Ferill 243. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 263  —  243. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðar- og viðskiptaráðherra um rannsökuð mál hjá Samkeppniseftirlitinu.

Frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni.


     1.      Hversu mörg mál hefur Samkeppniseftirlitið tekið formlega til rannsóknar frá því að stofnunin tók til starfa 1. júlí 2005 og hversu margir aðilar hafa verið til rannsóknar?
     2.      Hversu mörgum málum hefur Samkeppniseftirlitið lokið með:
                  a.      kæru til lögreglu,
                  b.      niðurfellingu,
                  c.      stjórnvaldssekt,
                  d.      sátt?
     3.      Hversu háar fjárhæðir hafa runnið í ríkissjóð vegna mála sem lokið hefur verið með sátt?
     4.      Hversu háar sektarfjárhæðir hafa verið ákvarðaðar í þeim málum sem Samkeppniseftirlitið hefur lokið með beitingu stjórnvaldssekta og hversu mörg þeirra mála hafa verið kærð til áfrýjunarnefndar samkeppnismála?
     5.      Hversu mörgum þeirra mála sem kærð hafa verið til áfrýjunarnefndar samkeppnismála hefur nefndin lokið með því að:
                  a.      staðfesta ákvörðun Samkeppniseftirlitsins,
                  b.      breyta sektarfjárhæð,
                  c.      fella ákvörðun Samkeppniseftirlitsins úr gildi?
     6.      Hversu háar sektarfjárhæðir hefur áfrýjunarnefnd samkeppnismála ákveðið þegar hún hefur úrskurðað um þær og hvaða fjárhæðir hafði Samkeppniseftirlitið ákveðið upphaflega?
     7.      Hve oft hafa mál verið höfðuð fyrir dómstólum um ógildingu úrskurða áfrýjunarnefndar samkeppnismála, hve mörg þeirra höfðaði Samkeppniseftirlitið og hver var niðurstaða dómstóla í þessum málum?
    Svör óskast sundurliðuð eftir árum. Svör við 6. og 7. tölul. óskast jafnframt sundurliðuð eftir einstökum málum.


Skriflegt svar óskast.