Ferill 217. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 220  —  217. mál.




Fyrirspurn


til innviðaráðherra um slys á hjólandi vegfarendum.

Frá Gísla Rafni Ólafssyni.


     1.      Hversu mörg slys hafa orðið á hjólandi vegfarendum síðastliðin tíu ár, sundurliðað eftir árum og tegund hjóla (reiðhjól, rafmagnshjól, hlaupahjól, skellinöðrur, mótorhjól o.s.frv.)?
     2.      Hversu mörg banaslys hafa orðið á hjólandi vegfarendum síðastliðin tíu ár, sundurliðað eftir árum og tegund hjóla (reiðhjól, rafmagnshjól, hlaupahjól, skellinöðrur, mótorhjól o.s.frv.)?
     3.      Hversu mikið samráð hefur verið haft við hagsmunasamtök sem fara með málefni hjólandi vegfarenda?
     4.      Hvaða forvarnaaðgerðir hefur ráðuneytið ráðist í til að draga úr slysum á hjólandi vegfarendum? Hvaða forvarnastarf er ráðgert?


Skriflegt svar óskast.