Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 497. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 819  —  497. mál.




Fyrirspurn



til mennta- og menningarmálaráðherra um hlutdeild norræns og bandarísks sjónvarpsefnis í dagskrá RÚV.

Frá Siv Friðleifsdóttur.



     1.      Hver hefur verið hlutdeild sjónvarpsefnis frá Norðurlöndum sl. 5 ár í dagskrá RÚV, sundurliðað eftir löndum, og hver hefur þróunin verið með bandarískt efni á sama tímabili?
     2.      Hver var innkaupskostnaður þess norræna dagskrárefnis (hlutdeild 7,5%) sem RÚV sýndi á síðasta ári?
     3.      Hvert var áhorfið á eftirtalda norræna þætti á síðasta ári: Glæpurinn 2 (Forbrydelsen 2), Hvaleyjar (Hvaler), Berlínaraspirnar (Berlinpoplene), Ljósmæðurnar (Barnmorskorna) og Himinblámi (Himmelblå)?
     4.      Hver var innkaupskostnaður þess bandaríska dagskrárefnis (hlutdeild 26,1%) sem RÚV sýndi á síðasta ári?
     5.      Hvert var áhorfið á eftirtalda bandaríska þætti á síðasta ári: Ljóta Betty (Ugly Betty), Aðþrengdar eiginkonur (Desperate Housewives), Bræður og systur (Brothers and Sisters), Lífsháski (Lost), Sporlaust (Without a Trace), Læknamiðstöðin (Private Practice), Bráðavaktin (ER), Skólaklíkur (Greeks), Að duga eða drepast (Make it or Break it), Leitandinn (Legends of the Seekers) og Castle (Castle)?
     6.      Áformar RÚV að sýna meira af norrænu efni en verið hefur hin síðari ár?


Skriflegt svar óskast.