Ferill 348. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 804  —  348. mál.




Svar


mennta- og barnamálaráðherra við fyrirspurn frá Steinunni Þóru Árnadóttur um breytingar á aðsókn fólks yfir 25 ára aldri í framhaldsskólanám.


     1.      Hafa breytingar orðið á lýðfræðilegri samsetningu nema á framhaldsskólastigi í kjölfar þess að ákvæði í reglugerð sem laut að forgangi nemenda yngri en 25 ára í framhaldsskóla var fellt úr gildi árið 2018 af hálfu þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra?
    Meðalaldur nemenda í þeim 30 framhaldsskólum sem bjóða fjölbreytt og heildstætt nám samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla var um 21 ár á árunum 2015–2021. Ekki er að merkja breytingar á meðalaldri nemenda eftir 2018 þegar ákvæði í reglugerð, sem laut að forgangi nemenda yngri en 25 ára, var fellt úr gildi. Á haustönn 2020 var hins vegar töluvert meiri aðsókn meðal eldri nemenda en ella vegna áhrifa heimsfaraldurs kórónuveiru, aðallega í starfsnám, og hækkaði meðalaldur í framhaldsskólum þá úr 20,6 árum í 21,3 ár.

Mynd 1. Meðalaldur nemenda í framhaldsskólum á haustönn 2015–2022.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Heimild: Gögn úr Innu, skráningarkerfi framhaldsskóla.

    Eins og sjá má á mynd 2 er meðalaldur pilta og karla í framhaldsskólum að jafnaði hærri en stúlkna og kvenna skólaárin sem skoðuð voru en enga breytingu er að merkja á hlutfallslegum mun meðalaldurs eftir kyni eftir brottfall umrædds ákvæðis.


Mynd 2. Meðalaldur nemenda í framhaldsskólum 2014–2022 eftir kyni.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Heimild: Gögn úr Innu, skráningarkerfi framhaldsskóla.

    Hlutfall nema 25 ára og eldri stóð í stað fyrstu árin eftir að ákvæðið var fellt úr gildi en hækkaði haustið 2020 þegar metaðsókn var í starfs- og iðnnám.

Mynd 3. Hlutfall nemenda 25 ára og eldri.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Heimild: Gögn úr Innu, skráningarkerfi framhaldsskóla.

     2.      Er að merkja breytingar á aðsókn og fjölda útskrifaðra nemenda yfir 25 ára eftir að ákvæðið var fellt úr gildi?
    Ekki er að merkja breytingar að ráði í aðsókn nemenda 25 ára og eldri á árunum eftir að ákvæðið var fellt úr gildi en umsóknum fjölgaði hins vegar verulega haustið 2020. Umsóknum fækkaði aftur um tæplega 24% frá hausti 2021 til hausts 2022 í þessum aldurshópi.

Mynd 4. Umsóknir í aldurshópnum 25 ára og eldri á haustönn 2015–2021.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Heimild: Tölfræðiupplýsingar Menntamálastofnunar.

    Ákvæðið var fellt úr gildi sumarið 2018 og fjögur ár ekki liðin fyrr en vorið 2022 en gert er ráð fyrir að starfsnám taki að jafnaði fjögur ár. Nýjustu tölur frá Hagstofu Íslands um brautskráða nemendur á framhaldsskólastigi eru frá skólaárinu 2019–2020. Þær tölur ná yfir alla nemendur sem brautskráðust á framhaldsskólastigi, þ.m.t. með sveinspróf og úr listnámsskólum. Hlutfall brautskráðra 25 ára og eldri af öllum brautskráðum hefur ekki hækkað merkjanlega á tímabilinu sem skoðað var. Stytting námstíma til stúdentsprófs hefur haft áhrif til lækkunar hlutfalls 25 ára og eldri meðal brautskráðra, t.d. 2017–2018 og 2018–2019 þegar hópar stúdenta útskrifuðust samtímis eftir fjögurra ára og þriggja ára námstíma. Tveir bekkjaskólar sem bjóða eingöngu nám til stúdentsprófs, Menntaskólinn í Reykjavík og Menntaskólinn á Akureyri, útskrifuðu ekki síðasta fjögurra ára stúdentahópinn fyrr en vorið 2019.


Mynd 5. Brautskráðir 25 ára og eldri á framhaldsskólastigi, eftir kyni skólaárin 2015–2016 til 2019–2020.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Heimild: Hagstofa Íslands.

Mynd 6. Hlutfall brautskráðra í aldurshópnum 25 ára og eldri af öllum brautskráðum á framhaldsskólastigi skólaárin 2015–2016 til 2019–2020.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Heimild: Hagstofa Íslands.

     3.      Hefur aðsókn nemenda eldri en 25 ára aukist í önnur námsúrræði sem veita sambærileg réttindi og framhaldsskólanám frá árinu 2018?
    Aðfaranám í háskólum er á forræði háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis og framhaldsfræðsla, símenntun og Fræðslusjóður á forræði félags- og vinnumarkaðsráðuneytis. Samkvæmt ársskýrslu Fræðslusjóðs fyrir árið 2021 hefur þátttaka í námi hjá fræðsluaðilum minnkað frá árinu 2018.

     4.      Hefur þess orðið vart að nemendur á biðlistum eftir námi á framhaldsskólastigi, til að mynda iðnnámi, nýti sér leiðir eins og raunfærnimat í auknum mæli vegna biðlista, fremur en formlegt nám?
    Biðlistar eftir námi á framhaldsskólastigi eru ekki til staðar eftir að innritun í framhaldsskóla lýkur. Upplýsingar um heildarfjölda einstaklinga sem luku raunfærnimati á árunum 2018–2021 er að finna í ársskýrslu Fræðslusjóðs fyrir árið 2021 og eru þær sýndar í töflu 2.

Tafla 2. Heildarfjöldi einstaklinga sem luku raunfærnimati 2018–2021.
2018 2019 2020 2021
Fræðslusjóður 572 467 573 489
Greitt af öðrum 5 89 65 91
Samtals 577 556 638 580
Heimild: Ársskýrsla fræðslusjóðs 2021.

     5.      Hver er meðalaldur nemenda sundurliðað eftir námsbrautum í framhaldsskóla sem og meðalaldur á biðlistum sundurliðað eftir námsbrautum?
    Staðfestar námsbrautir framhaldsskóla eru hátt í 400 en í töflu 3 má sjá meðalaldur á mismunandi námsleiðum. Eins og fram kemur er hann hæstur í starfsnámi og undirbúningsnámi en lægstur á starfsbrautum fyrir fatlaða nemendur og í almennu bóknámi.

Tafla 3. Meðalaldur á mismunandi námsleiðum.
Námsleið Meðalaldur Fjöldi framhaldsskólanema
Almennt bóknám 18,3 12.165
Starfsbrautir 17,0 601
Starfsnám 26,8 7.313
Undirbúningsnám 21,6 1.729
Samtals 21,4 21.808
Heimild: Tölfræðiupplýsingar Menntamálastofnunar.

    Að aftan má sjá samantekt á meðalaldri á 97 námsbrautum þar sem dregnar hafa verið saman upplýsingar af skyldum brautum. Biðlistar eftir námi á framhaldsskólastigi eru ekki til staðar eftir að innritun í framhaldsskóla lýkur.


Námsgrein Meðalaldur Fjöldi framhaldsskólanema
Almenn námsbraut 21,6 1729
Alþjóðabraut til stúdentsprófs 16,9 109
Bakaraiðn 20,9 17
Bifreiðasmíði 28,7 34
Bifvélavirkjun 23,8 156
Bílamálun 24,4 48
Bíliðnir, grunnnám 18,0 103
Blikksmíði 32,0 19
Blómaskreytingar 37,8 14
Bókband 20,0 1
Byggingar- og mannvirkjagreinar, grunnnám 17,3 190
Fatatækni 20,9 58
Félagsfræðibraut til stúdentsprófs 18,4 2.426
Félagsliðabraut 34,5 62
Fjallamennska 33,6 59
Flugvélavirkjun 27,9 98
Framreiðsla 23,9 15
Gull- og silfursmíði 28,8 17
Hársnyrtiiðn 26,2 116
Hársnyrtiiðn, grunnnám 17,8 92
Heilbrigði, grunnnám 26,2 42
Heilbrigðisbraut til stúdentsprófs 16,9 103
Hestabraut til stúdentsprófs 17,9 30
Hjúkrunar- og móttökuritarar 37,6 19
Hljóðtækni 24,1 36
Hönnunar- og markaðsbraut til stúdentsprófs 17,3 183
Hrossabraut 23,0 22
Hugvísindabraut til stúdentsprófs 21,3 11
Húsasmíði 28,3 1.066
Húsgagnabólstrun 47,0 3
Húsgagnasmíði 33,6 47
Iðnhönnun 20,2 26
International Baccalaureate 16,9 82
Íþrótta- og lýðheilsubraut 16,3 12
Íþróttabraut til stúdentsprófs 17,9 483
Kjólasaumur 29,3 8
Klæðskurður 26,9 16
Kvikmyndagerð 26,1 32
Leiðbeinendur í leikskólum 29,2 81
Leiðsögunám 47,2 59
Listabraut til stúdentsprófs 18,9 428
Listdansbraut til stúdentsprófs 17,0 23
Listir, breiðar námsleiðir 17,4 178
Ljósmyndun 25,6 20
Lyfjatækni 34,7 27
Málabraut til stúdentsprófs 16,7 190
Málaraiðn 30,5 110
Málmiðnir, grunnnám 17,5 173
Margmiðlun og veftækni 27,3 98
Matartækni 43,2 10
Matreiðsla 25,1 75
Matsveinanám 40,1 27
Matvælagreinar, grunnnám 16,4 88
Meistaraskóli iðngreina 32,5 48
Múraraiðn 28,8 87
Myndlistarbraut til stúdentsprófs 18,9 165
Myndskurður 48,0 1
Náttúrufræðibraut til stúdentsprófs 17,1 3.150
Netagerð 48,0 1
Nudd 37,4 99
Nýsköpunar- og listabraut 18,8 51
Opin braut til stúdentsprófs 19,6 3.005
Óskilgreint 30,8 130
Pípulagnir 28,9 282
Prentsmíð/grafísk miðlun 26,1 23
Rafeindavirkjun 23,6 42
Rafiðnir, grunnnám 21,9 425
Rafveituvirkjun 33,8 17
Rafvélavirkjun 41,9 10
Rafvirkjun 26,6 923
Rennismíði 28,2 35
Sjúkraliðanám 31,6 670
Skipstjórn 34,5 191
Skógrækt 42,6 36
Skósmíði 56,0 1
Skrúðgarðyrkja 38,0 33
Snyrtifræði 22,2 132
Stálsmíði 26,4 41
Stálvirkjasmíði 22,3 9
Starfsbraut 17,0 601
Stóriðjubraut 18,1 9
Stuðningsfulltrúar í grunnskólum 38,9 36
Tæknibraut til stúdentsprófs 16,7 82
Tækniteiknun 23,1 34
Tanntæknabraut 25,6 29
Tölvufræðibraut 28,0 4
Tónlistarbraut til stúdentsprófs 16,0 1
Uppeldis- og félagsstarf 21,0 5
Upplýsinga- og fjölmiðlagreinar, grunnnám 21,4 69
Upplýsinga- og tæknibraut til stúdentsprófs 18,2 317
Úrsmíði 28,5 2
Veggfóðrun og dúkalögn 26,5 6
Vélstjórn 22,5 253
Vélvirkjun/vélsmíði 23,2 234
Viðbótarnám til stúdentsprófs af starfsnámsbraut 27,9 130
Viðskipta- og hagfræðibraut til stúdentsprófs 17,2 1.219
Ylrækt 37,4 24