Ferill 784. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1191  —  784. mál.




Fyrirspurn


til innviðaráðherra um starfshóp um almenningssamgöngur milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins.

Frá Katrínu Sigríði J. Steingrímsdóttur.


     1.      Hvers vegna hefur tillögum starfshóps að úrbótum á almenningssamgöngum milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar, sem eiga við um sumarið 2024 annars vegar og næstu þrjú ár hins vegar, ekki verið skilað þrátt fyrir að skilafrestur sé liðinn?
     2.      Hversu oft hefur starfshópurinn fundað og hvenær voru þeir fundir haldnir?
     3.      Er hópurinn enn að störfum þrátt fyrir að skipunartími hans hafi verið til 30. september 2023? Ef svo er, hver er áætlaður viðbótarkostnaður ríkissjóðs vegna þess?
     4.      Hvað hyggst ráðherra gera til að bæta almenningssamgöngur til Keflavíkurflugvallar sumarið 2024 úr því að nefndum tillögum, sem áttu að liggja fyrir með rúmlega árs fyrirvara, hefur ekki verið skilað?


Skriflegt svar óskast.