hann með starfslokasamningum. Eftir standa fjórir samningar við karla. Kostnaður vegna þeirra var:
     1.      Karl. Yfirmaður í ráðuneytinu. Tímabil 1. janúar 1995 til 21.7.1997. Starfsmaður starfaði á öllu tímabilinu. Kostnaður samtals 10.480.017 kr.
     2.      Karl. Sérfræðingur í undirstofnun. Tímabil 1. september 1999 til 31. desember 2001. Starfsmaður vann við sérverkefni á tímabilinu. Kostnaður samtals 5.684.064 kr.
     3.      Karl. Sérfræðingur í undirstofnun. Tímabil 19. janúar 2001 til 31. desember sama ár. Kostnaður samtals 1.450.000 kr.
     4.      Karl. Yfirmaður í ráðuneytinu. Tímabil 1. september 2000 til 31. desember 2001. Starfsmaður vann að sérverkefnum allt tímabilið. Kostnaður samtals 2.010.651 kr.

Menntamálaráðuneyti.
    Um er að ræða tíu starfslokasamninga, sjö samninga við karla og þrjá við konur. Kostnaður vegna þeirra sundurliðað eftir kynjum var:
     1.      Karl. Starfsmaður í ráðuneyti. Tímabil frá og með 1. apríl 2000 til og með 31. desember 2000. Laun 1.557.570 kr.
     2.      Kona. Starfsmaður í ráðuneyti. Tímabil frá og með 1. febrúar 2001 til og með 1. ágúst 2002. Laun 3.570.122 kr.
     3.      Karl. Forstöðumaður undirstofnunar. Tímabil frá og með 1. apríl 2000 til og með 31. mars 2002. Laun 9.402.910 kr. Þar af 877.412 kr. í gjaldfallið orlof.
     4.      Karl. Forstöðumaður undirstofnunar. Tímabil frá og með 1. júní 2001 til og með 31. desember 2002. Laun 8.304.357 kr.
     5.      Karl. Starfsmaður í undirstofnun. Tímabil frá og með 1. október 1997 til og með 31. mars 1999. Laun 2.842.819 kr.
     6.      Kona. Starfsmaður í undirstofnun ráðuneytis. Tímabil frá og með 1. apríl 2001 til og með 30. apríl 2002. Laun 1.768.623 kr.
     7.      Karl. Starfsmaður í undirstofnun. Tímabil frá og með 1. janúar 2002 til og með 31. desember 2002. Laun 2.851.299 kr.
     8.      Kona. Starfsmaður í undirstofnun. Tímabil frá og með 1. júní 1999 til og með 31. maí 2001. Laun 3.978.167 kr.
     9.      Karl. Starfsmaður í undirstofnun. Tímabil frá og með 1. ágúst 2001 til og með 30. september 2001. Laun 440.625 kr. Þar af 180.239 kr. í gjaldfallið orlof.
     10.      Karl. Starfsmaður í undirstofnun. Tímabil frá og með 1. september 2001 til og með 31. október 2002. Laun 3.732.106 kr.

Samgönguráðuneyti.
    Um er að ræða 17 starfslokasamninga, 15 samninga við karla og tvo við konur. Kostnaður vegna þeirra sundurliðað eftir kynjum var:
     1.      Karl. Starfsmaður í undirstofnun. Gildistími frá og með 1. janúar 2001 til og með 30. september 2004. Laun frá upphafi samnings út maí 2004 19.792.283 kr.
     2.      Karl. Starfsmaður í undirstofnun. Gildistími frá og með 1. september 2001 til og með 31. mars 2002. Laun 2.586.053 kr.
     3.      Kona. Starfsmaður í undirstofnun. Gildistími frá og með 1. september 2001 til og með 31. ágúst 2002. Laun 3.257.300 kr.
     4.      Karl. Starfsmaður í undirstofnun. Gildistími frá og með 1. apríl 2001 til og með 31. mars 2002. Laun 4.500.000 kr.
     5.      Karl. Starfsmaður í undirstofnun. Gildistími frá og með 1. janúar 1997 til og með 31. ágúst 1999. Laun 5.886.372 kr.
     6.      Karl. Starfsmaður í undirstofnun. Gildistími frá og með 1. september 2000 til og með 31. ágúst 2002. Laun 6.180.005 kr. Þar af gjaldfallið orlof 248.341 kr.
     7.      Karl. Starfsmaður í undirstofnun. Gildistími frá og með 1. júní 2000 til og með 31. ágúst 2001. Laun 3.050.339 kr. Þar af gjaldfallið orlof 30 dagar.
     8.      Karl. Starfsmaður í undirstofnun. Gildistími frá og með 1. júní 2000 til og með 31. ágúst 2001. Laun 3.330.870 kr. Þar af gjaldfallið orlof 30 dagar.
     9.      Karl. Starfsmaður í undirstofnun. Gildistími frá og með 1. júní 2000 til og með 31. ágúst 2001. Laun 3.212.449 kr. Þar af gjaldfallið orlof 30 dagar.
     10.      Karl. Starfsmaður í undirstofnun. Gildistími frá og með 1. júní 2000 til og með 31. ágúst 2001. Laun 3.180.630 kr. Þar af gjaldfallið orlof 30 dagar.
     11.      Karl. Starfsmaður í undirstofnun. Gildistími frá og með 1. júní 2000 til og með 31. desember 2000. Laun 1.041.366 kr. Þar af gjaldfallið orlof 30 dagar.
     12.      Karl. Starfsmaður í undirstofnun. Gildistími frá og með 1. júní 2000 til og með 31. ágúst 2001. Laun 2.729.049 kr. Þar af gjaldfallið orlof 30 dagar.
     13.      Karl. Starfsmaður í undirstofnun. Gildistími frá og með 1. júní 1999 til og með 31. desember 2000. Laun 1.316.894 kr. Þar af gjaldfallið orlof 30,5 dagar.
     14.      Karl. Starfsmaður í undirstofnun. Gildistími frá og með 1. desember 2001 til og með 31. nóvember 2002. Laun 3.337.670 kr. Þar af gjaldfallið orlof 66,5 dagar.
     15.      Karl. Starfsmaður í undirstofnun. Gildistími frá og með 1. júní 1999 til og með 31. maí 2000. Laun 1.391.663 kr.
     16.      Kona. Starfsmaður í undirstofnun. Gildistími frá og með 1. júní 1999 til og með 31. maí 2000. Laun 1.345.328 kr. Þar af gjaldfallið orlof 22 dagar.
     17.      Karl. Starfsmaður í undirstofnun. Gildistími frá og með 1. janúar 1999 til og með 31. júní 1999. Laun 907.367 kr.

Sjávarútvegsráðuneyti.
    Um er að ræða einn starfslokasamning við karl. Kostnaður vegna samningsins var:
    Karl. Yfirmaður í undirstofnun. Gildistími frá og með 1. október 2001 til 31. desember 2002. Laun 4.904.475 kr.

Umhverfisráðuneyti.
    Um er að ræða fjóra starfslokasamninga við karla. Kostnaður vegna þeirra var:
     1.      Karl. Yfirmaður undirstofnunar. Gildistími frá og með 1. janúar 2000 til og með 31. desember 2003. Laun 9.000.000 kr.
     2.      Karl. Yfirmaður í undirstofnun. Gildistími frá og með 20. júní 2003 til og með 31. mars 2003. Laun 3.300.000 kr. Þar af gjaldfallið orlof fyrir um að það bil 42 daga.
     3.      Karl. Yfirmaður í undirstofnun. Gildistími frá og með 1. mars 1999 til og með 30. júní 1999. Laun 1.390.582 kr. Þar af gjaldfallið orlof 619.606 kr.
     4.      Karl. Sérfræðingur í undirstofnun. Gildistími frá og með 1. mars 1999 til og með 30. júní 1999. Laun 1.695.409 kr. Þar af gjaldfallið orlof 219.593 kr.

Utanríkisráðuneyti.
    Um er að ræða einn starfslokasamning við karl. Kostnaður vegna samningsins var:
    Karl. Forstöðumaður undirstofnunar. Gildistími frá og með 1. apríl 1999 til og með 31. ágúst 1999. Laun 2.820.694 kr.