Ferill 200. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 306  —  200. mál.




Svar


innviðaráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um hlutdeildarlán.


     1.      Hvað hafa verið veitt mörg hlutdeildarlán frá því að ríkisstjórnin ákvað að koma úrræðinu á fót, sundurliðað eftir mánuðum og tegundum lána, þ.e. 20% eða 30%?
    Samkvæmt 2. mgr. 29. gr. a laga um húsnæðismál, nr. 44/1998, með síðari breytingum, geta hlutdeildarlán numið allt að 20% af kaupverði íbúðarhúsnæðis. Þó er heimilt að veita allt að 30% hlutdeildarlán til einstaklinga, hjóna og sambúðarfólks undir tilteknum tekjumörkum.
    Af 301 hlutdeildarláni sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefur greitt út eru 249 lán með veðhlutfalli sem er 20% eða lægra, 52 lán eru með veðhlutfalli sem er hærra en 20% og þar af eru 39 lán með veðhlutfall sem nemur 30%.
    Í eftirfarandi töflu má sjá fjölda lána eftir mánuðum og árum frá því að úrræðið tók gildi ásamt heildarfjárhæðum lána viðkomandi mánaðar eða árs.

Fjárhæð á mán./ári Fjöldi lána
2020
Desember 31.415.000 4
Samtals 2020 31.415.000 4
2021
Janúar 375.201.114 43
Febrúar 152.002.000 17
Mars 434.934.600 50
Apríl 88.010.000 11
Maí 209.337.500 24
Júní 309.510.604 40
Júlí 237.967.779 31
Ágúst 191.431.790 25
September 220.991.350 26
Október 54.870.700 7
Nóvember 148.436.400 18
Desember 42.850.000 5
Samtals 2021 2.465.543.837 297
Samtals frá upphafi 2.496.958.837 301

     2.      Hvernig skiptast hlutdeildarlán; sundurliðað eftir sveitarfélögum, fjölda lána og heildarupphæð?
    Í eftirfarandi töflu má sjá skiptingu hlutdeildarlána eftir sveitarfélögum, fjölda lána og heildarfjárhæð lánveitinga.

Sveitarfélag Fjöldi lána Heildarfjárhæð lána
Akraneskaupstaður 11 72.482.700
Akureyrarbær 46 318.087.350
Blönduósbær 2 16.630.000
Bolungarvíkurkaupstaður 1 8.200.000
Garðabær 9 97.987.000
Grindavíkurbær 1 7.600.000
Hafnarfjarðarkaupstaður 11 110.317.000
Hveragerðisbær 10 80.422.800
Hörgársveit 2 15.660.000
Ísafjarðarbær 2 14.801.400
Kópavogsbær 8 95.232.300
Mosfellsbær 18 174.813.900
Rangárþing eystra 2 9.400.000
Rangárþing ytra 2 11.020.000
Reykjanesbær 65 516.948.914
Reykjavíkurborg 80 693.539.673
Stykkishólmsbær 1 5.740.000
Suðurnesjabær 12 103.241.800
Sveitarfélagið Árborg 16 131.259.000
Sveitarfélagið Ölfus 2 13.575.000
Samtals 301 2.496.958.837

     3.      Hvað hafa margir byggingaraðilar skráð sig til samstarfs við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun vegna hlutdeildarlána og hvernig skiptist sú skráning eftir sveitarfélögum?

    Alls hafa 172 byggingaraðilar skráð sig til samstarfs við HMS vegna hlutdeildarlána. Fjölda skráðra byggingaraðila eftir sveitarfélögum má sjá í eftirfarandi töflu:

Sveitarfélag Fjöldi byggingaraðila
Akraneskaupstaður 9
Akureyrarbær 10
Bláskógabyggð 1
Blönduósbær 1
Bolungarvíkurkaupstaður 3
Borgarbyggð 5
Dalabyggð 1
Dalvíkurbyggð 1
Fjarðabyggð 1
Garðabær 8
Grindavíkurbær 3
Hafnarfjarðarkaupstaður 6
Húnaþing vestra 1
Hveragerðisbær 3
Hörgársveit 3
Ísafjarðarbær 3
Kópavogsbær 3
Langanesbyggð 1
Mosfellsbær 4
Múlaþing 1
Mýrdalshreppur 1
Rangárþing eystra 1
Rangárþing ytra 2
Reykjanesbær 24
Reykjavíkurborg 24
Skaftárhreppur 2
Skeiða- og Gnúpverjahreppur 2
Snæfellsbær 1
Stykkishólmsbær 1
Suðurnesjabær 8
Súðavíkurhreppur 1
Sveitarfélagið Árborg 11
Sveitarfélagið Hornafjörður 2
Sveitarfélagið Skagafjörður 3
Sveitarfélagið Vogar 7
Sveitarfélagið Ölfus 10
Tálknafjarðarhreppur 1
Vesturbyggð 2
Vopnafjarðarhreppur 1
Samtals 172