Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 146. máls.
137. löggjafarþing 2009.
Þskj. 230  —  146. mál.




Fyrirspurn



til forsætisráðherra um brottflutning af landinu.

Frá Siv Friðleifsdóttur.



     1.      Hvað er áætlað að margir Íslendingar hafi nú þegar flutt úr landi vegna afleiðinga bankahrunsins og hve margir útlendingar sem starfað hafa hér?
     2.      Hve margir er áætlað að flytjist úr landi árlega, nú í ár og næstu þrjú árin?
     3.      Hvernig skiptast þeir eftir
                  a.      atvinnugreinum,
                  b.      fjölskyldustöðu, þ.e. fjölskyldufólk eða einhleypir, og
                  c.      kyni?
     4.      Til hvaða landa má áætla að fólk flytji einkum?
     5.      Hvað er áætlað að margir Íslendingar snúi ekki heim frá útlöndum í ár og næstu þrjú árin vegna afleiðinga bankahrunsins og í hvaða atvinnugreinum eru þeir einkum?


Skriflegt svar óskast.