Ferill 487. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1141  —  487. mál.
Síðari umræða.



Breytingartillaga


við tillögu til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun um þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland, nr. 26/145.

Frá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur.


    Á eftir c-lið tillögugreinarinnar komi nýr stafliður, svohljóðandi: Á eftir 6. tölul. 5. mgr. komi nýr töluliður, 7. tölul., svohljóðandi, og breytist röð annarra töluliða samkvæmt því: Að vinna að sérstakri varnarstefnu fyrir Ísland sem byggist á þeim forsendum sem fram koma í þjóðaröryggisstefnu þessari. Varnarstefnan leggi grunn að og skýri fyrirkomulag stjórnsýslu, framkvæmd, ábyrgð og fjármögnun varnarmála Íslands. Varnarstefnan verði á ábyrgð utanríkisráðuneytisins. Hún skal vera hluti af þjóðaröryggisstefnu og uppfærð með reglubundnum hætti að höfðu samráði við utanríkismálanefnd Alþingis.