Ferill 936. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 2090  —  936. mál.




Svar


félags- og barnamálaráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um útgjöld og notkun á almennum og sérsmíðuðum hugbúnaði hjá ráðuneytinu og undirstofnunum þess.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hver hafa verið útgjöld ráðuneytisins og undirstofnana þess vegna hugbúnaðarkaupa frá árinu 2009? Hve háum fjárhæðum var varið til kaupa á sérsmíðuðum kerfum annars vegar og til kaupa á almennum hugbúnaði hins vegar?

     2.      Hve háum fjárhæðum vörðu ráðuneytið og undirstofnanir þess til greiðslu leyfisgjalda fyrir hugbúnað annars vegar og til greiðslu þjónustugjalda fyrir hugbúnað hins vegar frá árinu 2009?
     3.      Hvaða sérsmíðaða hugbúnað er ráðuneytið og hver undirstofnun þess að nota og:
                  a.      hver er eigandi hugbúnaðarins,
                  b.      eftir hvaða hugbúnaðarleyfi er hugbúnaðurinn gefinn út,
                  c.      var hugbúnaðurinn þróaður af verktökum eða af forriturum í starfi innan ráðuneytis eða stofnunar,
                  d.      hver var kostnaðurinn við gerð hugbúnaðarins,
                  e.      hver er tilgangur hugbúnaðarins?


    Auk aðalskrifstofu félagsmálaráðuneytisins var leitað svara hjá eftirtöldum 12 stofnunum: Barnaverndarstofu, embætti ríkissáttasemjara, embætti umboðsmanns skuldara, Fjölmenningarsetri, Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Íbúðalánasjóði, Mannvirkjastofnun, Tryggingastofnun ríkisins, úrskurðarnefnd velferðarmála, Vinnueftirliti ríkisins, Vinnumálastofnun, og Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Af þeim sáu 11 stofnanir sér fært að svara og má sjá svör þeirra hér á eftir. Svör bárust á ýmsu formi og hafa þau verið samræmd eftir því sem unnt er.
    Til að svara 1. tölul. fyrirspurnarinnar fengu stofnanirnar tilmæli frá ráðuneytinu um að skoða sérstaklega eftirfarandi bókhaldstegundir: 54520 – hugbúnaðargerð, 54521 – hugbúnaðargerð án VSK, 55170 – hugbúnaður og 55540/55548 – uppsetning á net- og hugbúnaði. Í þeim tilvikum þar sem ekki er getið framangreindra bókhaldstegunda þýðir það að engin fjárhæð hefur verið bókuð þar undir.

Félagsmálaráðuneytið, aðalskrifstofan.
    1. Í töflunni hér á eftir má sjá skiptingu eftir þeim bókhaldstegundum sem stuðst var við til að svara þeirri spurningu hve háum fjárhæðum aðalskrifstofa ráðuneytisins hefur varið til hugbúnaðarkaupa frá árinu 2009. Ráðuneytið notar almennt ekki sérsmíðaðan hugbúnað.

54520
Hugbúnaðargerð
55170 Hugbúnaður 55540/55548 Uppsetning á net- og hugbúnaði Samtals
2009–2010 Félags- og tryggingamálaráðuneytið 686.489 1.875.130 29.440 2.591.059
2011–2018 Velferðarráðuneytið* 3.078.245 29.090.345 456.414 32.625.004*
2019 jan.–júní Félagsmálaráðuneytið 184.025 1.232.532 1.416.557
* Hér er um að ræða fjárhæðir frá velferðarráðuneytinu (2011–2018). Á þessum tíma var félagsmálaráðuneytið hluti af því ásamt heilbrigðisráðuneytinu. Því munu sömu tölur birtast hér í svari heilbrigðisráðherra.

    2. Ekki er gerður greinarmunur í bókhaldinu á sundurliðun vegna leyfisgjalda og þjónustugjalda fyrir hugbúnað.
    3. Ráðuneytið notar ekki sérsmíðaðan hugbúnað og því eiga þessar spurningar ekki við.

Barnaverndarstofa.
    1.     Sjá eftirfarandi töflu.

Ár Hugbúnaður – sérsmíði Hugbúnaður – almennur Samtals
2009 – júní 2019 *3.000.000 34.000.000 37.000.000

    2.     Ekki er gerður greinarmunur á greiðslu leyfis- og þjónustugjalda fyrir hugbúnað, er inni í tölunni hér að framan.
    3.     Stofnunin notar ekki sérsmíðaðan hugbúnað. *Eldri sérsmíðaður hugbúnaður er ekki í notkun lengur.

Embætti ríkissáttasemjara.
    1.     Sjá eftirfarandi töflu.

Ár 54520
Hugbúnaðargerð
54521 Hugbúnaðargerð án VSK 55170 Hugbúnaður 55540/55548 Uppsetning á net- og hugbúnaði Samtals
2011–2018 1.435.316 638.600 1.289.385 155.804 3.519.105

    2.     Ekki barst svar.
    3.     Ekki barst svar.

Embætti umboðsmanns skuldara.
    1.     Svör miðast við árin 2011–2018.

Hugbúnaðargerð 62.652.772
Uppsetning á net- og hugbúnaði 977.849
Samtals 63.630.621
Þar af sérsmíðuð kerfi: Grettir – vinnslukerfi embættisins 53.200.000
Vefþjónusta við stofnanir sem hluti Grettis 4.400.000
Vefsíðugerð og þjónusta við hana 6.300.000

    2.     Þjónustugjöld fyrir ýmiss konar tölvuþjónustu hafa verið um 59,4 millj. kr., leyfisgjöld vegna ýmissa hugbúnaðarkerfa eru inni í þeirri tölu. Leyfisgjöld vegna öryggismyndavéla, tímaskráningakerfis og skjalavistunarkerfis og tölvupóstkerfis hafa kostað embættið um 1.350 þús. kr.
    3.     Grettir – vinnslukerfi embættisins, Glámur – umsóknarhluti vinnslukerfisins.
    a.     Umboðsmaður skuldara er eigandi kerfisins.
    b.     Grettir er byggður á SQL-grunni.
    c.    Hugbúnaðurinn var þróaður af verktökum, Miracle 471003-2980, í samvinnu við starfsmenn embættisins.
    d.    Embættið hefur greitt 101,2 millj. kr. í þjónustu við gerð, viðhald, uppfærslur og endurbætur á kerfinu.
    e.    Tilgangur hugbúnaðarins er útreikningar og yfirsýn við vinnslu mála vegna fjárhagserfiðleika.

Fjölmenningarsetur.
    1.     Ein sérsmíðuð hugbúnaðarlausn var í notkun á stofnuninni um tíma og hélt hún utan um erindi sem bárust, sjá eftirfarandi töflu. „Ekki reyndist unnt að grafast fyrir um kostnað vegna þessa en umrædd hugbúnaðarlausn hefur verið aflögð, kostnaður vegna hýsingar var um 50.000 krónur árlega. Gagnagrunnurinn hefur verið í notkun frá 2011 (til 2017) þannig að kostnaður hefur trúlega hlaupið á um 350.000 króna á núvirði.“
    2.     Fjölmenningarsetur hefur ekki aðgang að reikningum frá 2009, einungis frá árinu 2013 þegar stofnunin varð sjálfstæð. Fyrir þann tíma var kostnaður við hugbúnað færður á félagsmálaráðuneyti. Árlegur kostnaður vegna hugbúnaðarleyfa og þjónustugjalda vegna þeirra er um 708.000 kr. á ári.

Ár Hugbúnaður Þjónustu- og leyfisgjöld
2011–2017 350.000
2013–2018 4.248.000

    3.     Fjölmenningarsetur notar ekki neinn sérsmíðaðan hugbúnað. Sá hugbúnaður sem setrið notar eru almennar lausnir frá Microsoft, auk skjalavistunarkerfis frá One Systems. Varðandi kostnað sjá 2. tölul.

Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.
    1.     Allt var vegna kaupa á almennum hugbúnaði – t.d. Office, Filemaker, Windows-leyfi o.s.frv., sjá eftirfarandi töflu.

Ár 54520 Hugbúnaðargerð 55170 Hugbúnaður 55540/55548 Uppsetning á net- og hugbúnaði Samtals
2009–2018 16.268.264 21.590.768 657.193 38.516.225

    2.     Ekki sundurgreint. Sjá töflu hér að framan.
    3.     Stofnunin notar ekki sérsmíðaðan hugbúnað og því eiga þessar spurningar ekki við.

Mannvirkjastofnun.
    1.     Í eftirfarandi töflu eru tölur um útgjöld Mannvirkjastofnunar vegna almenns og sérsmíðaðs hugbúnaðar.

Ár 54520
Hugbúnaðargerð
54521
Hugbúnaðargerð án VSK
55170 Hugbúnaður 55548
Uppsetning á net- og hugbúnaði
Samtals
2009*–2018 200.625.441 3.605.760 83.135.505 2.262.463 289.629.169
*Árin 2009 og 2010 gilda fyrir Brunamálastofnun sem var forveri Mannvirkjastofnunar.

    2.     Spurningunni er svarað með tölum um kostnað á tegund 55170 sem er yfir hugbúnaðarleyfi. Ekki er gerður greinarmunur á greiðslu leyfis- og þjónustugjalda fyrir hugbúnað. Þetta er bókað á einni tegund í bókhaldi.
    3. a.    Mannvirkjastofnun er eigandi hugbúnaðarins.
         b.    Hugbúnaðurinn er sérsmíði hjá Hugviti sem byggist á GoPro að mestu leyti.
         c.    Hugbúnaðurinn var þróaður af verktökum.
         d.    Kostnað við gerð hugbúnaðarins má sjá í svari við 1. tölul.
         e.    Um er að ræða ýmsar rafrænar gáttir, einna helst Rafmagnsöryggisgátt og Byggingargátt.

Tryggingastofnun ríkisins.
    1.     Fjárhæðir til kaupa á sérsmíðuðum kerfum (nýþróun, rekstur og viðhald kerfa og vinna vegna laga- og reglugerðabreytinga) eftir árum. Um er að ræða bókhaldstegundina 54520. Árin 2009 og 2010 var einnig bókaður kostnaður við almennan hugbúnað á þessa bókhaldstegund. Sjá eftirfarandi töflu. Fjárhæðir til kaupa á almennum hugbúnaði auk hugbúnaðarleyfa og þjónustugjalda, eftir árum. Hugbúnaðarleyfi eru t.d. frá Microsoft, Atlassian, SAP, Oracle og Advania og þjónustusamningar eru t.d. við Opin kerfi, Miracle, OneSystems og Advania. Um er að ræða bókhaldstegund 55170.

Ár 54520 Hugbúnaðargerð 55170 Hugbúnaður Samtals
2009–2018 1.520.936.431 151.643.461 1.672.579.892

    2.     Almenn hugbúnaðarkaup, þ.m.t. hugbúnaðarleyfi og þjónustugjöld, eru bókuð á bókhaldstegund 55170. Sundurliðun á milli leyfis- og þjónustugjalda liggur ekki fyrir.
    3. a.    Tryggingastofnun.
         b.    Tryggingastofnun er eigandi sérsmíðaðra kerfa stofnunarinnar. Hugbúnaðurinn er að mestu þróaður í Delphi og PL/SQL.
          c.    Verktakar.
          d.    Sjá svar við 1. tölul.
          e.    Tilgangur hugbúnaðarins er styðja við starfsemi og hlutverk TR og gera stofnuninni mögulegt að sinna lögbundnu hlutverki sínu.

Úrskurðarnefnd velferðarmála.
    1.     Úrskurðarnefnd velferðarmála hefur ekki keypt hugbúnað, hvorki sérsmíðaðan né almennan, frá því að stofnunin tók til starfa 1. janúar 2016.

Ár Leyfisgjöld (Hugvit) samtals Þjónustugjöld (Hugvit) Samtals *Leyfisgjöld fyrir hugbúnað til TRS
Júní 2017–maí 2019 1.041.793 911.569 1.001.274

    2.     Úrskurðarnefnd velferðarmála er í SaaS-þjónustu hjá Hugviti og greiðir mánaðarlega fyrir notkun á hugbúnaði, hýsingu (vél og kerfisbúnaður) og þá þjónustu sem innifalin er í mánaðarlegu gjaldi, þ.m.t. uppfærslur, lagfæringar o.fl. samkvæmt samningi. Heildarupphæð frá upphafi til loka maí 2019, leyfisgjöld – 1.041.793 kr. og þjónustugjöld (vinna) – 911.569 kr.
    *Frá júní 2017 til og með maí 2019 hefur úrskurðarnefndin greitt samtals 1.001.274 kr. fyrir leyfisgjöld fyrir hugbúnað til TRS. Skiptingin er eftirfarandi: Office 365 CSP – 582.299 kr., önnur Microsoft leyfi – 286.953 kr., vírusvörn – 132.022 kr.
    Frá 1. janúar 2016 til 1. júní 2017 sá rekstrarfélag Stjórnarráðsins um tölvumál fyrir úrskurðarnefnd velferðarmála.
    3.     Úrskurðarnefndin hefur ekki notað sérsmíðaðan hugbúnað. Úrskurðarnefndin hefur ekki notast við forritara innan stofnunarinnar.

Vinnueftirlit ríkisins.
    1.     Vinnueftirlitið hefur á árunum 2009–2018 lagt samtals *33,9 millj. kr. í hugbúnaðarkaup. Þar af hefur stofnunin sett um 8 millj. kr. í sérsmíði en um 25 millj. kr. í almenn hugbúnaðarkaup. (Ath. að samtalan stemmir ekki alveg við það sem sagt er hafa verið varið í hvorn lið.)

Ár Sérsmíði Almenn hugbúnaðarkaup Leyfis- og þjónustugjöld Samtals
2009–2018 8.000.000 25.000.000 *33.900.000
2009–2018 2.900.000 2.900.000

    2.     Í samningum Vinnueftirlitsins er ekki gerður greinarmunur á leyfis- og þjónustugjöldum en kostnaður stofnunarinnar vegna slíkra gjalda var 2,9 millj. kr. árin 2009–2018.
    3.     Tveir starfsmenn Vinnueftirlitsins sinna starfi forritara við nýsmíði og viðhald á eldri kerfum Vinnueftirlitsins en stofnunin hefur einnig þurft að kaupa þjónustu í forritun á sérsmíðuðum kerfum fyrir stofnunina frá utanaðkomandi aðilum. Sjá eftirfarandi töflu.
    Vinnueftirlitið keypti þjónustu af tveimur fyrirtækjum fyrir alls 8 millj. kr. á árunum 2009–2018. Um er að ræða sérhannaða vefsíðu fyrir stofnunina auk sérsmíði í tengslum við GoPro og síðan þjónustugáttar með tengingu við GoPro. Stofnunin er eigandi búnaðarins í öllum tilfellum. Hugbúnaðarleyfin eru í öllum tilfellum „lokuð leyfi“. Tilgangur hugbúnaðarins er þjónusta og upplýsingagjöf gagnvart almenningi, lögaðilum sem og starfsmönnum Vinnueftirlitsins.

Sérsmíðaður hugbúnaður af forriturum VER.
Heiti kerfis Lýsing
Verjandinn Er kerfi sem heldur utan um skoðanir á fyrirtækjum, námskeiðum og réttindum einstaklinga við stjórnun véla og önnur sérhæfð réttindi.
Tækjaver Er kerfi sem heldur utan um skoðanir á tækjum.
Slysaskrá Er kerfi sem heldur utan um skráningu á vinnuslysum.
Mínar síður Veitir aðgang að vinnuslysaskráningu fyrir lögaðila. Umsýsla vinnuvéla og tækja, t.d. eigendaskipti, nýskráning o.s.frv.
Réttindavefþjónusta Veitir lögreglu aðgang yfir réttindi almennings til stjórnunar á tækjum og flutnings á hættulegum efnum.
Tækjavefþjónusta Veitir aðgang að upplýsingum um tæki (svipað og bifreiðaskrá).
Námskeiðsskráningakerfi Heldur utan um skráningu einstaklinga í námskeið hjá VER.
Upplýsingaskjáir VER Birtir hagnýtar upplýsingar fyrir starfsmenn.
Matarvefur VER Heldur utan um skráningu starfsmanna í mat.
Tölfræðivefur – fyrir starfsmenn VER Tölfræði yfir slys, skoðanir, námskeið, krana o.s.frv.
Tölfræðivefur – fyrir almenning Tölfræði yfir slys og skoðanir krana.

Vinnumálastofnun.
    1.     Í svari frá stofnuninni kom fram að ekki hefði unnist tími til að vinna svarið nákvæmlega. Svar barst þó um heildartölu fyrir árin 2009–2019 vegna hugbúnaðarkaupa að fjárhæð 368.681.622 kr.

Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu.

    1.     Útgjöld vegna hugbúnaðarkaupa. Sjá eftirfarandi töflu.

Ár 54520
Hugbúnaðargerð
54522
Hugbúnaðargerð án VSK
55170 Hugbúnaður 55172 Hugbúnaður án VSK Samtals
2009–2018 30.031.484 662.751 20.759.474 754.685 52.208.394

    2.     Ekki er unnt að sundurgreina leyfisgjöld og þjónustugjöld.
    3.     „Fyrirspurn um kostnað vegna tölvukerfa og annars er fylgir rekstri og starfrækslu þeirra. Miðstöðin hefur rekið skrifstofukerfi sem er starfrækt með tölvum og tengingu þeirra í gegnum netið. Stofnunin tengist FJS og er með sitt bókhald þar ásamt launum (ORRI). Frá upphafi hefur einnig verið starfrækt tölvukerfi til að halda utan um notendur og þá þjónustu og hjálpartæki sem þeim fylgja, sbr. lög og reglugerðir er um það gilda. Á árinu 2016 var ljóst að þáverandi kerfi (Diana) var komið að fótum fram og í lok þess árs tilkynnti Atvinna sem þjónustaði kerfið að almennri þjónustu við það yrði hætt um áramótin 2017 og 2018. Strax á árinu 2017 var hafinn undirbúningur að nýju kerfi og leitað ráðgjafar hjá KGMP og Ríkiskaupum og eftir útboð á árinu 2018 var í ágúst samið við þann sem best kom út sem var Explore CRM.“