Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 180. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 197  —  180. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um kaup lífeyrissjóða á íbúðabréfum 30. maí sl.

Frá Vigdísi Hauksdóttur.



     1.      Hvaða 26 íslensku lífeyrissjóðir keyptu 30. maí sl. þau íbúðabréf sem ríkissjóður hafði eignast vegna samkomulags Seðlabankans við Seðlabankann í Lúxemborg um kaup á skuldabréfum Avens B.V. sem voru í eigu Landsbankans í Lúxemborg?
     2.      Hvaða íslensku lífeyrissjóðir tóku ekki þátt í kaupunum?
     3.      Stofnuðu lífeyrissjóðirnir félag um kaupin eða sá hver lífeyrissjóður um kaupin fyrir sig?
     4.      Hvert var hlutfall hvers lífeyrissjóðs fyrir sig af 87,6 milljarða kr. kaupum þeirra?


Skriflegt svar óskast.