Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 50. máls.
142. löggjafarþing 2013.
Þingskjal 120  —  50. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðar- og viðskiptaráðherra um álversframkvæmdir í Helguvík.

Frá Oddnýju G. Harðardóttur.


     1.      Til hvaða aðgerða hafa núverandi stjórnvöld gripið til að greiða fyrir því að álver í Helguvík taki sem fyrst til starfa, sbr. viðtöl í kvöldfréttum RÚV 27. ágúst sl. við ráðherra og forstjóra Century Aluminum?
     2.      Hvað hindrar nú álversframkvæmdir í Helguvík?
     3.      Hvaða hindrunum hafa núverandi stjórnvöld rutt úr vegi með formlegum hætti?


Skriflegt svar óskast.