Ferill 816. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1593  —  816. mál.




Svar


félags- og barnamálaráðherra við fyrirspurn frá Ólafi Ísleifssyni um úrræði umboðsmanns skuldara.


     1.      Hversu margir hafa sótt um greiðsluaðlögun einstaklinga hvert ár frá gildistöku laga nr. 101/2010 og hverjar hafa verið lyktir mála þeirra, sundurliðað eftir því hvort umsókn var samþykkt eða synjað, hvort greiðsluaðlögun komst á eða ekki og af hvaða ástæðum samkvæmt tilteknum lagaákvæðum eða öðrum flokkunarlyklum?
    Fjölda umsókna um greiðsluaðlögun hvert ár frá gildistöku má sjá í eftirfarandi töflu:

2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 Samtals
1.485 2.344 822 649 595 386 418 470     385 150 7.704

    Lyktir mála, sundurliðaðar eftir því hvort umsókn var samþykkt eða synjað, hvort greiðsluaðlögun komst á eða ekki og af hvaða ástæðum samkvæmt tilteknum lagaákvæðum eða öðrum flokkunarlyklum, eins og hægt er:

Í vinnslu í mars 2019 172
Synjað samtals 1.299
Niðurfellt samtals 1.338

Samþykkt: 4.895
– Umsjónarmaður 27
– Samningur komst á 3.335
– Niðurfellt v/athugasemda 813
– Afturkallað 539
– Lokið án samnings 90
– Nauðasamningar 69
– Nauðasamningi synjað 22

     2.      Hversu mörg greiðsluaðlögunarmál hafa borist kærunefnd greiðsluaðlögunarmála eða úrskurðarnefnd velferðarmála hvert ár frá gildistöku laga nr. 101/2010 og hverjar hafa verið lyktir þeirra, sundurliðað eftir árum, hvort niðurstaða var umsækjanda í hag eða óhag og eftir helstu ástæðum eins og unnt er?
    Kærð mál til kærunefndar frá gildistöku laga nr. 101/2010 eru samtals 715. Sundurliðun eins og unnt er:

Endurupptekið hjá Umboðsmanni skuldara 38
Fallið frá kæru eða kærunefnd vísað kæru frá 87
Ákvörðun umboðsmanns skuldara staðfest 501
Ákvörðun umboðsmanns skuldara felld úr gildi 89

     3.      Hversu margir hafa sótt um fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta hvert ár frá gildistöku laga nr. 9/2014 og hverjar hafa verið lyktir mála þeirra, sundurliðað eftir því hvort umsókn var samþykkt eða synjað og af hvaða ástæðum samkvæmt tilteknum lagaákvæðum eða öðrum flokkunarlyklum?
    Fjöldi umsókna um fjárhagsaðstoð, sundurliðað eftir árum:

Alls Umsóknir Samþykkt Synjað Felld niður
2014 592 165 228 151
2015 278 123 75 97
2016 279 112 95 92
2017 192 55 66 63
2018 185 35 81 45
2019 42 9 31 16
Samtals: 1568 499 576 464

     4.      Hversu margar synjanir um fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta hafa verið kærðar til ráðherra á grundvelli heimildar í 6. gr. laga nr. 9/2014 og hverjar hafa verið lyktir þeirra mála, sundurliðað eftir árum, hvort niðurstaða var umsækjanda í hag eða óhag og eftir helstu ástæðum eins og unnt er?
    Mál kærð til ráðuneytisins á grundvelli 6. gr. laga nr. 9/2014 eru samtals 15. Sundurliðað eins og hægt er:

Endurupptekið hjá umboðsmanni skuldara 4
Fallið frá kæru 2
Ákvörðun staðfest 7
Ákvörðun felld úr gildi 2

    Ástæður synjunar má sjá í eftirfarandi töflu. Mögulegt er að fleiri en ein ástæða sé í hverju máli:

Önnur greiðsluvandaúrræði hafa ekki verið reynd c-liður 1. mgr. 3. gr. 8
Getur staðið skil á tryggingu b-liður 1. mgr. 3. gr. 2
Skuldari hefur látið undan höfuð leggjast að greiða eftir getu e-liður 2. mgr. 3. gr. 1
Samningur felldur niður skv. 15. gr. f-liður 2. mgr. 3. gr. 3
Skuldari hefur bakað sér skuldbindingu með refsiverðri háttsemi eða skaðabótaskyldu c-liður 2. mgr. 3. gr. 3

     5.      Hver er kostnaðurinn af rekstri embættis umboðsmanns skuldara og tilheyrandi úrskurðaraðila á stjórnsýslustigi, og hvernig er sú starfsemi fjármögnuð, sundurliðað eftir árum og einstökum tekju- og útgjaldaliðum eins og unnt er?
    Fjármögnun embættis umboðsmanns skuldara fer eftir lögum nr. 166/2011, um greiðslu kostnaðar við rekstur umboðsmanns skuldara, með síðari breytingum. Sundurliðað eins og hægt er:


2010 2011 2012 2013
Laun og launatengd gjöld 146.148.893 504.933.940 656.243.687 538.592.586
Ferðakostnaður 944.074 3.508.168 6.710.212 3.511.541
Skrifstofu- og stj.kostn. 40.014.214 78.510.796 68.953.489 51.390.479
Aðkeypt sérfræðiþjónusta 43.375.700 178.581.940 357.238.519 192.952.502
Húsnæðiskostnaður 20.319.950 45.370.516 55.123.636 46.348.404
Afskriftir
Samtals 250.802.831 810.905.360 1.144.269.543 832.795.512
Fjárhagsaðstoð
Samtals 250.802.831 810.905.360 1.144.269.543 832.795.512
2014 2015 2016 2017
Laun og launatengd gjöld 438.223.210 290.463.247 271.785.824 242.312.433
Ferðakostnaður 3.823.683 4.370.865 1.063.933 1.063.933
Skrifstofu- og stj.kostn. 10.853.494 6.725.974 5.416.215 4.397.848
Aðkeypt sérfræðiþjónusta 154.044.466 45.230.136 30.243.100 19.235.054
Húsnæðiskostnaður 44.466.931 31.031.783 31.069.297 28.412.330
Afskriftir 2.143.811
Samtals 651.411.784 377.822.005 340.279.277 295.421.598
Fjárhagsaðstoð 38.626.273 29.923.926 27.386.369 13.295.234
Samtals 690.038.057 407.745.931 367.665.646 308.716.832

     6.      Hefur ráðherra í hyggju að setja reglugerð um greiðsluaðlögun einstaklinga skv. 34. gr. laga nr. 101/2010?
    Fyrirhugað er að vinnu við reglugerð um greiðsluaðlögun einstaklinga, sem sett verður samkvæmt heimild í 34. gr. laga nr. 101/2010, ljúki haustið 2019. Ráðgert er að setja drögin að reglugerðinni inn á samráðsgátt Stjórnarráðsins um leið og þeirri vinnu lýkur.