Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 692. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 1507  —  692. mál.




Svar



sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar um svæðaskiptingu við strandveiðar.

     1.      Hver var heildarafli á strandveiðum sumarið 2010, skipt eftir mánuðum og svæðum?
    Samkvæmt upplýsingum Fiskistofu var afli á strandveiðum sumarið 2010 eftir mánuðum og svæðum sem hér segir:

Strandveiðar 2010, afli í þorskígildum.


Svæði A Svæði B Svæði C Svæði D Samtals
Maí 591.117 130.216 165.548 432.934 1.319.815
Júní 612.199 637.832 604.105 331.940 2.186.075
Júlí 487.972 504.224 563.608 166.992 1.722.797
Ágúst 435.110 237.415 306.431 156.660 1.135.616
Samtals 2.126.398 1.509.687 1.639.692 1.088.527 6.364.303

     2.      Hversu marga daga var heimilt að róa á strandveiðunum sl. sumar, skipt eftir svæðum?
    Samkvæmt samantekt ráðuneytisins var fjöldi leyfðra róðrardaga eftir svæðum sem hér segir:

Dagafjöldi í strandveiðum eftir svæðum og mánuðum 2010.


Maí Júní Júlí Ágúst Alls
Svæði A 6 5 6 3 20
Svæði B 11 17 10 3 41
Svæði C 11 17 10 4 42
Svæði D 9 8 6 5 28

     3.      Hyggst ráðherra leggja til breytingar á þessari svæðaskiptingu fyrir næsta sumar?
    Ráðherra mun eftir mat á strandveiðum ársins 2010 taka ákvörðun um framhald og fyrirkomulag veiðanna.