Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 312. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 398  —  312. mál.




Svar



sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Magnúsar Þórs Hafsteinssonar um leyfilegan meðafla botnfisks.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hve mikið af leyfilegum meðafla botnfisks reiknast ekki til aflamarks skipa samkvæmt svokallaðri 5%-reglu? Beðið er um upplýsingar fyrir tímabilið frá 1. nóvember 2003 til 1. nóvember 2004.
     2.      Hvernig skiptist þessi afli á milli fisktegunda?
     3.      Úr hvaða veiðarfærum hefur aflinn komið og hvernig skiptist hann á milli veiðarfæra?
     4.      Hve mikil söluverðmæti hafa borist á land af hverri fisktegund frá 1. febrúar 2002?
     5.      Hve mikil heildarverðmæti hafa borist á land?


    Ráðuneytið leitaði til Fiskistofu vegna þessarar fyrirspurnar og fylgir hér svarbréf Fiskistofu frá 17. nóvember ásamt viðeigandi töflum.
    Í svari þessu eru veittar upplýsingar um leyfilegan meðafla botnfisks á tímabilinu 1. nóvember 2003–1. nóvember 2004 og um verðmæti leyfilegs meðafla á tímabilinu 1. febrúar 2002–31. ágúst 2004
     1.      Afli sem reiknaðist ekki til aflamarks vegna framangreindrar reglu á tímabilinu 1. nóvember 2003 til 1. nóvember 2004 nam 1.737.309 kg miðað við slægðan botnfisk annan en karfa og óslægðan karfa.
     2.      Í töflu 1 kemur fram tegundaskipting afla sem ekki reiknaðist til aflamarks vegna „5%-reglu“ á tímabilinu 1. nóvember 2003 til 1. nóvember 2004.
     3.      Í töflu 1 kemur fram veiðarfæraskipting afla sem ekki reiknaðist til aflamarks vegna „5%-reglu“ á tímabilinu 1. nóvember 2003 til 1. nóvember 2004.
     4.      Verðmæti afla sem ekki reiknaðist til aflamarks vegna „5%-reglu“ á tímabilinu 1. febrúar 2002 til 31. ágúst 2004 per fisktegund kemur fram í töflu 2. (Ekki eru tiltækar upplýsingar um verðmæti þessa afla nema til 31. ágúst 2004.)
     5.      Heildarverðmæti afla íslenskra skipa á tímabilinu 1. febrúar 2002 til 31. ágúst 2004 var 188.556 millj. kr.
    Eins og sjá má með samanburði á töflum 1 og 2 hafa útgerðaraðilar landað afla nokkurra tegunda utan aflamarks sem afla sem ekki reiknaðist til aflamarks vegna „5%-reglu“. Andvirði þessa afla hefur farið í sama farveg og afla sem ekki reiknaðist til aflamarks vegna „5%-reglu“. Alls var magn þessa „gjafaafla“ 8.214 kg að verðmæti 400.289 kr.

Tafla 1. – Tegunda- og veiðarfæraskipting afla sem undanþeginn er aflamarki samkvæmt svonefndri 5%-reglu á tímabilinu 1. nóvember 2003 til 1. nóvember 2004. Afli í kg upp úr sjó (óslægður) samkvæmt upplýsingum frá löndunarhöfnum. (Fiskistofa 17. nóvember 2004.)


Veiðarfæri Þorskur Ýsa Ufsi Karfi / Gullkarfi Langa Keila Steinbítur Skötuselur Skarkoli Þykkvalúra/ Sólkoli Langlúra Sandkoli Skrápflúra
Lína 176.147 16.952 540 3.861 72.291 64.122 3.699 1 77
Net 738.577 28.949 32.830 1.853 11.438 1.109 1.047 6.875 6.447 5 20
Handfæri 1.480 547 342 61 147 130
Dragnót 135 mm 633.172 69.090 15.944 1.442 421 8.431 347 61.098 64 779 275
Botnvarpa 17.206 23.666 457 8.467 23 420 5.097 3 41 9
Humarvarpa 12.522 62 119 20 210
Grásleppunet 11.515 167 13 2.470
Rauðmaganet 1.892
Skötuselsnet 4.387 173 39 1.820 63 4.020 27 5
Samtals 1.596.898 138.892 50.643 15.965 86.051 65.401 13.803 11.243 75.216 77 989 316     29

Magn afla sem undanþeginn er aflamarki samkvæmt svonefndri 5%-reglu
miðað við útreikning til aflamarks.
(Magn í kg.)

Veiðarfæri
Þorskur Ýsa Ufsi Karfi / Gullkarfi Langa Keila Steinbítur Skötuselur Skar- koli Þykkvalúra/ Sólkoli Langlúra Sandkoli     Skrápflúra
Lína 147.963 14.240 454 3.861 57.833 57.710 3.329 1 71 0 0 0 0
Net 620.405 24.317 27.577 1.853 9.150 998 942 6.188 5.931 5 0 0 18
Handfæri 1.243 0 459 342 49 132 117 0 0 0 0 0 0
Dragnót 135 mm 531.864 58.036 13.393 1.442 337 0 7.588 312 56.210 59 717 253 0
Botnvarpa 14.453 19.879 384 8.467 0 21 378 0 4.689 3 0 38 8
Humarvarpa 10.518 52 100 0 16 0 0 0 0 0 193 0 0
Grásleppunet 9.673 0 140 0 0 0 12 0 2.272 0 0 0 0
Rauðmaganet 1.589 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0
Skötuselsnet 3.685 145 33 0 1.456 0 57 3.618 25 5 0 0 0
Samtals 1.341.394 116.669 42.540 15.965 68.841 58.861 12.423 10.119 69.199 71 910 291 27


Tafla 2. – Magn og verðmæti afla sem undanþeginn er aflamarki skv. svonefndri 5%-reglu á tímabilinu 1. febrúar 2002–31. ágúst 2004. Afli í kg upp úr sjó (óslægður). Verðmæti í kr. samkvæmt upplýsingum frá kaupendum aflans.
(Fiskistofa 17. nóvember 2004.)


Teg. nr. Fisktegund Magn Verðmæti
1 Þorskur 3.518.174 373.630.385
2 Ýsa 728.497 44.358.638
3 Ufsi 153.085 5.092.775
4 Lýsa 901 10.434
5 Karfi / Gullkarfi 136.906 7.082.680
6 Langa 100.176 6.160.494
7 Blálanga 166 5.151
8 Keila 79.926 3.061.985
9 Steinbítur 19.856 1.423.328
12 Tindaskata 1.438 13.466
13 Hlýri 73 6.734
14 Skötuselur 15.550 1.842.510
15 Skata 99 9.539
20 „Ósundurliðað“ 882 85.135
21 Lúða 404 94.428
22 Grálúða 165 25.592
23 Skarkoli 185.265 25.116.064
24 Þykkvalúra/Sólkoli 721 126.960
25 Langlúra 9.366 491.701
26 Stórkjafta/Öfugkjafta 315 11.156
27 Sandkoli 1.680 40.656
28 Skrápflúra 5.463 98.561
30 Síld 239 4.790
33 Spærlingur 18 18
40 Humar/Leturhumar 359 29.790
48 Hrognkelsi 1.800 90.612
60 Litli karfi 1.307 12.809
61 Djúpkarfi 47.682 2.176.969
86 Náskata 8 35
950 Grásleppuhrogn 40 600
Samtals 5.010.561 471.103.995