Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 95. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 95  —  95. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um aðgerðir til stuðnings atvinnurekstri í smáum og meðalstórum fyrirtækjum.

Frá Steingrími J. Sigfússyni.



     1.      Hvernig hefur verið háttað undirbúningi að gerð framkvæmdaáætlunar um aðgerðir til stuðnings atvinnurekstri í smáum og meðalstórum fyrirtækjum í framhaldi af ályktun Alþingis þar um hinn 16. mars sl.?
     2.      Er hafin athugun á þeim þáttum sem tillagan gerir ráð fyrir að verði kannaðir sérstaklega og ef svo er, hvernig er þá að slíku staðið?
     3.      Er þess að vænta að tímaáætlun um framlagningu málsins haustið 2005 standist?