Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 261. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 566  —  261. mál.




Svar



heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra við fyrirspurn Jóns Gunnarssonar um taxta tannlækna.

     1.      Getur ráðuneytið fylgst með því hversu há gjöld tannlæknar innheimta hjá sjúklingum sínum fyrir tannlæknaþjónustu?
    Það er tiltölulega auðvelt að fylgjast með hversu há gjöld tannlæknar innheimta varðandi þá sjúklinga þeirra sem eiga rétt á endurgreiðslum frá Tryggingastofnun ríkisins.

     2.      Er hin frjálsa gjaldskrá tannlækna í öllum tilvikum hærri en viðmiðunargjaldskrá ráðuneytisins? Ef svo er, hversu miklu hærri er hún? Óskað er eftir ónafngreindri sundurliðun eftir öllum tannlæknum, frá sl. áramótum að telja.

    Skoðað var verð tannlækna, samkvæmt reikningum til Tryggingastofnunar, frá og með 1. janúar til og með 31. október 2004. Tannlæknum, sem höfðu litla sem enga veltu á tímabilinu, þ.e. innan við 500.000 kr. í greiðslu frá Tryggingastofnun á öllu tímabilinu, var sleppt. 258 tannlæknar höfðu fengið 500.000 kr. eða meira. Þar af voru 43 sérfræðingar. Samkvæmt gjaldskrá ráðherra er viðurkenndum sérfæðingum heimilt að leggja allt að 20% álag á þjónustu sem þeir veita á sérsviði sínu og var tekið tillit til þess við útreikninga.
          Sjö almennir tannlæknar og einn sérfræðingur voru með verðlagningu sem var jöfn endurgreiðslugjaldskrá ráðherra eða lægri.
          Gjaldskrár tannlæknanna voru frá 7,7% undir ráðherragjaldskrá (almennur tannlæknir) og upp í 106% yfir ráðherragjaldskrá (sérfræðingur).
    Meðfylgjandi er ónafngreindur listi yfir 258 tannlækna, skipt niður í almenna tannlækna og sérfræðinga. Listanum er raðað eftir verði tannlæknis yfir endurgreiðslugjaldskrá. Þar má einnig sjá greiðslur frá Tryggingastofnunar til hvers tannlæknis um sig.
    Á öllu tímabilinu var heildarreikningsverð allra tannlæknanna 26,1% hærra en verð samkvæmt ráðherragjaldskrá. Verð tannlækna á reikningum sem bárust Tryggingastofnun vegna janúar var 24,8% hærra en ráðherragjaldskrá en reikningar fyrir október voru 29,0% yfir gjaldskrá ráðherra. Frá þeim tíma hefur gjaldskrá ráðherra hins vegar hækkað um 4%. Má því gera ráð fyrir að munurinn á meðalverði allra tannlækna og endurgreiðslugjaldskrá ráðherra sé nú um 25%. (Um 7% vantar enn á að ráðherragjaldskrá hafi fylgt verðlagsþróun miðað við 40/60 launa-/neysluvístölu þar eð svigrúm fjárveitingar til tannlækninga hefur frekar verið notað til að auka þjónustuna, þ.e. að endurgreiða að hluta kostnað sjúklinga vegna fastra tanngerva).
    Ódýrasti fjórðungur almennra tannlækna verðlagði þjónustu sína frá 7,7% undir og upp í 14,1% yfir ráðherragjaldskrá, en dýrasti fjórðungurinn frá 35,8% upp í 64,6% yfir ráðherragjaldskrá. Greiðslur Tryggingastofnunar til beggja fjórðunga voru svipaðar á tímabilinu, eða um 238 millj. kr. til ódýrasta fjórðungsins en um 221 millj. kr. til hins dýrasta. Hins vegar greiddi Tryggingastofnun meira en tvöfalt meira til tíu ódýrustu tannlæknanna en þeirra tíu dýrustu, eða 76,4 millj. kr. á móti 36,6 millj. kr.
    Því má halda fram að mismunandi beiting verðlagningar tannlækna og meiri aðsókn almennings til ódýrari tannlækna sýni að samkeppni ríkir á þessum markaði. Samkeppni er hins vegar afar ófullkomin í umhverfi þar sem verðlagning er frjáls en óheimilt að auglýsa hver býður ódýrustu þjónustuna. Þá ber að athuga að greiðslur til tannlækna mótast ekki eingöngu af verðlagningu þeirra heldur ekki síst af beitingu gjaldskrárinnar sjálfrar. Reynt hefur verið að stemma stigu við því með einföldun gjaldskrárinnar.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Verð miðað við endurgreiðslugjaldskrá og greiðslur TR.


Tannlæknir
Verð tannlæknis
yfir gjaldskrá
Greiðslur TR
janúar – október 2004
Sérfræðingar
1 -0,1% 777.015
2 2,0% 842.670
3 5,2% 1.965.315
4 6,6% 1.266.650
5 12,0% 1.932.640
6 12,2% 1.622.015
7 13,4% 1.253.575
8 14,8% 20.877.350
9 15,8% 2.051.040
10 15,8% 2.643.160
11 17,7% 1.089.090
12 18,9% 1.866.110
13 20,7% 6.976.910
14 22,6% 1.965.775
15 25,0% 1.310.570
16 25,2% 6.118.710
17 25,3% 1.606.825
18 27,5% 3.461.015
19 27,7% 2.392.490
20 28,9% 2.584.010
21 30,1% 5.099.035
22 30,5% 1.413.235
23 31,4% 1.741.895
24 31,5% 7.689.245
25 32,1% 4.923.390
26 33,5% 2.523.135
27 34,6% 7.742.240
28 35,0% 2.928.865
29 36,0% 8.634.660
30 40,1% 5.133.460
31 41,0% 16.916.770
32 41,2% 3.655.620
33 41,7% 8.224.055
34 42,0% 5.968.070
35 42,7% 3.434.585
36 42,7% 4.525.455
37 45,4% 1.101.580
38 46,0% 3.935.330
39 52,1% 657.775
40 60,6% 7.919.035
41 60,7% 4.188.205
42 81,4% 1.639.600
43 106,0% 1.870.875
176.469.050
Almennir tannlæknar
1 -7,7% 13.401.285
2 -2,1% 2.638.330
3 -0,9% 5.359.085
4 -0,5% 3.180.980
5 -0,1% 1.071.260
6 0,0% 2.210.710
7 0,0% 22.881.405
8 0,1% 8.061.620
9 0,1% 8.187.590
10 0,1% 9.423.930
11 0,2% 1.240.445
12 0,2% 988.770
13 0,3% 13.436.705
14 0,3% 860.270
15 0,3% 1.706.680
16 0,4% 3.063.240
17 0,4% 2.975.390
18 0,5% 5.701.990
19 0,8% 1.253.995
20 1,1% 560.090
21 1,2% 2.226.015
22 1,8% 7.194.060
23 2,0% 1.851.160
24 2,6% 4.025.200
25 3,3% 4.496.480
26 4,3% 2.383.105
27 4,8% 2.822.010
28 5,4% 5.442.090
29 6,4% 2.116.520
30 7,0% 1.771.955
31 7,5% 5.112.585
32 7,5% 6.008.210
33 8,0% 5.330.490
34 8,7% 2.481.260
35 8,8% 2.804.310
36 9,2% 1.756.090
37 9,2% 2.162.410
38 9,5% 14.194.150
39 9,9% 1.063.860
40 10,3% 2.508.865
41 10,6% 4.701.555
42 10,9% 3.086.740
43 11,0% 1.545.910
44 12,6% 4.164.370
45 12,8% 3.262.945
46 13,1% 954.915
47 13,4% 3.463.275
48 13,6% 3.103.220
49 13,6% 1.431.685
50 13,7% 6.976.750
51 13,8% 4.346.765
52 13,9% 4.954.335
53 14,1% 6.707.825
54 14,1% 3.243.610
55 15,2% 4.344.600
56 15,4% 1.604.730
57 15,5% 882.760
58 15,5% 6.833.015
59 15,6% 2.021.250
60 16,2% 2.876.095
61 16,3% 3.259.230
62 16,4% 9.684.440
63 16,5% 10.661.270
64 16,5% 2.495.280
65 16,5% 4.740.795
66 16,7% 6.485.110
67 18,1% 1.328.640
68 18,3% 753.605
69 18,4% 1.554.600
70 19,1% 5.220.800
71 19,3% 4.103.945
72 19,3% 5.641.185
73 19,5% 3.182.680
74 19,7% 1.732.530
75 19,8% 1.347.800
76 20,0% 2.421.155
77 20,3% 3.250.055
78 20,4% 3.825.455
79 21,4% 2.315.910
80 21,5% 3.253.530
81 21,6% 2.681.025
82 21,8% 1.945.565
83 22,1% 2.690.735
84 22,1% 5.299.205
85 22,4% 6.306.525
86 22,7% 4.876.480
87 22,8% 4.116.450
88 22,8% 2.669.235
89 22,8% 3.785.120
90 22,9% 928.395
91 23,1% 2.909.005
92 23,4% 2.912.835
93 23,7% 6.801.025
94 23,8% 4.870.755
95 24,2% 949.550
96 24,2% 4.566.490
97 24,6% 10.470.180
98 24,6% 538.355
99 25,0% 5.220.435
100 25,2% 4.177.440
101 25,3% 3.893.460
102 25,3% 1.425.640
103 25,4% 2.643.955
104 25,7% 3.074.580
105 26,1% 3.617.420
106 26,6% 4.015.220
107 26,6% 3.435.620
108 27,4% 6.726.325
109 27,9% 4.625.935
110 28,2% 1.682.240
111 28,6% 3.140.750
112 28,7% 4.221.590
113 28,8% 1.962.985
114 29,0% 8.709.275
115 29,1% 2.073.305
116 29,1% 12.587.955
117 29,3% 6.057.130
118 29,6% 2.180.625
119 29,6% 2.329.195
120 29,6% 862.510
121 29,8% 4.501.400
122 30,4% 4.116.050
123 30,5% 8.464.535
124 30,9% 743.780
125 31,0% 2.039.390
126 31,0% 5.985.755
127 31,1% 6.131.680
128 31,1% 6.851.530
129 31,4% 9.568.330
130 31,6% 5.968.965
131 31,8% 4.218.835
132 31,9% 2.415.780
133 31,9% 3.545.550
134 32,1% 3.581.885
135 32,1% 5.650.145
136 32,2% 3.256.535
137 32,4% 2.842.385
138 32,4% 2.240.530
139 32,6% 3.495.935
140 32,7% 4.306.585
141 32,8% 9.173.420
142 33,2% 3.599.135
143 33,4% 4.029.615
144 33,4% 2.709.330
145 33,4% 8.371.820
146 33,5% 1.506.910
147 33,5% 6.298.795
148 33,7% 1.590.615
149 33,8% 3.168.315
150 33,8% 4.147.075
151 33,9% 1.170.250
152 33,9% 913.175
153 34,0% 3.629.405
154 34,1% 8.013.240
155 34,3% 2.806.540
156 34,9% 2.463.310
157 34,9% 6.488.545
158 34,9% 3.000.185
159 35,1% 1.573.365
160 35,3% 2.553.875
161 35,6% 4.496.575
162 35,8% 2.183.850
163 35,9% 7.125.390
164 36,0% 14.945.170
165 36,3% 3.362.710
166 36,3% 5.494.730
167 36,5% 3.969.450
168 36,6% 1.739.000
169 36,7% 3.105.895
170 36,8% 4.356.340
171 37,1% 2.156.350
172 37,2% 2.662.675
173 37,4% 4.388.100
174 38,2% 3.971.675
175 38,2% 4.754.945
176 38,5% 2.673.140
177 38,6% 5.763.575
178 38,7% 4.826.885
179 38,8% 1.407.645
180 39,0% 3.143.075
181 39,3% 876.410
182 39,3% 3.378.360
183 39,6% 3.398.730
184 39,6% 2.536.845
185 39,7% 2.531.600
186 40,4% 4.206.625
187 40,5% 4.198.885
188 40,9% 2.462.775
189 41,2% 3.399.045
190 41,2% 15.621.855
191 41,5% 3.446.580
192 41,6% 4.196.360
193 41,7% 4.204.470
194 42,6% 3.891.140
195 42,8% 2.709.505
196 42,9% 5.155.395
197 43,7% 4.738.240
198 44,3% 3.936.805
199 46,1% 2.349.200
200 46,2% 3.597.155
201 46,3% 4.802.130
202 46,5% 6.523.965
203 47,2% 1.766.985
204 48,3% 6.229.810
205 49,2% 1.944.190
206 49,2% 6.005.860
207 49,6% 3.589.250
208 50,6% 1.460.440
209 50,7% 3.172.485
210 52,2% 7.689.040
211 53,6% 1.826.645
212 55,0% 2.670.635
213 57,2% 4.377.720
214 58,1% 3.342.885
215 64,6% 2.473.675