Ferill 1072. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1873  —  1072. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Indriða Inga Stefánssyni um niðurfellingu skráningar trúfélaga.


    Við vinnslu svarsins var óskað eftir upplýsingum frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi eystra sem annast skráningu trúfélaga og lífsskoðunarfélaga og fer að öðru leyti með verkefni sem sýslumanni eru falin í lögum um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hefur sýslumaður fellt skráningu trúfélags eða lífsskoðunarfélags úr gildi á grundvelli 6. gr. laga nr. 108/1999 vegna þess að félag hefur vanrækt skyldur sínar gagnvart lögum eða brotið lög og reglur? Ef svo er, hverjar voru ástæður niðurfellingarinnar? Ef svo er ekki, hefur komið til skoðunar í ráðuneytinu að skerpa á þessari heimild sýslumanns til að beita úrræðinu?

    Sýslumaður hefur fellt úr gildi skráningu eins félags þar sem það hafði vanrækt skyldur sínar gagnvart lögum um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög. Engar upplýsingar höfðu borist um starfsemi félagsins um nokkurra ára skeið þrátt fyrir að gengið hefði verið eftir þeim. Forstöðumaður félagsins var fluttur úr landi og niðurfellingunni var ekki andmælt af stjórn félagsins.