Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 757. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 1211  —  757. mál.




Beiðni um skýrslu



frá velferðarráðherra um stöðu einstaklinga og fjölskyldna
með tilliti til húsnæðisskulda og annarra skulda.


Frá Ólöfu Nordal, Bjarna Benediktssyni, Kristjáni Þór Júlíussyni,
Ragnheiði E. Árnadóttur, Pétri H. Blöndal, Illuga Gunnarssyni, Jóni Gunnarssyni, Ragnheiði Ríkharðsdóttur, Ásbirni Óttarssyni og Tryggva Þór Herbertssyni.

    
    Með vísan til 54. gr. stjórnarskrárinnar og 53. gr. laga um þingsköp Alþingis er þess óskað að velferðarráðherra flytji Alþingi skýrslu um stöðu einstaklinga og fjölskyldna með tilliti til húsnæðisskulda og annarra skulda.
    Í skýrslunni verði varpað ljósi á eftirfarandi:
     1.      Hversu margir búa í eigin húsnæði.
     2.      Hversu margir búa í leiguhúsnæði.
     3.      Hversu margir búa í félagslegu húsnæði, flokkað eftir tegundum félagslegra úrræða.
     4.      Hvað talið er að margir sem náð hafa 25 ára aldri búi enn í foreldrahúsum vegna þess að þeir hafa ekki fjárhagslegt bolmagn til þess að stofna eigið heimili.
     5.      Hversu margir skulda vegna íbúðarhúsnæðis, hversu margir sem búa í eigin húsnæði eru skuldlausir og hversu margir skulda vegna húsnæðis en eru búnir að missa það eða selja eignina.
     6.      Hversu margir eru í vanskilum með íbúðalán hjá Íbúðalánasjóði (einnig sem hlutfall af heildarfjölda skuldara hjá sjóðnum og heildarfjölda eigna):
              a.      alls,
              b.      hversu margir hafa verið í vanskilum skemur en 3 mánuði,
              c.      hversu margir hafa verið í vanskilum í 3–6 mánuði,
              d.      hversu margir hafa verið í vanskilum í 6–12 mánuði,
              e.      hversu margir hafa verið í vanskilum lengur en eitt ár.
     7.      Hversu margar eignir eru veðsettar (einnig sem hlutfall af heildarfjölda eigna og skuldara hjá Íbúðalánasjóði og virði lána í hverju þrepi):
              a.      yfir 120%,
              b.      110–119%,
              c.      100–109%,
              d.      90–99%,
              e.      80–89%,
              f.      70–79%.
     8.      Hversu margar eignir Íbúðalánasjóður hefur leyst til sín (einnig sem hlutfall heildarfjölda veðsettra eigna hjá sjóðnum):
              a.      það sem af er ári 2012,
              b.      árið 2011,
              c.      árið 2010,
              d.      árið 2009,
              e.      árið 2008,
              f.      árið 2007.
     9.      Í hversu mörgum eignum sem Íbúðalánasjóður hefur leyst til sín búa fyrri eigendur enn.
     10.      Aðrar skuldir einstaklinga og fjölskyldna en húsnæðisskuldir:
              a.      bílalán,
              b.      yfirdráttarskuldir,
              c.      greiðslukortaskuldir,
              d.      námslán,
              e.      aðrar skuldbindingar.
     11.      Þróun neysluskulda árin 2006–2011:
              a.      bílalána,
              b.      yfirdráttarskulda,
              c.      greiðslukortaskulda,
              d.      annarra neysluskulda.