Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 399. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 879  —  399. mál.




Svar



mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur
um rammaáætlanir Evrópusambandsins um menntun, rannsóknir og tækniþróun.


     1.      Hvað hafa greiðslur úr ríkissjóði verið háar frá upphafi vegna rammaáætlana ESB um menntun, rannsóknir og tækniþróun, sbr. fjárlagalið 02-985, sundurliðað eftir árum? Í svarinu komi fram svofelld sundurliðun árlegra greiðslna: a) landsskrifstofa menntaáætlana ESB, b) alþjóðleg samskipti vegna rammaáætlana ESB og c) rammaáætlanir ESB um menntun, rannsóknir og tækniþróun.
    Ísland hefur tekið virkan þátt í fjölmörgum samstarfsáætlunum ESB frá því að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið gekk í gildi 1994. Í aðdraganda EES-samningsins og á fyrsta samningsári var þátttakan takmörkuð þótt Ísland fengi aðgang að stærstu áætlununum. Í ársbyrjun 1995 hófst ný kynslóð áætlana sem íslenskir aðilar tóku virkan þátt í strax frá upphafi. Frá þeim tíma hafa öll bein gjöld til ESB vegna þátttöku í samstarfsáætlunum verið greidd út af fjárlagalið 02-985, óháð því hvaða ráðuneyti ber ábyrgð á framkvæmd viðkomandi áætlunar. Heildarútgjöld af þessum fjárlagalið nema 9.385 millj. kr. á verðlagi hvers árs frá 1994–2011 eftir að tillit hefur verið tekið til leiðréttinga í fjáraukalögum. Þessar greiðslur eru sundurliðaðar eftir árum frá 1995 í töflu 1, en þá var fyrst greitt eiginlegt þátttökugjald í gegnum EFTA-skrifstofuna. Heiti liðarins í fjárlögum endurspeglar þá staðreynd að útgjöld vegna rannsóknar- og menntaáætlananna eru um 80% af heildarþátttökugjöldunum. Talið hefur verið heppilegt að hafa útgjöld vegna allra áætlana á einum stað í stað þess að dreifa þeim hlutfallslega á einstök ráðuneyti. Ekki er unnt að aðgreina greiðslur eftir áætlunum eða landsskrifstofum en í svari við 2. lið fyrirspurnarinnar má sjá hvað áætlanir og landsskrifstofur hafa fengið í styrki frá ESB.
    Þar sem upplýsingar um styrki til íslenskra aðila, sem spurt er um í 2. liðnum eru einungis tiltækar í evrum eru heildarfjárveitingar hvers árs einnig settar fram í evrum á miðgengi hvers árs. Þannig er hægt að bera saman þær greiðslur sem íslensk stjórnvöld hafa innt af hendi til ESB í þátttökugjöld við þá styrki sem íslenskir aðilar hafa fengið úthlutað.

Tafla 1. Yfirlit yfir útgjöld á fjárlagalið 02-985 frá 1995 til 2011.


Fjárlagaár Fjárlagaliður 02-985-101
millj. kr. Landsskrifstofa
Fjárlagaliður
02-985-190
millj. kr.     
Alþjóðleg samskipti
Fjárlagaliður     
02-985-191
millj. kr.
Rammaáætlanir ESB. Aðildargjöld
Breyting vegna
heimilda í fjáraukalögum
Samtals í millj. kr. 1 Samtals í millj. evra 2
1995 126 3 126 1,5
1996 55 211 266 3,2
1997 55 260 315 3,9
1998 56 216 -34 238 3,0
1999 56 250 0 306 4,0
2000 59 253 10 322 4,4
2001 77 287 15 379 4,3
2002 95 429 -87 437 5,1
2003 87 400 0 487 5,6
2004 88 411 -3 496 5,7
2005 89 414 0 502 6,4
2006 36 4 410 49 494 5,6
2007 36 568 0 603 6,9
2008 41 758 0 800 6,3
2009 25 5 46 1.470 0 1.540 8,9
2010 25 48 1.129 -250 952 5,9
2011 19 49 967 1.035 6,4
Samtals 69 1.039 8.558 -300 9.298 87,1

    Í töflu 1 má sjá framlög vegna skrifstofuhalds landsskrifstofu (02-985-101)í fremsta dálki, í öðrum dálki er framlag vegna ferða og vegna kostnaðar við vísindafulltrúa mennta- og menningarmálaráðuneytis í Brussel. Í þriðja dálki(02-985-191) er um að ræða aðildargjöld sem stjórnvöld greiða í allar samstarfsáætlanir ESB á grundvelli EES-samningsins.

     2.      Hversu háar fjárhæðir hafa íslenskir aðilar, einstaklingar eða fyrirtæki, fengið úr framangreindum rammaáætlunum frá upphafi, sundurliðað eftir verkefnum og árum?
    Ráðuneytið óskaði eftir upplýsingum frá Rannís, sem hefur umsjón með þátttöku Íslands í rannsóknaráætlun ESB, og Rannsóknaþjónustu Háskóla Íslands, sem hefur tekið þátt í rekstri landsskrifstofu fyrir ESB og komið með virkum hætti að rannsóknaráætluninni.
    Í greinargerðinni eru teknar saman upplýsingar um stærstu áætlanirnar sem Íslendingar hafa tekið þátt í á grundvelli EES-samningsins og heyra undir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Er svarið sett fram í þremur liðum: 2a gerir grein fyrir styrkjum úr rannsóknaráætlun ESB (töflur 2–3), 2b úr menntaáætlun ESB (tafla 4) og 2c úr öðrum áætlunum (tafla 5). Rétt er að undirstrika að ekki eru tiltækar upplýsingar um allar styrkveitingar til íslenskra aðila, því þær liggja hjá ólíkum úthlutunaraðilum og íslenskum stjórnvöldum berst ekki vitneskja um úthlutanir á kerfisbundinn hátt. Þar sem um er að ræða landsskrifstofur eða sérstakar þjónustuskrifstofur við áætlanir hafa þær safnað saman upplýsingum í gegnum árin og hefur talsvert af þeim upplýsingum sem hér er að finna birst í skýrslum og á vefsíðum þessara aðila. Heildarumfang allra styrkja sem vitað er um er sett fram í mynd 2 og samanburður á styrkjum og greiðslum í mynd 3.
    Ekki eru tiltækar nema takmarkaðar upplýsingar um skiptingu á verkefni, enda hefur það hugtak mjög misjafna merkingu eftir því hvaða áætlun á í hlut: minnstu „verkefni“ eru einstaklingsstyrkir sem geta numið undir 100 þús. kr. og stærsti einstaki verkefnisstyrkurinn, sem íslenskur aðili hefur fengið er um 400 millj. kr. Því er ekki gerlegt að setja fram upplýsingar um einstaka styrkþega, einkum er varðar rannsóknaráætlanir, heldur eru nefnd dæmi til skýringa. Þó fylgir aftast í svarinu nokkuð ítarlegt yfirlit yfir styrkþega úr menntaáætlun ESB frá 2007–2010, en þær upplýsingar hefur landsskrifstofa áætlunarinnar gefið út. Það yfirlit gefur góða mynd af fjölbreyttum hópi styrkþega.
    Helstu niðurstöður dregnar saman:
    Frá upphafi EES-samningsins hafa íslenskir aðilar fengið úthlutað meira en 157 millj. evra í styrki og hafa árlegar styrkveitingar tvöfaldast á þessu tímabili, úr tæplega 6 millj. evra árið 1995 í rúmlega 12 millj. evra árið 2011. Heildargreiðslur úr ríkissjóði á tímabilinu hafa verið ríflega 87 millj. evra.

Styrkveitingar til íslenskra aðila og greiðslur úr ríkissjóði í þátttökugjöld


vegna samstarfsáætlana ESB 1995–20112.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


(Í millj. evra.)

2a. Rammaáætlun ESB um menntun, rannsóknir og tækniþróun.
    Styrkveitingar til íslenskra aðila nema samtals meira en 88 millj. evra frá 1994 og fram á árið 2011, samkvæmt þeim upplýsingum sem liggja fyrir í gagnagrunnum Evrópusambandsins og gögnum sem Rannís og vísindafulltrúar Íslands í Brussel hafa safnað saman gegnum árin. Þess ber að geta að tölfræðin um Ísland og um 7. rammaáætlun ESB um rannsóknir og tækniþróun (hér eftir vísað í sem rannsóknaráætlun og skammstafað RÁ) miðast við upplýsingar sem lágu fyrir í nóvember og tekur aðeins til verkefna sem búið er að gera samninga fyrir: Í heild hefur íslenskum aðilum verið úthlutað nokkuð hærri upphæð og eru nokkur verkefni í samningaferli. 6

Tafla 2. Yfirlit yfir styrki til íslenskra aðila úr rannsóknaráætlun ESB 1995–2011.
(Í millj. evra.)

Áætlun 4. RÁ 5. RÁ 6. RÁ 7. RÁ Samtals
Tímabil 1995–1998 1999–2002 2003–2006 2007–2013 1995–2013
Heildarstyrkir til íslenskra aðila 17,7 M. 19,3 M. 24,4 M. >27,1 M. > 88 M.

    Í hópi styrkþega eru allir helstu aðilar sem sinna rannsóknum á Íslandi: háskólar, þar sem þátttaka Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík vegur þyngst, opinberar rannsóknastofnanir eins og Matís (áður Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins), Veðurstofa Íslands, Hafrannsóknastofnunin, Íslenskar orkurannsóknir og Nýsköpunarmiðstöð Íslands (áður Iðntæknistofnun) og loks fyrirtæki þar sem stór rannsóknafyrirtæki eins og Íslensk erfðagreining og Össur hafa verið langstærstu styrkþegarnir. Þá má nefna Landspítala – Háskólasjúkrahús og Rannís, sem hlotið hefur stóra styrki í samstarfsverkefni fjármögnunaraðila, sem m.a. hefur gert kleift að auka við stuðning til doktorsnema á Íslandi. Í töflu 3 er sundurliðun á styrkjum eftir því hver viðtakandinn er.

Tafla 3. Sundurliðun á styrkjum eftir viðtakendum frá 1995–2011. 7

Tegund þátttakanda

Styrkveitingar til íslenskra þátttakenda, í millj. evra M. 8

4. RÁ 1995–1998 5. RÁ 1999–2002 6. RÁ 2003–2006 7. RÁ 2007–2013
Háskólar 3,7 M. (21%) 4,6 M. (24%) 4,1 M. (17%) 8,7 M. (32%)
Fyrirtæki 5,5 M. (31%) 5,6 M. (29%) 4,0 M. (16%) 11,9 M. (44%)
Rannsóknastofnanir 6,0 M. (34%) 5,4 M. (28%) 11,5 M. (47%) 4,1 M. (15%)
Aðrir 9 2,5 M. (14%) 3,7 M. (19%) 4,8 M. (20%) 2,4 M. (9%)
Heild 17,7 (100%) 19,3 (100%) 24,4 (100%) 27,1 (100%)

    Um þessar mundir er unnið að greiningu og úttekt á þátttöku Íslands í rannsóknaráætlun ESB. Mennta- og menningarmálaráðuneyti mun senda Alþingi niðurstöður þeirrar greiningar þegar henni verður lokið. Þar er farið ítarlega yfir sókn íslenskra stofnana í rannsóknaráætlun ESB og gerður samanburður við árangur annarra þjóða, þá sérstaklega annarra Norðurlandaþjóða. Gert er ráð fyrir að skýrslan verið tilbúin í febrúar/mars.

2b. Menntaáætlun ESB og forverar þeirrar áætlunar.
    Í núverandi menntaáætlun ESB eru fjórar undiráætlanir sem frá 1995–2006 voru reknar undir tveimur áætlunum. Í töflu 4 er settar fram upplýsingar um styrkveitingar til íslenskra aðila undir þessum undiráætlunum, en þær skýra um leið til hvers konar verkefna styrkirnir voru nýttir. Samtals nema styrkveitingar og framlög til reksturs og sérverkefna ríflega 42 millj. evra á tímabilinu 1995–2011, eða um 7 milljörðum kr. á núverandi gengi. Til viðbótar þessum styrkjum koma einnig styrkir til íslenskra aðila sem ekki renna í gegnum íslensku landsskrifstofuna og er þar um að ræða styrki til miðstýrðra stórra þróunarverkefna í öllum hlutum frá 2007 og til íslenskra þátttakenda í Leonardo-þróunarverkefnum sem stýrt er af öðrum þjóðum. Ekki liggja fyrir upplýsingar um þær upphæðir. Á móti kemur að hluti styrkja sem taldir eru til íslenskra aðila undir Leonardo-þróunarverkefnum rennur til erlendra samstarfsaðila.
    Gera þarf greinarmun á verkefnastyrkjum og þeim styrkjum sem Háskóli Íslands hefur fengið til að reka landsskrifstofur áætlunarinnar og stoðverkefni, en frá 2007 er áætlunin nær alfarið dreifstýrð þannig að 85% af fjárveitingu áætlunarinnar er ráðstafað í hverju landi fyrir sig.
    Verkefnastyrkir skiptast í fjórar megintegundir, sem taka til ólíkra markhópa og eru settir fram undir sérheitum undiráætlana: Í fyrsta lagi styrkir til grunn- og framhaldsskóla, sem eru í undiráætlun kennd við Comenius. Um er að ræða styrki til samstarfsverkefna, kennaraskipta og þjálfunar kennara. Í öðru lagi er starfsmenntahluti áætlunarinnar, sem kenndur er við Leonardo da Vinci. Þar er annars vegar um að ræða styrki til sk. mannaskipta, þ.e. nemenda í starfnámi og ungs fólks á vinnumarkaði til að afla sér þjálfunar í Evrópuríkjum, til leiðbeinenda til styttri heimsókna og til almennra samstarfsverkefna starfsmenntaaðila og hins vegar stærri styrki til þróunarverkefna sem unnin eru í samstarfi þriggja eða fleiri þátttökuríkja. Í þriðja lagi er um að ræða styrki á háskólastigi sem kenndir eru við Erasmus. Þar vega þyngst styrkir til íslenskra háskólastúdenta, sem taka hluta af námi sínu við evrópska háskóla – en einnig er talsverður fjöldi styrkja til háskólakennara og starfsmanna háskóla. Í fjórða lagi er um að ræða styrki til verkefna, sem falla undir fullorðinsfræðslu sem kenndir eru við Grundtvig. Sá hluti kom fyrst til sögunnar árið 2000 og þótt um sé að ræða lítinn hluta af heildinni hefur hann farið vaxandi.

Tafla 4. Yfirlit yfir styrkveitingar til íslenskra aðila úr menntaáætlun ESB 1995–2011.
Leonardo Landsskrifstofa & sérverkefni
Ár      Comenius 10 mannaskipti þróun 11 Erasmus Grundtvig Samtals
1995 197.064 . 215.747 . 550.000 . 220.000 . 227.500 . 1.410.311 .
1996 120.147 . 274.224 . 477.085 . 250.000 . 385.342 . 1.506.798 .
1997 125.565 . 319.189 . 524.274 . 326.550 . 333.147 . 1.628.725 .
1998 158.830 . 202.646 . 585.000 . 285.000 . 322.122 . 1.553.598 .
1999 222.396 . 363.104 . 370.466 . 316.742 . 290.283 . 1.562.991 .
2000 316.716 . 293.050 . 898.807 . 344.428 . 7.800 . 223.100 . 2.083.901 .
2001 444.021 . 217.863 . 615.156 . 328.402 . 24.537 . 460.134 . 2.090.113 .
2002 423.991 . 318.801 . 632.733 . 300.099 . 51.112 . 375.863 . 2.102.599 .
2003 447.219 . 355.488 . 952.195 . 338.174 . 51.112 . 404.382 . 2.548.570 .
2004 458.245 . 380.632 . 1.795.519 . 343.627 . 92.305 . 385.578 . 3.455.906 .
2005 483.227 . 424.000 . 1.055.674 . 398.050 . 60.295 . 411.025 . 2.832.271 .
2006 539.514 . 429.000 . 959.491 . 435.834 . 67.956 . 450.025 . 2.881.820 .
2007 566.877 . 342.303 . 751.844 . 727.589 . 68.554 . 487.819 . 2.944.986 .
2008 609.088 . 406.051 . 726.949 . 783.763 . 82.970 . 541.415 . 3.150.236 .
2009 653.000 . 369.851 . 723.574 . 809.000 . 183.470 . 600.854 . 3.339.749 .
2010 759.820 . 589.603 . 555.896 . 873.000 . 181.782 . 602.854 . 3.562.955 .
2011 792.000 . 560.000 . 610.000 . 935.000 . 219.130 . 606.000 . 3.722.130 .
Samtals 7.317.720 . 6.061.552 . 12.784.663 . 8.015.258 . 1.091.023 . 7.107.443 . 42.377.659 .

    Veittir hafa verið styrkir til reksturs landsskrifstofa fyrir þessar áætlanir sem og tengdra stoðverkefna. Háskóli Íslands hefur séð um rekstur skrifstofanna frá 1995. Alþjóðaskrifstofa Háskólastigsins rak landsskrifstofu fyrir Sókrates-áætlunina (sem fól í sér Erasmus, Comenius, Lingua (fram til 2000) og Grundtvig (eftir 2000) til ársins 2006 og Rannsóknaþjónusta Háskóla Íslands rak landsskrifstofu Lenonardo-starfsmenntaáætlunar ESB til 2006. Þessar skrifstofur hafa jafnframt rekið stoðverkefnin Europass, Euroguidance og e-Twinning. Frá og með 2007 er um að ræða eina landsskrifstofu fyrir menntaáætlunina. Tilurð fjárlagaliðarins 02-985-101 má rekja til þeirra breytinga og var ætlað að gera framlag stjórnvalda til reksturs skrifstofunnar skýrt í fjárlögum.
    Rétt er að taka fram að til viðbótar þessum styrkjum koma einnig styrkir til íslenskra aðila sem ekki renna í gegnum íslensku landsskrifstofuna. Þar er um að ræða styrki til miðstýrðra stórra þróunarverkefna í öllum hlutum frá 2007 og til íslenskra þátttakenda í Leonardo þróunarverkefnum sem stýrt er af öðrum þjóðum. Ekki liggja fyrir upplýsingar um þær upphæðir. Á móti kemur að hluti styrkja sem taldir eru til íslenskra aðila undir Leonardo- þróunarverkefnum renna til erlendra samstarfsaðila. Þá hefur landsskrifstofan ekki tiltækar tæmandi upplýsingar um hvað aðrir aðilar hafa fengið í ýmis stoðverkefni og er þær tölur því ekki í töflunni. Þar má nefna styrki sem aðrir aðilar, m.a. mennta- og menningarmálaráðuneyti, hafa fengið, t.a.m. til reksturs Eurydice-gagnagrunnsins og stuðnings við sk. European Qualification Framework National Coordination Points.
    Til að draga upp einfalda mynd af þróun úthlutaðra verkefnastyrkja fylgir hér skýringarmynd þar sem sjá má þróun á heildarupphæð styrkja og í hverjum undirflokki. Myndin sýnir vel að heildarumfang styrkja hefur nær þrefaldast á 17 árum.

Mynd 1. Þróun verkefnastyrkja í menntaáætlun ESB 1995–2011.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


2c. Styrkir úr öðrum áætlunum.
    Rannsóknar- og menntaáætlanir ESB eru ekki einu áætlanirnar sem Íslendingar hafa tekið þátt í eða hlotið styrki úr frá því að EES-samningurinn gekk í gildi 1994 þótt þær séu vissulega umfangsmestar. Undir mennta- og menningarmálaráðuneytið heyra einnig þrjár aðrar áætlanir: Menningaráætlun, sem í upphafi var skipt í þrennt en voru sameinaðar í eina undir heitinu „Culture 2000“ um aldamótin; kvikmynda- og ljósvakaáætlunin „Media“, sem styrkir framleiðslu og dreifingu á efni fyrir ljósvakamiðla; og loks æskulýðsáætlun, sem sett var á laggirnar árið 2000 og heitir núna „Youth in Europe“ eða Evrópa unga fólksins.
    Í töflu 5 eru upplýsingar um styrkveitingar til íslenskra aðila úr þessum áætlunum: Stærst er æskulýðsáætlunin og er rétt að benda á að hún er að mestu dreifstýrð eins og menntaáætlunin. Það þýðir að hvert land fær fyrirframákveðna upphæð til úthlutunar. Menningar- og miðlaáætlanirnar eru ólíkar hvað þetta varðar því þær eru miðstýrðar, sem þýðir að íslenskir umsækjendur eru þar í samkeppni við aðila hvaðanæva úr Evrópu. Það skýrir mjög mismunandi styrkupphæðir milli ára. Hvað menningaráætlunina varðar er í mörgum tilvikum um upplýsta ágiskun að ræða, því einu fyrirliggjandi upplýsingarnar eru heildarstyrkir til verkefna, sem nokkur ríki taka þátt í en ekki innbyrðis skipting milli ríkja. Upplýsingarnar eru því ekki tæmandi – en almennt er fylgt þeirri reglu að fara fremur varlega í áætlanir þannig að unnt sé að fullyrða að styrkirnir hafi í það minnsta numið þeirri upphæð sem tilgreind er.
    Auk þessa er í töflu 5 einnig yfirlit yfir styrki úr samkeppnis- og nýsköpunaráætlun ESB, sem hóf göngu sína 2007. Hún er þrískipt og ber forsætisráðuneytið ábyrgð á þátttöku í þeim hluta áætlunarinnar sem snýr að stuðningi við verkefni á sviði rafrænnar stjórnsýslu. Þar sem Rannsóknaþjónusta Háskóla Íslands hefur aðstoðað við umsýslu með þeim hluta eru tiltækar upplýsingar um styrki til íslenskra aðila og þeir því teknir með. Iðnaðarráðuneyti ber ábyrgð á framkvæmd þess hluta áætlunarinnar sem snýr að orkunýtingu og stuðningi við nýsköpun. Ekki eru tiltækar upplýsingar um styrki til íslenskra aðila, en þeir eru ekki miklir umfram það sem fengist hefur til reksturs „Enterprise Europe Network“, sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands rekur. Er það talið fram með öðrum styrkjum til reksturs þjónustuskrifstofa.

Tafla 5. Yfirlit yfir styrkveitingar til íslenskra aðila úr öðrum áætlun 1996–2011.
Ár      Menningaráætlun Kvikmynda- og ljósvakaáætlun Æskulýðsáætlun Samkeppnis- og nýsköpunaráætlun Rekstur, skrifstofa og sérverkefni 12 Samtals
1996 181.926 199.150 - - 230.000 611.076
1997 181.926 346.000 - - 230.000 757.926
1998 181.926 415.224 - - 230.000 827.150
1999 410.754 556.995 - - 230.000 1.197.749
2000 158.875 498.937 510.228 - 337.963 1.506.003
2001 212.059 356.086 510.276 - 359.555 1.437.976
2002 244.535 536.237 533.276 - 348.759 1.662.807
2003 440.617 451.930 522.516 - 355.000 1.770.063
2004 213.457 226.124 827.428 - 355.000 1.622.009
2005 159.171 311.000 827.428 - 355.000 1.652.599
2006 40.000 77.000 941.045 - 355.000 1.413.045
2007 179.839 27.726 740.930 623.000 376.338 1.947.833
2008 204.500 267.747 785.033 576.000 482.597 2.315.877
2009 91.434 217.391 989.409 801.530 487.921 2.587.685
2010 145.979 503.695 1.072.605 398.000 492.395 2.612.674
2011 155.438 370.505 1.071.246 393.000 488.210 2.478.399
Samtals 3.202.435 5.361.747 9.331.626 2.791.530 5.713.738 26.400.871

Heildarumfang styrkja til íslenskra aðila.
    Ef upplýsingar úr töflum 2, 4 og 5 eru dregnar saman, kemur í ljós að samtals hafa íslenskir aðilar fengið úthlutað meira en 157 millj. evra í styrki á 17 árum. Þetta er sett fram í mynd 2 þar sem skýrt sést að árlegar styrkveitingar í evrum hafa tvöfaldast á þessu tímabili, úr tæplega 6 millj. evra árið 1995 í rúmlega 12 millj. evra árið 2011. Rétt er að minna á það, sem þegar er komið fram, að hér er ekki um tæmandi upplýsingar að ræða, heldur yfirlit yfir þá styrki sem upplýsingar eru tiltækar um. Styrkveitingar í heild eru því hærri. Á móti kemur að einungis eru tiltækar upplýsingar um styrkveitingar, en ekki endanlegar greiðslur á styrkjum til styrkþega. Eðli málsins samkvæmt geta greiðslur aldrei verið hærri en úthlutaðir styrkir en í sumum tilvikum fullnýta aðilar ekki styrki eða ná ekki að ljúka þeim verkefnum sem styrkt voru. Því eru endanlegar greiðslur lægri. Hversu mikið er erfitt að áætla, en sé litið til menntaáætlunarinnar, þar sem til eru nokkuð ítarlegar upplýsingar, er „nýtingin“ á styrkjunum vel yfir 90%. Eigi það við um allar aðrar áætlanir er líklegt að það sem vantar inn í ofangreint yfirlit yfir styrki geri meira en að vega upp þá styrki sem íslenskir þátttakendur hafa ekki náð að nýta.

Mynd 2. Þróun heildarstyrkja til íslenskra aðila
úr evrópskum samstarfsáætlun frá 1995–2011.

(Í millj. evra.)


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Þrátt fyrir að fyrirspyrjandi hafi ekki með beinum hætti óskað eftir samanburði á útgjöldum ríkisins og styrkjum til íslenskra aðila á móti kallar framsetning spurningarinnar á slíkan samanburð. Yfirlit yfir greiðslur vegna þátttökugjalda og styrkveitingar er sett fram í mynd 3.

Mynd 3. Samanburður styrkveitinga til íslenskra aðila og greiðslur úr ríkissjóði
í þátttökugjöld vegna samstarfsáætlana ESB 1995–2011.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


(Í millj. evra.)

    Rétt er að minna á tvö atriði um hvernig greiðslur Íslands vegna þátttökunnar eru ákvarðaðar, hvenær þær eiga sér stað og hvenær styrkir eru greiddir til þátttakenda.
    Í fyrsta lagi tekur Ísland þátt í samstarfsáætlunum ESB á grundvelli EES-samningsins og þátttaka í einstökum áætlunum er formlega grundvölluð á viðauka við samninginn, sem gerður er fyrir hverja áætlun. Þar er tiltekið að EFTA greiðir fyrir þátttöku sína á grundvelli þjóðarframleiðslu EFTA-ríkjanna sem hlutfall af heildarþjóðarframleiðslu ESB-ríkjanna. Það hlutfall er endurskoðað árlega á grundvelli þjóðhagsreikninga, en að jafnaði liggja upplýsingar ekki fyrir fyrr en að tveimur árum liðnum. Af því leiðir að há þjóðarframleiðsla á Íslandi 2007 hefur áhrif á greiðslur árið 2009. Hlutfall EFTA-ríkjanna fyrir árið 2011 er 2,38% sem bætist við heildarfjárveitingu ESB til þeirra áætlana, sem við tökum þátt í.
    Innbyrðis skipting milli EFTA-ríkjanna er ákvörðuð með sama hætti. Ef þróun þjóðarframleiðslu er mjög mismunandi innan EFTA-ríkjanna, eins og verið hefur sl. þrjú ár, hefur það umtalsverð áhrif á það hlutfall sem Ísland greiðir. Hlutfall Íslands af heildarframlagi EFTA vegna þátttökugjalda er 2,94% fyrir árið 2011 – en þegar það var hæst árið 2008 var það nærri 5%.
    Í öðru lagi eru árlegar greiðslur ekki fyllilega sambærilegar við styrkveitingar vegna þess að styrkir greiðast út á mislöngum tíma. Yfirleitt er um að ræða a.m.k. tvær greiðslur til hvers verkefnis, fyrirframgreiðslu í upphafi þess og síðan lokagreiðslu. Þegar um er að ræða verkefni til þriggja til fimm ára eru greiðslurnar fleiri. Það geta liðið allt að sjö árum frá því ákvörðun var tekin um styrkveitingu þar síðasta greiðsla er innt af hendi. Til skýringa má nefna að ef Ísland ákvæði að hætta þátttöku í öllum samstarfsáætlunum þegar núverandi áætlanatímabili lýkur árið 2013, væri það samt skuldbundið til að greiða sinn hluta þar til öllum greiðslum væri lokið. Ógreidd heildarskuldbinding við hver áramót gæti því numið 50–100% af ársgreiðslum, eða 6–12 millj. evra.
    Þrátt fyrir þessa fyrirvara er óhætt að fullyrða að styrkir til íslenskra aðila úr samstarfsáætlunum ESB hafa verið talsvert hærri en þær greiðslur sem Ísland hefur innt af hendi eða mun þurfa að greiða. Heildargreiðslur á tímabilinu hafa verið ríflega 87 millj. evra og þar af hafa um 76 millj. evra farið í greiðslu þátttökugjalds. Sé ógreiddum skuldbindingum bætt við gæti heildarupphæðin því verið 82–88 millj. evra. Styrkveitingar til íslenskra aðila nema hins vegar um 157 millj. evra.
    Eins og gefur að skilja eru verkefni, sem styrkt eru, samstarfsverkefni. Það er því ekki nægjanlegt að mæla árangur einungis í formi fjárhæða. Mjög margir háskólar, stofnanir, skólar og einstaklingar hafa vegna áætlana ESB tekið þátt í samstarfi, sem að öðrum kosti hefði ekki verið möguleiki á. Með tímanum hefur byggst upp samstarf og samstarfsnet á mismunandi sviðum (upplýsingatækni, heilbrigðissviði, uppeldismálum o.s.frv.) sem enn er verið að byggja á. Eftirfarandi dæmi um styrkþega í menntaáætlun ESB sýnir það fjölbreytilega samstarf sem íslenskar stofnanir, fyrirtæki og skólar taka þátt í. Þá eru dæmi um úthlutun og árangur Íslands í 7. RÁ ESB.

Dæmi um styrkþega.
    Til að veita gleggri mynd af því til hverra styrkirnir renna, fylgir í töflu 6 yfirlit yfir alla lögaðila sem fengið hafa styrki frá 2007 til 2010 frá landsskrifstofu menntaáætlunar ESB á Íslandi, þ.e. úr þeim hluta áætlunarinnar sem er dreifstýrður. Ekki eru tiltækar sambærilegar upplýsingar frá 1995, en þar sem stærsti hluti styrkþega er skólar gefur þetta glögga mynd. Frá 1995 hafa nánast allir framhalds- og háskólar fengið styrk frá áætluninni (sumir nær árlega), mjög stór hluti grunnskóla og vaxandi fjöldi leikskóla. Þá hafa aðilar í fullorðinsfræðslu, símenntun og skyldri starfsemi hlotið fjölda styrkja.
    Rétt er að taka fram að um er að ræða úthlutanir, en í sumum tilvikum fullnýta aðilar ekki styrkinn og í einhverjum tilvikum þarf að skila þeim fjármunum aftur til ESB. Þá fá íslenskir lögaðilar einnig einhverja styrki eftir öðrum leiðum úr áætluninni, annaðhvort sem þátttakendur í þróunarverkefnum í Leonardo-starfsmenntahlutanum, sem stýrt er af öðrum löndum, eða úr þeim litla hluta áætlunarinnar sem er miðstýrt.
    Landsskrifstofan hefur ekki talið rétt að birta upplýsingar um einstaklinga sem hljóta styrki beint í þeim tilfellum þar sem um er að ræða beina úthlutun til einstaklinga – né heldur nöfn styrkþega þegar úthlutað er til lögðaðila.

Tafla 6. Yfirlit yfir styrki sem úthlutað var til lögaðila
af landsskrifstofu menntaáætlunar ESB á Íslandi 2007–2010.

Stofnun/Lögaðili Undiráætlun Styrkur í evrum
Alþjóðahús Grundtvig 2008 18.000
Leonardo 2008 5.200
Samtals: 23.200
Austurbæjarskóli Comenius 2009 15.000
Álftamýrarskóli Comenius 2009 15.000
Comenius 2010 18.000
Samtals: 33.000
Árskóli Comenius 2008 15.000
Áslandsskóli Comenius 2008 15.000
ÁTVR Leonardo 2007 15.450
Blindrafélagið Grundtvig 2007 17.200
Borgarholtsskóli Comenius 2007 19.300
Leonardo 2007 10.400
Leonardo 2008 26.100
Leonardo 2009 31.200
Samtals: 87.000
Bókasafn Hafnarfjarðar Leonardo 2007 3.200
Brekkuskóli Comenius 2008 15.000
Comenius 2010 22.000
Samtals: 37.000
Byggðasafn Hafnarfjarðar Grundtvig 2010 8.000
Dalvíkurskóli Comenius 2007 3.700
Comenius 2008 7.500
Samtals: 11.200
Digranesskóli Comenius 2007 11.200
Endurmenntun Háskóla Íslands og Arkitektafélag Íslands Leonardo 2010 66.267
Engjaskóli Comenius 2008 15.000
Félag ferðaþjónustubænda Leonardo 2007 9.600
Félag náms- og starfsráðgjafa Leonardo 2007 9.116
Félag sagnaþula Grundtvig 2009 14.000
Félag skrúðgarðyrkjumeistara Leonardo 2009 9.000
Félag um menntasmiðjur Grundtvig 2010 20.410
FIKNF Félag íslenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt Leonardo 2008 18.200
Fjölbrautaskólinn Ármúla Comenius 2007 26.700
Comenius 2008 15.000
Comenius 2009 12.000
Leonardo 2007 20.500
Leonardo 2009 10.000
Comenius 2010 22.000
Samtals: 106.200
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Comenius 2007 3.700
Comenius 2008 20.000
Comenius 2010 22.000
Leonardo 2008 5.500
Leonardo 2010 38.968
Samtals: 90.168
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ Comenius 2007 11.200
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra Leonardo 2008 3.300
Comenius 2010 22.000
Samtals 25.300
Fjölbrautaskóli Snæfellinga Comenius 2010 22.000
Fjölbrautaskóli Suðurlands Comenius 2007 19.300
Fjölbrautaskóli Suðurnesja Leonardo 2007 1.600
Leonardo 2010 21.600
Samtals: 23.200
Fjölbrautaskóli Vesturlands Comenius 2008 20.000
Flataskóli Comenius 2010 18.000
Flataskóli (Leikskólinn Bakki) Comenius 2009 15.000
Flensborgarskólinn Comenius 2007 8.100
Framhaldsskóli Austur-Skaftafellssýslu Comenius 2009 20.000
Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum Comenius 2007 11.200
Framvegis – miðstöð um símenntun Leonardo 2008 18.200
Leonardo 2010 18.000
Samtals: 36.200
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins Leonardo 2009 237.444
Fræðslusetrið Starfsmennt Leonardo 2007 24.658
Fræðsluskrifstofa rafiðnaðarins Leonardo 2008 8.250
Leonardo 2010 17.008
Samtals: 25.258
Garðaskóli Comenius 2008 20.000
Comenius 2010 22.000
Samtals: 42.000
Grandaskóli Comenius 2007 8.100
Grasagarður Reykjavíkur Leonardo 2009 6.600
Grund, dvalar- og hjúkrunarheimili Leonardo 2007 4.400
Grundaskóli Comenius 2007 11.800
Grunnskóli Bolungarvíkur Comenius 2010 22.000
Grunnskóli Grindavíkur Comenius 2007 11.200
Comenius 2010 18.000
Samtals: 29.200
Grunnskóli Seltjarnarness Comenius 2009 15.000
Grunnskóli Snæfellsbæjar Comenius 2007 8.100
Comenius 2009 15.000
Samtals: 23.100
Grunnskólinn í Stykkishólmi Comenius 2007 11.200
Grunnskóli Tálknafjarðar Comenius 2010 22.000
Grunnskólinn í Vestmannaeyjum Comenius 2008 15.000
Comenius 2008 35.000
Samtals: 50.000
Hallormsstaðaskóli Comenius 2010 18.000
Háskóladansinn Leonardo 2009 2.600
Leonardo 2010 2.600
Samtals: 5.200
Háskólasetur Vestfjarða Erasmus 2008 19.000
Erasmus 2009 36.000
Erasmus 2010 21.000
Samtals: 76.000
Háskóli Íslands Erasmus 2007 331.394
Erasmus 2008 426.226
Erasmus 2009 415.721
Erasmus 2010 499.600
Háskóli Íslands, menntavísindasvið Leonardo 2008 178.715
Leonardo 2010 18.000
Háskóli Íslands, smáríkjasetur Erasmus 2007 35.063
Erasmus 2008 43.967
Háskóli Íslands, Alþjóðamálastofnun Erasmus 2009 42.000
Háskóli Íslands, Evrópumiðstöð náms- og starfsráðgjafar Leonardo 2007 11.000
Leonardo 2009 10.400
Háskóli Íslands, verkfræði- og náttúruvísindasvið Leonardo 2009 18.000
Háskóli Íslands, Jafnréttisskóli Grundtvig 2010 18.000
Samtals: 2.048.086
Háskólinn á Akureyri Erasmus 2007 8.562
Erasmus 2008 27.299
Erasmus 2009 32.066
Erasmus 2010 49.800
Samtals: 117.727
Háskólinn á Bifröst Erasmus 2007 63.621
Erasmus 2008 36.624
Erasmus 2009 32.638
Erasmus 2010 19.133
Samtals: 152.016
Háskólinn á Hólum Leonardo 2008 20.400
Háskólinn í Reykjavík Erasmus 2007 111.883
Erasmus 2008 146.901
Erasmus 2009 169.023
Erasmus 2010 156.703
Leonardo 2009 41.133
Leonardo 2010 18.000
Samtals: 643.643
Heiðarskóli Comenius 2007 8.100
Comenius 2010 18.000
Samtals: 26.100
Heilsugæslan Fjörður Leonardo 2009 2.600
Hjallaskóli Comenius 2009 20.000
Hlíðaskóli Comenius 2007 8.100
Comenius 2010 12.000
Samtals: 20.100
Horticum Menntafélag ehf. Leonardo 2009 9.000
Hrafnagilsskóli Comenius 2009 20.000
Hraunvallaskóli Comenius 2009 15.000
Hvaleyrarskóli Comenius 2008 15.000
Hvassaleitisskóli Comenius 2007 11.200
IÐAN Fræðslusetur Leonardo 2008 234.829
Iðnskólinn í Hafnarfirði Comenius 2009 20.000
Iðnskólinn í Reykjavík/Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins Comenius 2007 11.200
Leonardo 2007 38.986
Leonardo 2008 232.022
Leonardo 2009 84.179
Samtals: 366.387
Intercultural Iceland Grundtvig 2007 10.400
Grundtvig 2009 37.400
Samtals: 47.800
Jafnréttishús Grundtvig 2009 18.000
Grundtvig 2010 18.000
Samtals: 36.000
Kársnesskóli Comenius 2007 11.200
Keilir – Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs Leonardo 2010 18.000
Kennaraháskóli Íslands Erasmus 2007 79.492
Grundtvig 2007 5.200
Samtals: 84.692
Klébergsskóli Comenius 2007 11.200
Korpuskóli Comenius 2008 15.000
Kvenréttindafélag Íslands Grundtvig 2010 18.000
Kvikmyndaskóli Íslands Leonardo 2007 189.932
Leonardo 2008 6.950
Leonardo 2010 25.530
Samtals: 222.412
Landakotsskóli Comenius 2008 12.000
Landbúnaðarháskóli Íslands Erasmus 2007 13.461
Erasmus 2008 10.007
Erasmus 2009 4.825
Leonardo 2009 224.185
Erasmus 2010 11.358
Leonardo 2010 44.200
Samtals: 308.036
Landspítali – Háskólasjúkrahús Leonardo 2008 1.250
Leonardo 2009 7.821
Leonardo 2010 3.200
Samtals: 12.271
Lágafellsskóli Comenius 2008 15.000
Comenius 2009 15.000
Comenius 2010 18.000
Samtals: 48.000
Laugalækjarskóli Comenius 2009 20.000
Leikskólinn Arnarsmári Comenius 2010 18.000
Leikskólinn Álfatún Comenius 2007 11.200
Leikskólinn Bakki (Flataskóli) Comenius 2009 15.000
Leikskólinn Drafnarborg Comenius 2007 3.700
Leikskólinn Dvergasteinn Comenius 2008 15.000
Leikskólinn Flúðir Comenius 2008 15.000
Leikskólinn Furugrund Comenius 2008 15.000
Leikskólinn Gimli Comenius 2008 15.000
Leikskólinn Hamraborg Comenius 2007 11.200
Leikskólinn Hvammur Comenius 2009 15.000
Leikskólinn Iðavöllur Comenius 2007 11.200
Leikskólinn Jöklaborg Comenius 2007 11.200
Leikskólinn Krílakot Comenius 2009 20.000
Leikskólinn Lækjaborg Comenius 2007 8.100
Leikskólinn Mýri Comenius 2007 8.100
Leikskólinn Njálsborg Comenius 2007 3.700
Comenius 2009 15.000
Samtals: 18.700
Leikskólinn Nóaborg Comenius 2008 15.000
Leikskólinn Sólhlíð Comenius 2007 11.200
Leikskólinn Suðurborg Comenius 2007 11.200
Leikskólinn Vesturborg Comenius 2007 11.200
Lifandi landbúnaður Leonardo 2007 16.500
Leonardo 2008 12.100
Samtals: 28.600
Listaháskóli Íslands Erasmus 2007 61.647
Erasmus 2008 69.148
Erasmus 2009 83.256
Erasmus 2010 75.307
Leonardo 2009 22.869
Leonardo 2010 41.613
Samtals: 353.840
Lithuanian Icelandic community Grundtvig 2009 18.000
Lýsuhólsskóli/Grunnskóli Snæfellsbæjar Comenius 2009 15.000
Margvís Grundtvig 2009 18.000
Menntaskóli Borgarfjarðar Comenius 2010 22.000
Menntaskólinn að Laugarvatni Comenius 2007 11.200
Menntaskólinn á Akureyri Comenius 2008 20.000
Menntaskólinn á Egilsstöðum Comenius 2007 11.200
Comenius 2010 22.000
Samtals: 33.200
Menntaskólinn í Kópavogi Comenius 2008 30.000
Leonardo 2008 3.675
Leonardo 2010 26.632
Samtals: 60.307
Menntaskólinn við Sund Comenius 2010 18.000
Menntasmiðjan á Akureyri Grundtvig 2007 10.400
Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum Leonardo 2010 25.560
Mímir símenntun Erasmus 2007 17.087
Leonardo 2008 7.700
Leonardo 2010 8.340
Samtals: 33.127
Myndlistarskólinn í Reykjavík Leonardo 2007 16.600
Leonardo 2008 35.100
Leonardo 2009 297.345
Leonardo 2010 33.908
Samtals: 382.953
Naust Marine Leonardo 2009 5.200
Námsferðir Leonardo 2009 30.888
Leonardo 2010 33.049
Samtals: 63.937
Náttúrustofa Vestfjarða Grundtvig 2010 18.000
Nínukot ehf. Leonardo 2008 24.800
Leonardo 2009 22.110
Leonardo 2010 38.179
Samtals: 85.089
Njarðvíkurskóli Comenius 2008 15.000
Persona Optima Grundtvig 2008 18.000
Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar Leonardo 2007 193.518
Rauði krossinn Leonardo 2010 3.200
Rimaskóli Comenius 2007 11.800
Comenius 2008 15.000
Comenius 2009 15.000
Samtals: 41.800
Salaskóli Comenius 2007 11.200
Samtök um sögutengda ferðaþjónustu Leonardo 2008 16.500
Leonardo 2009 19.500
Samtals: 36.000
SEEDS Iceland (SEE beyond borderS) Grundtvig 2010 17.692
Sérfræðingarnir ehf. Leonardo 2010 77.050
Síðuskóli Comenius 2008 20.000
Comenius 2010 22.000
Samtals: 42.000
Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi Grundtvig 2007 8.600
Sjálandsskóli Comenius 2010 18.000
Sjálfsbjörg Grundtvig 2008 14.000
Grundtvig 2009 14.000
Grundtvig 2009 28.000
Samtals: 56.000
Skálanes Nature and Heritage Centre Grundtvig 2010 18.000
Slysavarnaskóli sjómanna Leonardo 2009 10.500
Stakkaborg Comenius 2009 15.000
Starfsafl Leonardo 2008 16.800
Starfsendurhæfing Norðurlands Leonardo 2007 173.178
Leonardo 2008 9.400
Samtals: 182.578
Starfsgreinaráð hönnunar- og handverksgreina Leonardo 2007 22.050
Starfsgreinasamband Íslands Leonardo 2008 6.600
Stóru-Vogaskóli Comenius 2007 11.200
Comenius 2009 35.000
Samtals: 46.200
Stúdentaferðir Leonardo 2007 87.637
Leonardo 2008 34.151
Samtals: 121.788
Styrktarfélag Klúbbsins Geysir Leonardo 2010 4.568
Suðurlandsskógar Leonardo 2008 12.100
Leonardo 2010 16.000
Samtals: 28.100
Svalbarðaskóli Comenius 2010 18.000
Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Austurlandi Leonardo 2007 8.000
Sæmundarskóli Comenius 2008 15.000
Comenius 2010 22.000
Samtals: 37.000
Tannsmíðaskóli Íslands Leonardo 2007 5.000
Tækniskólinn Leonardo 2010 57.400
Umhverfisstofnun Grundtvig 2008 18.000
Grundtvig 2009 15.880
Samtals: 33.880
Valhúsaskóli/Grunnskóli Seltjarnarness Comenius 2009 30.000
Varmahlíðarskóli Comenius 2007 11.200
Comenius 2009 15.000
Comenius 2010 18.000
Samtals: 44.200
Varmalandsskóli Comenius 2009 12.000
Varmárskóli Comenius 2007 8.100
Comenius 2010 40.000
Samtals: 48.100
Vatnsendaskóli Comenius 2009 15.000
Comenius 2010 18.000
Samtals: 33.000
Veraldarvinir Grundtvig 2010 18.000
Verkmenntaskólinn á Akureyri Comenius 2007 19.300
Leonardo 2007 11.000
Leonardo 2008 9.725
Leonardo 2010 24.392
Samtals: 64.417
Verzlunarskóli Íslands Comenius 2007 11.200
Comenius 2008 20.000
Comenius 2009 20.000
Comenius 2010 22.000
Leonardo 2007 196.316
Leonardo 2008 7.700
Samtals: 277.216
Vesturbæjarskóli Comenius 2008 20.000
Viska Fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja Leonardo 2010 18.000
Þekkingarnet Austurlands Leonardo 2007 5.600
Leonardo 2008 151.633
Samtals: 157.233
Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíðar Leonardo 2010 10.560
Þróunarfélag Austurlands Leonardo 2010 79.041

Tafla 7. Árangur Íslands og meðalárangur í 7. RÁ eftir undiráætlunum.

Undiráætlun Íslenskar umsóknir Íslensk styrkt verkefni Árangur Íslands
1. Heilbrigðisvísindi 56 13 23%
2. Matvæli, landbúnaður, sjávarútvegur og líftækni 60 6 10%
3. Upplýsinga- og samskiptatækni 66 5 8%
4. Örvísindi, örtækni, efnistækni og ný framleiðslutækni 12 2 17%
5. Orka 12 3 25%
6. Umhverfi 42 14 33%
7. Samgöngur 19 3 16%
8. Félags-, hag- og hugvísindi 32 4 13%
9. Geimtækni 4 2 50%
10. Öryggismál 5 1 20%
11. General Activities (Annex IV) 1 1 100%
12. European Research Council 23 1 4%
13. Mannauður (Marie Curie) 105 21 20%
14. Innviði rannsókna 14 8 57%
15. Rannsóknir í þágu lítilla og meðalstórra fyrirtækja 63 10 16%
16. Þekkingarsvæði 3 0 0%
17. Færni vaxandi svæða til rannsókna og þróunar 0 0 N/A
18. Vísindi í samfélaginu 18 3 17%
19. Samhæfing rannsókna 3 2 67%
20. Alþjóðlegt samstarf 0 0 N/A
21. Fusion Energy 0 0 N/A
22. Nuclear Fission and Radiation Protection 0 0 N/A
Heild/meðaltal (%) 538 99 28%

    Heimild:E-CORDA.
Neðanmálsgrein: 1
1    Á verðlagi hvers árs.
Neðanmálsgrein: 2
2    Á miðgengi hvers árs, eins og það er gefið út af Seðlabanka Íslands. Fyrir 1999 er um að ræða ársmeðaltal miðgengis ECU, sem einnig var reiknað af Seðlabanka Íslands, en allir styrkir og greiðslur miðuðust við ECU fram til 1999.
Neðanmálsgrein: 3
3    Í fjárlögum 1995 var ekki greint á milli þátttökugjalds sem greitt er til ESB í gegnum EFTA-skrifstofuna og ýmiss kostnaðar sem fellur til vegna þátttöku i EES-samstarfi. Árið 1996 var þessi kostnaður aðgreindur þannig að þátttökugjaldið er fært á lið 02-985-191, en annar kostnaður á lið 190.
Neðanmálsgrein: 4
4    Í frumvarpi til fjárlaga 2006 voru gerðar breytingar á fjárlagaliðnum 02-985-1.90 Alþjóðleg samskipti. Tæpar 40 millj. kr. voru þá millifærðar af þessu viðfangi yfir á fagskrifstofur vegna skuldbindandi samninga auk þess sem 10,5 millj. kr. voru millifærðar á aðalskrifstofu ráðuneytisins vegna launa vísindafulltrúa ráðuneytisins í Brussel. Tímabundið 17 millj. kr. framlag sem veitt var í fjárlögum 2001 féll niður en veitt var 10 millj. kr. varanlegt framlag vegna aukins kostnaðar við alþjóðleg samskipti. Eftir breytingarnar stóð 35,5 millj. kr. fjárveiting sem ætluð var til að mæta ferðakostnaði í tengslum við rammaáætlunina og rekstrarkostnaði vegna vísindafulltrúa ráðuneytisins í Brussel.
Neðanmálsgrein: 5
5    Sérstakt fjárlaganúmer vegna landsskrifstofu menntaáætlana ESB hefur einungis verið til frá árinu 2009. Fram að þeim tíma var verkefnið fjármagnað af þremur óskiptum liðum innan ráðuneytisins, 02-299-190 Háskólastarfsemi (18,5 millj. kr.), 02-451-1.11 Símenntun og fjarkennsla (1,8 millj. kr.) og 02-319-1.11 Sameiginleg þjónusta (1,5 millj. kr.). Í tengslum við fjárlagagerð 2009 voru 21,8 millj. kr. millifærðar af þessum liðum inn á nýtt fjárlagaviðfang. Við bættist verðlagsuppfærsla fjárlaga þannig að heildarfjárveiting á nýju viðfangi landsskrifstofunnar nam 24,6 millj. kr. í fjárlögum 2009.
Neðanmálsgrein: 6
6    Samkvæmt gagnagrunni ESB hafði verið úthlutað 34,2 M. til íslenskra aðila í 7. RÁ í lok nóvember 2011, en búið að gera samninga um 27,1 M.. Nokkur verkefni eru í samningaferli og því mun upphæðin fyrir tímabilið 2007–2011 verða hærri en 27,1 M. þegar upp er staðið en eitthvað lægri en 34,2 M. því stundum eru fjárhagsáætlanir verkefna endurskoðaðar til lækkunar eftir að úthlutun er lokið í samningaferlinu en aldrei til hækkunar. Gert er ráð fyrir að heildarstyrkveiting 2007–2011 verði a.m.k. 31 M. á mynd 2 í svarinu.
Neðanmálsgrein: 7
7    Benda má á að ein af ástæðum mikilla breytinga á milli flokka eftir áætlunum getur verið sú að þátttakendur hafa verið flokkaðir á mismunandi hátt, t.d. var Íslensk erfðagreining skilgreind sem rannsóknastofnun í 6. RÁ en sem fyrirtæki í 7. RÁ. Þá er Rannís flokkað undir „annað“ fram að 7. RÁ.
Neðanmálsgrein: 8
8    Upphæðir til þátttakenda í 4. RÁ og 5. RÁ eru byggðar á hlutfalli tegundar þátttakenda í heildarverkefnafjölda, ekki heildarstyrkveitingu þar sem þær upphæðir eru ekki tiltækar í gagnagrunnum ESB.
Neðanmálsgrein: 9
9    Undir „aðrir“ falla m.a. Rannsóknamiðstöð Íslands (Rannís) og í flestum tilvikum Landspítali – Háskólasjúkrahús, en báðir þessir aðilar hafa fengið umtalsverða styrki.
Neðanmálsgrein: 10
10    Lingua – séráætlun um tungumálakennslu sem var frá 1995–2000 með í þessum tölum.
Neðanmálsgrein: 11
11    Leonardo-þróunarverkefni voru miðstýrð allt til ársins 2007 þannig að íslenskir þátttakendur sóttu um til Brussel í samkeppni við þátttakendur hvaðanæva úr Evrópu. Gekk það almennt mjög vel, en framúrskarandi vel árin 2000 og svo 2003–2006, sem skýrir þær miklu sveiflur sem eru í heildarupphæð styrkja, sérstaklega 2004.
Neðanmálsgrein: 12
12    Hér er um að ræða styrki til reksturs þjónustuskrifstofa í tengslum við þær fjórar áætlanir sem fram koma í töflunni.