Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 310. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 362  —  310. mál.




Fyrirspurn



til efnahags- og viðskiptaráðherra um skuldameðferð sjávarútvegsfyrirtækja í bönkum.

Frá Ólínu Þorvarðardóttur.



     1.      Hve mikið af skuldum útgerðarfyrirtækja varð eftir í þrotabúum gömlu bankanna þriggja, sundurliðað eftir bönkum?
     2.      Hve stór hluti skulda útgerðarfyrirtækja fluttist yfir í nýju bankana þrjá, sundurliðað eftir bönkum?
     3.      Hvaða verklagsreglur voru viðhafðar við mat á yfirfærslu skulda sjávarútvegsfyrirtækja úr gömlu bönkunum í þá nýju?
     4.      Hafa lán sjávarútvegsfyrirtækja verið afskrifuð eftir bankahrunið, og ef svo er, í hve miklum mæli?
     5.      Hafa lán sjávarútvegsfyrirtækja verið fryst eftir bankahrunið, og ef svo er hvaða upphæðir er um að ræða og til hve langs tíma?


Skriflegt svar óskast.