Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 528. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 871  —  528. mál.




Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar um fjármál hins opinbera.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hvernig hafa eftirfarandi þættir í fjármálum hins opinbera þróast árin 2003 og 2004, sundurliðað eftir árum:
     a.      ætluð útgjöld ríkisins í samþykktum fjárlögum,
     b.      upphæð samþykktra fjáraukalaga,
     c.      niðurstöðutala ríkisreiknings,
     d.      áætlaðar tekjur ríkisins í samþykktum fjárlögum,
     e.      andvirði seldra ríkiseigna,
     f.      útgjöld ríkisins sem hlutfall af vergri landsframleiðslu,
     g.      útgjöld hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, sem hlutfall af vergri landsframleiðslu,
     h.      afkoma ríkissjóðs?


     a.      Ætluð útgjöld ríkisins í fjárlögum.
Fjárlög 2003 2004
Heildargjöld, millj. kr. 260.142,1 275.295,6

     b.      Upphæð samþykktra fjáraukalaga.
Fjáraukalög 2003 2004
Heildartekjur, millj. kr. 8.988,6 9.274,5
Heildargjöld, millj. kr. 17.279,9 9.283,4

     c.      Niðurstöður ríkisreiknings.
Ríkisreikningur 2003 2004
Heildartekjur, millj. kr. 274.574,0 -
Heildargjöld, millj. kr. 280.712,0 -

     d.      Áætlaðar tekjur ríkisins í samþykktum fjárlögum.
Fjárlög 2003 2004
Heildartekjur, millj. kr. 271.600,0 282.021,3

     e.      Andvirði seldra eigna.
Tekjufærður söluhagnaður eigna: 2003 2004
Fjárlög, millj. kr. 10.340,0 540,0
Ríkiseikningur, millj. kr. 11.954,0 -

     f.      Útgjöld ríkisins sem hlutfall af vergri landsframleiðslu.
    Samkvæmt endurskoðaðri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins eru útgjöld ríkissjóðs á samræmdu þjóðhagsuppgjöri áætluð 35,4% af vergri landsframleiðslu árið 2003 og 33,6% árið 2004. Vegna breytinga á framsetningu talnaefnis frá því að þingmaðurinn bað um sömu upplýsingar fyrir árin 1991–2003 fylgir hér á eftir tafla nr. 11 úr þjóðhagspá ráðuneytisins frá 25. janúar sl. fyrir tímabilið 1991–2004.

     g.      Útgjöld hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, sem hlutfall af vergri landsframleiðslu.
    Samkvæmt endurskoðaðri þjóðhagsspá ráðuneytisins eru útgjöld hins opinbera á samræmdu þjóðhagsuppgjöri áætluð 47,7% af vergri landsframleiðslu árið 2003 og 45,7 % árið 2004. Vegna breytinga á framsetningu talnaefnis frá því að þingmaðurinn bað um sömu upplýsingar fyrir árin 1991–2003 fylgja hér á eftir töflur nr. 10 og 12 úr þjóðhagsspá ráðuneytisins frá 25. janúar sl. fyrir tímabilið 1991–2004.

     h.      Afkoma ríkissjóðs.
    Samkvæmt endurskoðaðri þjóðhagsspá ráðuneytisins er tekjuafgangur ríkissjóðs á samræmdu þjóðhagsuppgjöri áætlaður -1,8% af vergri landsframleiðslu árið 2003 og 0,7% árið 2004. Vegna breytinga á framsetningu talnaefnis frá því að þingmaðurinn bað um sömu upplýsingar fyrir árin 1991–2003 fylgir tafla nr. 10 úr þjóðhagsspá ráðuneytisins frá 25. janúar sl. fyrir tímabilið 1991–2004.

    Upplýsingar um útgjöld ríkissjóðs sem hlutfall af vergri landsframleiðslu, sem og um útgjöld hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga sem hlutfall af vergri landsframleiðslu, eru samkvæmt samræmdri framsetningu þjóðhagsreikningsuppgjörs. Þjóðhagsuppgjör er talsvert ólíkt uppgjöri ríkissjóðs samkvæmt ríkisreikningi og fjárlögum og munar þar mest um að tekjur af eignasölu hafa ekki áhrif á tekjuafgang og í stað þess að gjaldfæra fjárfestingu er hún eignfærð og afskrifuð. Þá eru lífeyrisskuldbindingar færðar með öðrum hætti. Athygli er vakin á því að samanburður á fjárlögum og fjáraukalögum annars vegar og ríkisreikningi hins vegar er varasamur þar sem talsvert hefur verið fært til gjalda í ríkisreikningi undanfarin ár vegna afskrifta skattkrafna, auk þess að gjaldfærðar lífeyrisskuldbindingar hafa sveiflast mjög á milli ára. Ríkisreikningur fyrir árið 2004 liggur ekki fyrir.


Tafla 10. Tekjur og gjöld hins opinbera. Millj. kr. á verðlagi hvers árs 1.

1991

1992

1993

1994

1995

1996

1997

1998

1999

2000

2001

2002

2003 2
Áætlun
2004
Heildartekjur 159.765 163.918 161.443 169.736 179.720 197.221 213.185 242.873 278.613 301.125 328.464 351.972 373.191 409.564
1 Skattar á tekjur og eignir 53.151 55.112 59.584 62.690 68.040 76.319 85.956 98.552 115.604 128.812 149.323 157.468 170.265 186.758
2 Skattar á framl. og innfl. 84.470 84.275 77.480 79.696 83.092 90.739 96.119 109.264 124.482 130.968 129.691 135.665 145.619 161.427
3 Vaxtatekjur 7.324 6.827 6.794 7.014 6.803 6.784 6.556 7.479 8.672 10.150 14.604 19.479 13.100 14.392
4 Aðrar tekjur 3.595 4.698 4.222 5.055 5.626 5.264 6.168 5.544 6.027 5.811 6.848 9.178 13.252 14.812
5 Sala á vöru og þjónustu 11.224 13.007 13.364 15.281 16.158 18.115 18.386 22.033 23.828 25.385 27.998 30.182 30.955 32.176
Heildarútgjöld 171.389 175.140 179.882 190.372 193.117 204.949 213.293 240.044 263.996 284.571 327.192 355.387 386.516 402.122
1 Rekstrarkostnaður 92.725 96.933 101.982 109.105 115.119 123.678 131.161 149.785 166.258 183.319 204.654 229.051 244.582 258.445
þar af samneysla 81.501 83.926 88.618 93.824 98.961 105.563 112.775 127.752 142.430 157.934 176.656 198.869 213.627 226.269
2 Vaxtagjöld 15.719 15.609 16.536 18.007 19.955 19.541 19.613 21.204 22.731 22.604 28.568 25.934 25.871 28.234
3 Framleiðslustyrkir 11.592 12.495 9.678 8.740 8.672 9.172 9.197 9.153 9.991 10.816 12.844 13.703 13.293 14.194
4 Tekjutilfærslur 29.019 30.617 33.020 33.938 36.241 37.200 38.761 40.106 42.673 47.161 53.775 61.026 75.803 79.461
5 Verg fjármunamyndun 17.982 17.778 19.708 19.540 15.951 17.620 18.415 23.619 26.099 25.806 32.018 31.265 30.039 25.388
6 Afskriftir (-) 7.367 7.945 8.560 9.255 9.887 10.482 11.146 11.875 12.586 13.487 14.520 15.965 16.791 17.941
7 Fjármagnstilfærslur 11.719 9.653 7.519 10.296 7.066 8.220 7.292 8.052 8.830 8.351 9.853 10.373 13.543 14.340
Tekjuafgangur -11.624 -11.221 -18.439 -20.636 -13.396 -7.729 -107 2.829 14.617 16.554 1.272 -3.414 -13.325 7.443
Hlutfall af landsframleiðslu, %
Heildartekjur 40,5 41,6 39,8 39,4 40,5 41,4 41,5 42,7 45,7 45,4 44,1 45,2 46,0 46,6
Heildargjöld 43,5 44,5 44,3 44,2 43,5 43,0 41,5 42,2 43,3 42,9 44,0 45,6 47,7 45,7
Tekjuafgangur -3,0 -2,9 -4,5 -4,8 -3,0 -1,6 0,0 0,5 2,4 2,5 0,2 -0,4 -1,6 0,8
Skatttekjur 34,9 35,4 33,8 33,0 34,0 35,1 35,4 36,5 39,4 39,2 37,5 37,6 39,0 39,6
Samneysla 20,7 21,3 21,8 21,8 22,3 22,2 21,9 22,4 23,4 23,8 23,7 25,5 26,3 25,7
1 Uppgjör þetta fylgir þjóðhagsreikningastaðli Evrópusambandsins, ESA 95.
2 Bráðabirgðatölur.     


Tafla 11. Tekjur og gjöld ríkissjóðs. Millj. kr. á verðlagi hvers árs 1.          

1991

1992

1993

1994

1995

1996

1997

1998

1999

2000

2001

2002

2003 2
Áætlun 2004
Heildartekjur 126.999 130.153 127.282 134.452 141.329 155.661 162.391 183.930 213.800 228.660 245.441 257.264 272.327 301.298
1 Skattar á tekjur og eignir 38.199 39.345 39.763 42.778 46.871 53.237 54.286 61.670 74.151 82.832 95.175 99.241 107.815 119.597
2 Skattar á framl. og innfl. 73.128 72.705 70.575 72.508 74.834 82.077 87.331 98.906 113.480 117.503 116.225 120.921 130.454 144.068
3 Vaxtatekjur 6.210 5.868 5.870 6.387 6.211 6.203 5.888 6.729 7.637 8.693 12.406 12.855 8.575 11.044
4 Aðrar tekjur 2.393 3.704 2.801 3.398 3.342 3.087 3.782 3.174 3.643 3.534 3.309 3.936 4.620 5.207
5 Sala á vöru og þjónustu 7.068 8.531 8.273 9.381 10.070 11.057 11.104 13.451 14.889 16.098 18.325 20.311 20.863 21.381
Heildarútgjöld 138.186 139.716 141.063 147.892 152.889 163.000 159.644 177.778 198.204 211.712 240.884 262.005 286.969 295.542
1 Rekstrarkostnaður 58.989 61.035 64.217 67.565 72.145 74.705 75.157 87.366 97.277 106.867 120.036 134.008 141.561 149.398
þar af samneysla 51.921 52.504 55.943 58.183 62.075 63.648 64.053 73.915 82.388 90.769 101.711 113.697 120.698 128.017
2 Vaxtagjöld 13.964 13.975 14.834 15.997 17.780 17.440 17.414 18.833 20.155 19.508 23.128 21.891 20.867 22.209
3 Framleiðslustyrkir 10.879 11.773 8.981 8.042 8.017 8.148 8.227 7.904 8.634 8.971 10.779 11.235 10.661 11.401
4 Tekjutilfærslur 40.011 41.153 42.456 43.774 47.097 52.083 51.914 54.326 60.201 66.234 73.531 81.895 93.700 97.123
5 Verg fjármunamyndun 8.349 7.645 9.386 9.546 8.891 9.934 8.043 10.136 12.421 11.861 14.142 13.925 18.518 13.836
6 Afskriftir (-) 5.515 5.870 6.312 6.777 7.287 7.736 8.124 8.662 9.152 9.779 10.385 11.143 11.741 12.622
7 Fjármagnstilfærslur 11.508 10.004 7.501 9.745 6.247 8.426 7.012 7.875 8.668 8.050 9.653 10.194 13.404 14.197
Tekjuafgangur -11.187 -9.563 -13.781 -13.440 -11.560 -7.339 2.748 6.152 15.595 16.948 4.557 -4.741 -14.643 5.756
Hlutfall af landsframleiðslu, %
Heildartekjur 32,2 33,1 31,4 31,2 31,8 32,7 31,6 32,3 35,1 34,5 33,0 33,0 33,6 34,3
Heildargjöld 35,1 35,5 34,8 34,3 34,4 34,2 31,0 31,2 32,5 32,0 32,4 33,6 35,4 33,6
Tekjuafgangur -2,8 -2,4 -3,4 -3,1 -2,6 -1,5 0,5 1,1 2,6 2,6 0,6 -0,6 -1,8 0,7
Skatttekjur 28,3 28,5 27,2 26,7 27,4 28,4 27,5 28,2 30,8 30,2 28,4 28,3 29,4 30,0
Samneysla 13,2 13,3 13,8 13,5 14,0 13,4 12,5 13,0 13,5 13,7 13,7 14,6 14,9 14,6
1 Uppgjör þetta fylgir þjóðhagsreikningastaðli Evrópusambandsins, ESA 95.
2 Bráðabirgðatölur.     


Tafla 12. Tekjur og gjöld sveitarfélaga. Millj. kr. á verðlagi hvers árs 1.

1991

1992

1993

1994

1995

1996

1997

1998

1999

2000

2001

2002

2003 2
Áætlun 2004
Heildartekjur 34.223 35.881 35.995 37.729 40.891 46.941 55.478 62.906 69.917 77.747 89.474 101.222 103.623 109.841
1 Skattar á tekjur og eignir 14.952 15.767 19.820 19.912 21.170 23.082 31.670 36.882 41.453 45.979 54.148 58.227 62.450 67.161
2 Skattar á framl. og innfl. 11.342 11.570 6.905 7.188 8.258 8.662 8.788 10.359 11.002 13.465 13.466 14.744 15.165 17.359
3 Vaxtatekjur 1.067 808 833 547 517 528 633 660 942 1.242 1.639 6.088 3.980 2.786
4 Aðrar tekjur 2.783 3.337 3.438 4.287 4.980 7.756 7.151 6.467 7.641 7.826 10.618 12.404 12.060 11.861
5 Sala á vöru og þjónustu 4.078 4.399 4.999 5.795 5.967 6.914 7.236 8.537 8.879 9.234 9.603 9.759 9.968 10.675
Heildarútgjöld 34.837 37.594 40.736 44.560 42.337 47.366 58.466 67.158 72.835 80.337 94.815 101.416 103.436 110.143
1 Rekstrarkostnaður 22.718 25.238 27.618 30.766 31.525 36.517 44.540 49.816 54.937 60.689 68.351 76.791 83.211 88.267
þar af samneysla 18.639 20.839 22.619 24.972 25.558 29.604 37.304 41.279 46.059 51.455 58.748 67.032 73.243 77.592
2 Vaxtagjöld 1.755 1.633 1.703 2.010 2.174 2.101 2.199 2.372 2.576 3.096 5.439 4.043 5.004 6.025
3 Framleiðslustyrkir 714 721 697 699 655 1.024 969 1.249 1.357 1.845 2.065 2.468 2.632 2.793
4 Tekjutilfærslur 1.661 2.294 2.628 3.018 2.703 2.990 3.128 3.274 3.559 4.169 5.018 5.418 5.978 6.682
5 Verg fjármunamyndun 9.633 10.133 10.321 9.994 7.059 7.685 10.372 13.483 13.678 13.945 17.876 17.340 11.521 11.552
6 Afskriftir (-) 1.853 2.075 2.249 2.478 2.600 2.746 3.022 3.213 3.435 3.708 4.134 4.822 5.050 5.319
7 Fjármagnstilfærslur 210 -351 17 550 819 -206 280 177 162 301 200 179 140 143
Tekjuafgangur -614 -1.713 -4.741 -6.831 -1.446 -425 -2.987 -4.252 -2.918 -2.591 -5341 -194 187 -303
Hlutfall af landsframleiðslu, %
Heildartekjur 8,7 9,1 8,9 8,8 9,2 9,9 10,8 11,1 11,5 11,7 12,0 13,0 12,8 12,5
Heildargjöld 8,8 9,5 10,0 10,3 9,5 9,9 11,4 11,8 11,9 12,1 12,7 13,0 12,8 12,5
Tekjuafgangur -0,2 -0,4 -1,2 -1,6 -0,3 -0,1 -0,6 -0,7 -0,5 -0,4 -0,7 0,0 0,0 0,0
Skatttekjur 6,7 6,9 6,6 6,3 6,6 6,7 7,9 8,3 8,6 9,0 9,1 9,4 9,6 9,6
Samneysla 4,7 5,3 5,6 5,8 5,8 6,2 7,3 7,3 7,6 7,8 7,9 8,6 9,0 8,8
1 Uppgjör þetta fylgir þjóðhagsreikningastaðli Evrópusambandsins, ESA 95.
2 Bráðabirgðatölur.