Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 310. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1994  —  310. mál.




Breytingartillaga



við till. til þál. um staðgöngumæðrun.

Frá Guðfríði Lilju Grétarsdóttur, Kristjáni L. Möller,


Guðlaugi Þór Þórðarsyni og Ragnheiði Ríkharðsdóttur.



    Tillögugreinin orðist svo:
    Alþingi ályktar að fela velferðarráðherra að skipa starfshóp sem undirbúi frumvarp til laga um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni.
    Við vinnuna verði m.a. lögð áhersla á að tryggja í fyrsta lagi hag og réttindi barnsins, að tryggja í öðru lagi rétt, sjálfræði og velferð staðgöngumóðurinnar og fjölskyldu hennar, og að tryggja í þriðja lagi farsæla aðkomu hinna verðandi foreldra. Skýrt verði kveðið á um traustan lagaramma, ströng skilyrði og skýrar verklagsreglur við framkvæmd og eftirlit staðgöngumæðrunar sem og hvernig best verði stuðlað að upplýstri umræðu um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni í samfélaginu. Við vinnuna verði faglegt mat og þekking, alþjóðlegar rannsóknir og reynsla annarra þjóða lögð til grundvallar.