Ferill 237. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 255  —  237. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um þvagleggi.

Frá Ásmundi Friðrikssyni.


     1.      Hvers vegna tóku Sjúkratryggingar Íslands þvagleggi af nýjustu gerð af lista yfir þá sem eru niðurgreiddir fyrir notendur?
     2.      Hversu margir hafa leyfi fyrir notkun þvagleggja og hversu margir þeirra notuðu leggi af nýjustu gerð áður en þeir voru teknir af lista Sjúkratrygginga?
     3.      Hversu margar beiðnir um undanþágu fyrir þessum leggjum hafa borist í ár og hversu margar hafa verið samþykktar?
     4.      Voru notendur hafðir með í ráðum þegar ákveðið var hvaða úrval af þvagleggjum þyrfti að vera í boði?
     5.      Hversu mikið hefur sparast með því að bjóða ekki lengur upp á þvagleggi af nýjustu gerð?


Skriflegt svar óskast.