Ferill 881. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 2156  —  881. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur um hlustun samskipta á milli sakborninga og verjenda þeirra.

    

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hversu oft hefur lögregla hlustað á samtöl eða önnur samskipti sakborninga við verjendur sína á síðustu fimm árum?
     2.      Hversu fljótt var upptökum eytt eftir að í ljós kom að um samskipti sakborninga og verjenda var að ræða, sbr. lokamálslið 1. mgr. 85. gr. laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008?
     3.      Var hlutaðeigandi aðilum tilkynnt um þessar aðgerðir, sbr. 1. og 2. mgr. 85. gr. fyrrgreindra laga?


    Við vinnslu fyrirspurnarinnar var óskað eftir upplýsingum frá öllum lögregluembættum landsins og embætti héraðssaksóknara.
    Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu og héraðssaksóknara hefur ekki komið til þess á síðastliðnum fimm árum að lögregla hafi hlustað á samtöl eða önnur samskipti á milli sakborninga og verjenda þeirra.