Ferill 837. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1297  —  837. mál.




Fyrirspurn


til forseta Alþingis um takmörkun aðgangs að bréfi frá settum ríkisendurskoðanda og fylgiskjali þess.

Frá Jóhanni Páli Jóhannssyni.


     1.      Hefur forseta borist bréf frá settum ríkisendurskoðanda, dags. 27. júlí 2018?
     2.      Telur forseti að varðveisla bréfsins hjá Alþingi falli undir verksvið hans sem forseta skv. 9. gr. þingskapalaga þar sem fram kemur að forseti fari með æðsta vald í stjórnsýslu Alþingis?
     3.      Telji forseti varðveislu bréfsins hjá Alþingi ekki falla undir verksvið hans skv. 9. gr. þingskapalaga, getur forseti upplýst hvort og þá á hvaða lagagrundvelli hann telur sér heimilt að takmarka aðgang þingmanna að efni bréfsins og fylgiskjali sem því kann að hafa fylgt?


Skriflegt svar óskast.