Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 385. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 774  —  385. mál.




Svar



sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Ásbjörns Óttarssonar um netarall.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hverjar voru tekjur Hafrannsóknastofnunarinnar af netaralli árin 2007, 2008 og 2009?
     2.      Hver var kostnaður stofnunarinnar við netarall sömu ár og hvernig skiptist hann?


    Ráðuneytið sendi fyrirspurnina til Hafrannsóknastofnunarinnar og fylgir hér svar hennar:
     1.      Eftirfarandi tafla sýnir tekjur af netaralli árin 2007, 2008 og 2009 en þær voru 119,5 millj. kr., 111,2 millj. kr. og 136,3 millj. kr.
     2.      Skiptingu kostnaðar er einnig að finna í töflunni en mismunur tekna og gjalda var þessi ár á bilinu -2,5 millj. kr. til 14,3 millj. kr. Þess skal getið að niðurstöðutalan fer allnokkuð eftir aflabrögðum og næstu þrjú ár á undan þessum voru gjöld verulega hærri en tekjur.

Gjöld og tekjur Hafrannsóknastofnunarinnar     af netaralli, þús. kr.


2007 2008 2009
Tekjur 119.540 111.187 136.343
Gjöld 105.244 113.690 130.663
Laun 22.598 25.168 24.490
Dagpeningar 2.717 2.805 2.625
Veiðarfæri 4.397 5.720 8.841
Skipaleiga 72.938 73.340 86.721
Flutningsgjöld og fargjöld 2.252 2.696 4.272
Annað 342 3.961 3.714
Mismunur 14.296 -2.503 5.680