Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 80. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 80  —  80. mál.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um aðild Íslands að alþjóðasamningum.

Frá Álfheiði Ingadóttur.



     1.      Hvaða alþjóðasamningar hafa verið undirritaðir af Íslands hálfu en ekki hlotið fullgildingu með staðfestingu Alþingis?
     2.      Hvaða alþjóðasamningar eru skuldbindandi að hluta til eða hafa verið undirritaðir með fyrirvörum um tiltekin atriði þeirra?
     3.      Hvaða gildandi alþjóðasamningum hafa hin Norðurlöndin öll gerst aðilar að en Ísland ekki?
    Óskað er eftir því að í svarinu komi fram hvenær viðkomandi samningar voru gerðir, hvenær þeir voru undirritaðir fyrir Íslands hönd og með hvaða fyrirvörum eða undanþágum.


Skriflegt svar óskast.