Ferill 272. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1018  —  272. mál.




Svar


menningar- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um ferðakostnað.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hver var, frá og með árinu 2018, árlegur ferðakostnaður ráðuneytis og undirstofnana, flokkað eftir stofnun og hvort ferðakostnaður var vegna ferða innan lands eða erlendis?
     2.      Hver er sundurliðun meðalferðakostnaðar, frá og með árinu 2018, samkvæmt reglum um ferðakostnað?
     3.      Hver var meðalfjöldi ferða annars vegar og gistinátta hins vegar í ferðum ráðuneytis og hverrar undirstofnunar fyrir sig frá og með árinu 2018?
     4.      Hver var meðalfjöldi fólks sem ferðaðist á vegum ráðuneytis og hverrar undirstofnunar fyrir sig frá og með árinu 2018?

    Svör við fyrirspurninni voru tekin saman í töflur fyrir hverja stofnun og fylgir skýringartexti með þar sem við á . Um er að ræða svör frá viðkomandi stofnunum sem ráðuneytið hafði milligöngu um að afla. Upplýsinga var aflað frá stofnunum frá árinu 2018. Svar ráðuneytisins miðast við stofndagsetningu þess 1. febrúar 2022.

Menningar- og viðskiptaráðuneyti.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Meðalfjöldi ferðalanga innan lands frá árinu 2022 er 4 starfsmenn.
    Meðalfjöldi ferðalanga erlendis frá árinu 2022 er 21,5 starfsmenn.
    Menningar- og viðskiptaráðuneytið var stofnað 1. febrúar 2022. Miðast svar ráðuneytisins við þá dagsetningu og ná upplýsingarnar til 31. ágúst 2023.
    Ferðir innan lands eru ekki hluti af ferðabeiðnakerfi Fjársýslunnar. Ekki eru greiddir dagpeningar fyrir ferðir innan lands. Fargjöld innan lands miðast við flugferðir til/frá áfangastað og dvalarkostnaður miðast við gistingu á hóteli/gistiheimili. Ekki eru til upplýsingar um annan ferðakostnað innan lands.
    Munur á ferðakostnaði 2022 og 2023 felst m.a. í því að kostnaður fyrir árið 2022 er fyrir heilt ár en árið 2023 er hann fyrir fyrstu átta mánuði ársins. Á árinu 2022 voru einnig margir fundir og þar með ferðir sem hefðu verið farnar á tímum heimsfaraldursins en frestuðust fram á árið 2022.

Listasafn Íslands.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


*Ferðakostnaður miðast við janúar til október 2023.

    Meðalkostnaður ferða innan lands á tímabilinu 2018–2023 (janúar–október) er 360.994 kr.

Náttúruminjasafn Íslands.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


*Ferðakostnaður miðast við janúar til júní 2023.

Þjóðminjasafn Íslands.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


*Ferðakostnaður miðast við janúar til ágúst 2023.

Þjóðskjalasafn Íslands.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


*Ferðakostnaður miðast við janúar til ágúst 2023.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.





Listasafn Einars Jónssonar.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


*Ferðir erlendis tengjast Evrópuverkefnunum UpCreate (Erasmus) og Open Atelier (Creative Europe). Kostnaður við ferðir erlendis er því að stórum hluta greiddur með styrkjum.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Kvikmyndasafn Íslands.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


*Ferðakostnaður miðast við janúar til október 2023.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Hljóðbókasafn Íslands.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


*Farin var ein kynnisferð innan lands á árinu 2023.

    Meðaltalsflugfargjald á árunum 2018–2023 er 62.098 kr.
    Meðaltal dagpeninga í hverri ferð er 137.924 kr.
    Gistinætur í hverri ferð erlendis eru að meðaltali 3 nætur.
    Farnar voru að meðaltali 3,8 ferðir á ári á tímabilinu.
    Meðalfjöldi starfsmanna í hverri ferð er 1,3. Oftast fer einungis einn starfsmaður frá stofnun.

Safnasjóður/Safnaráð.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



*Ferðakostnaður miðast við janúar til ágúst 2023.
**Stærsti hluti kostnaðar við fargjöld innan lands falla til fyrir þá stjórnarmenn Safnaráðs sem búa utan höfuðborgarsvæðisins og koma á fundi með flugi.
***Fyrir ferðalögum erlendis 2020 fékkst styrkur fyrir öllum ferðakostnaði (ein ferð). Auk þess fékkst einnig styrkur vegna hluta ferðakostnaðar á árinu 2022.

Þjóðleikhúsið.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


*Ferðakostnaður miðast við janúar til september 2023.

    Um er að ræða ferðakostnað vegna erlendra listrænna stjórnenda og leikferða, innan lands og utan.

    Meðalfjöldi starfsfólks sem ferðast á vegum Þjóðleikhússins:

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Svör SÍ ná einungis til starfsmanna SÍ en ekki listamanna sem koma fram á viðburðum hljómsveitarinnar.

Íslenski dansflokkurinn.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Íslenski dansflokkurinn fær tekjur á móti kostnaði við ferðalög erlendis í flestum tilfellum. Um er að ræða sýningarferðir þar sem verkkaupar greiða ávallt hluta kostnaðar og í flestum tilfellum sýningarþóknun.

Kvikmyndamiðstöð Íslands.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Meðtalið í fjárhæðum fyrir ferðakostnað erlendis er kostnaður vegna ferða erlendra gesta Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og gistinætur innan lands vegna þeirra. Þetta á t.d. við um fyrirlesara á vinnustofum og námskeiðum.

Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH).

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Meðalfjöldi ferða á vegum Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra frá árinu 2018 er 3,3 og meðalfjöldi gistinátta á vegum stofnunarinnar frá árinu 2018 er 4.
    Meðalfjöldi fólks sem ferðaðist á vegum Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra frá árinu 2018 er 4.

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (Árnastofnun).

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


*Ferðakostnaður miðast við janúar til ágúst 2023.

    Fjárhagsbókhald Árnastofnunar býður ekki upp á að kalla fram upplýsingar auðveldlega um fjölda ferða og gistinátta en notuð eru eftirfarandi viðmið fyrir erlendan kostnað. Hver ferð er að meðaltali 3 gistinætur. Reiknað er með að hver ferð kosti um 200.000 kr. að meðaltali, þar af 80.000 kr. í fargjöld.

Miðstöð íslenskra bókmennta.
    Stofnunin er ekki með ferðakostnað innan lands.
    Ferðakostnaður erlendis er að meðaltali 700 þúsund krónur á ári á árunum 2018-2023.
    Fjöldi ferða erlendis eru 3 ferðir á ári og eru 3 gistinætur per ferð.
    Fjöldi ferðalanga í hverri ferð erlendis eru 2 starfsmenn Miðstöðvar íslenskra bókmennta.

Fjölmiðlanefnd.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Meðtalið í fjárhæðum fyrir kostnað vegna ferða erlendis er einnig kostnaður við flug og gistingu erlendra fyrirlesara og gesta sem hafa tekið þátt í ráðstefnum og málþingum á vegum Fjölmiðlanefndar.
    Gera má ráð fyrir að fjöldi gistinátta sé að meðaltali tvær í ferðum á þessu tímabili.
    Upplýsingar um fjölda ferða liggja ekki fyrir þar sem kerfið heldur ekki utan um þær upplýsingar.
    Í flestum tilvikum var aðeins einn starfsmaður sem ferðaðist öll árin.


Neytendastofa.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Samkeppniseftirlitið.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Faggildingarsvið Hugverkastofu.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Ferðamálastofa.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Ferðamálastofa er með starfsstöðvar í Reykjavík og á Akureyri – innanlandsflug er því á milli starfsstöðva. Á árunum 2019–2022 var einn starfsmaður með starfsstöð í Kaupmannahöfn og síðar á Grænlandi. Ferðamálastofa greiddi fyrir ferðir þessa starfsmanns til og frá Íslandi sem voru 43 ferðir yfir þriggja ára tímabil.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Upplýsingar höfðu ekki borist frá Gljúfrasteini – Húsi skáldsins áður en svarinu var skilað, auk þess sem í undantekningartilvikum sáu stofnanir sér ekki fært að svara öllum spurningunum.