Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 131. máls.
137. löggjafarþing 2009.
Þskj. 183  —  131. mál.




Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um vátryggingafélög.

Frá Vigdísi Hauksdóttur.



     1.      Er það stefna ríkisstjórnarinnar að óstarfhæf vátryggingafélög, þ.e. vátryggingafélög sem eru á undanþágu frá Fjármálaeftirlitinu hvað varðar lágmarksgjaldþol, sbr. 29., 30., 31. og 33. gr. laga nr. 60/1994, um vátryggingastarfsemi, fái að starfa óáreitt á vátryggingamarkaði?
     2.      Telur ráðherra að Fjármálaeftirlitið, sem er eftirlitsaðili vátryggingafélaga, sé að bregðast skyldu sinni til eftirlits á vátryggingamarkaði í ljósi þess að a.m.k. tvö vátryggingafélög uppfylla ekki reglur um gjaldþol samkvæmt lögum?
     3.      Er verið að stofna nýtt vátryggingafélag með nýja kennitölu á rústum vátryggingafélags sem er tæknilega gjaldþrota og varð uppvíst að veðsetningu á allt að 10 milljörðum kr. úr bótasjóði félagsins (öðru nafni vátryggingaskuld, sbr. 34. gr. laga um vátryggingastarfsemi)?