Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 443. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 833  —  443. mál.




Svar



forsætisráðherra við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur um breytingar á fánalögum.

     1.      Hvað líður boðuðu frumvarpi ríkisstjórnarinnar um breytingar á lögum um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið, nr. 34/1944, sem leggja átti fyrir Alþingi haustið 2009 samkvæmt þingmálaskrá?
    Fyrir liggja drög að frumvarpi því sem spurt er um og er vinnsla þess á lokastigi í ráðuneytinu.

     2.      Má búast við að frumvarpið verði lagt fram á næstunni þannig að tími gefist til að skoða það og eftir atvikum samþykkja áður en þingi verður frestað í vor?
    Stefnt er að því að leggja frumvarpið fram á Alþingi innan tíðar og standa vonir til þess að það verði afgreitt sem lög frá Alþingi fyrir þingfrestun í vor.