Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 139. máls.
137. löggjafarþing 2009.
Þskj. 343  —  139. mál.




Svar



samgönguráðherra við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar um framkvæmd samgönguáætlunar.

     1.      Hvaða verkefni í vegamálum verða boðin út á þessu ári á grundvelli gildandi samgönguáætlunar?
    Eftirfarandi verkefni hafa verið boðin út á grundvelli gildandi samgönguáætlunar á þessu ári:

Vegur

Kafli

Samgönguáætlun 2007–2010

264 Rangárvallavegur
Hringvegur – Akurbrekka 2008–2009
359 Bræðratunguvegur Flúðir – Tungufljót 2007–2010
318 Langholtsvegur Hringvegur – Ármótavegamót 2009
1 Hringvegur Um Hellu 2009
415 Álftanesvegur ** Hafnarfjarðarvegur – Bessastaðavegur 2007–2008
60 Vestfjarðavegur Þverá – Þingmannaá 2008–2009
72 Hvammstangavegur Um Hvammstanga 2007
59 Laxárdalsvegur Höskuldsstaðir – Leiðólfsstaðir 2008–2009
85 Norðausturvegur Bunguflói – Vopnafjörður 2007–2010
874 Raufarhafnarvegur Hófaskarðsleið – Flugvöllur 2008–2009
1 Hringvegur Litla Sandfell – Haugaá 2008–2010
1 Hringvegur ** Um Ysta Rjúkandi 2009

     2.      Verður gengið til samninga við verktaka um þau verkefni sem þegar hafa verið boðin út?
    Gengið hefur verið til samninga við verktaka i öllum verkum sem boðin hafa verið út nema tveimur, sbr. auðkenni í töflu í 1. tölul. (**).

     3.      Er ætlunin að bjóða út vegagerðarverkefni á þessu ári sem ekki verða fjármögnuð eftir svokallaðri einkafjármögnunarleið?
    Í haust verður staðan endurmetin og skoðað hvort unnt verður að ráðast í frekari útboð.