Ferill 289. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


155. löggjafarþing 2024–2025.
Þingskjal 295  —  289. mál.




Fyrirspurn


til innviðaráðherra um eftirlitsheimildir og eftirlit stofnana ráðuneytisins með almennum borgurum.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hvaða almennu heimildir hafa stofnanir ráðuneytisins til þess að fylgjast með netnotkun fólks, m.a. á samfélagsmiðlum, t.d. til að sannreyna upplýsingar sem einstaklingur hefur gefið stofnun við málsmeðferð sem varðar hann sjálfan eða aðstandendur hans?
     2.      Hafa stofnanir sem heyra undir ráðuneytið sértækar heimildir til þess að fylgjast með daglegu lífi fólks, eins og efni sem það deilir á samfélagsmiðlum? Ef svo er:
                  a.      hvaða heimildir eru það,
                  b.      eru takmarkanir á þeim heimildum,
                  c.      er eftirlit með beitingu heimilda og þarf sérstakar ábendingar svo að eftirlit af þessu tagi sé viðhaft eða getur það verið að frumkvæði stofnunar?
     3.      Veit ráðherra til þess að stofnanir sem heyra undir ráðuneytið hafi fylgst með samfélagsmiðlanotkun fólks á einhvern hátt?


Skriflegt svar óskast.