Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 180. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 407  —  180. mál.




Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur um kaup lífeyrissjóða á íbúðabréfum 30. maí sl.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hvaða 26 íslensku lífeyrissjóðir keyptu 30. maí sl. þau íbúðabréf sem ríkissjóður hafði eignast vegna samkomulags Seðlabankans við Seðlabankann í Lúxemborg um kaup á skuldabréfum Avens B.V. sem voru í eigu Landsbankans í Lúxemborg?
     2.      Hvaða íslensku lífeyrissjóðir tóku ekki þátt í kaupunum?
     3.      Stofnuðu lífeyrissjóðirnir félag um kaupin eða sá hver lífeyrissjóður um kaupin fyrir sig?
     4.      Hvert var hlutfall hvers lífeyrissjóðs fyrir sig af 87,6 milljarða kr. kaupum þeirra?


     Svar við 1. og 4. tölul.:
Sjóður Hlutfall í viðskiptum
LSR og Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga 21,80%
Lífeyrissjóður verzlunarmanna 18,80%
Gildi – lífeyrissjóður 14,36%
Stapi – lífeyrissjóður 6,05%
Sameinaði lífeyrissjóðurinn 6,24%
Almenni lífeyrissjóðurinn 5,37%
Stafir – lífeyrissjóður 4,83%
Frjálsi lífeyrissjóðurinn 4,50%
Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 3,42%
Festa – lífeyrissjóður 3,09%
Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga 2,05%
Lífeyrissjóður verkfræðinga 1,71%
Íslenski lífeyrissjóðurinn 1,17%
Lífeyrissjóður Vestmannaeyja 1,78%
Lífeyrissjóður Vestfirðinga 1,71%
Lífeyrissjóður bænda 1,18%
Lífeyrissjóður starfsmanna Búnaðarbanka Íslands 0,25%
Eftirlaunasjóður FÍA 0,66%
Kjölur – lífeyrissjóður 0,31%
Lífeyrissjóður Rangæinga 0,17%
Eftirlaunasjóður Reykjanesbæjar 0,12%
Lífeyrissjóður starfsmanna Kópavogskaupstaðar 0,17%
Lífeyrissjóður Tannlæknafélags Íslands 0,11%
Eftirlaunasjóður starfsmanna Hafnarfjarðarkaupstaðar 0,11%
Lífeyrissjóður Akraneskaupstaðar 0,04%
Lífeyrissjóður Neskaupstaðar 0,00%
100,00%

     Svar við 2. tölul.:
    Þessir lífeyrissjóðir voru ekki með:
          Eftirlaunasjóður Sláturfélags Suðurlands (hefur nú sameinast Söfnunarsjóði lífeyrisréttinda).
          Eftirlaunasjóður starfsmanna Glitnis (hefur nú sameinast Söfnunarsjóði lífeyrisréttinda).
          Eftirlaunasjóður starfsmanna Útvegsbanka Íslands.
          Lífeyrissjóður bankamanna.
          Lífeyrissjóðurinn Skjöldur (hefur nú sameinast Söfnunarsjóði lífeyrisréttinda).
          Lífeyrissjóður starfsmanna Akureyrarbæjar.
          Lífeyrissjóður starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar.
          Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar.
          Lífeyrissjóður starfsmanna Vestmannaeyjabæjar.

     Svar við 3. tölul.:
    Hver lífeyrissjóður sér um kaupin fyrir sig.