Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill málsins.
83. löggjafarþing 1962–63.
Þskj. 431  —  35. mál.




ÞINGSÁLYKTUN

um hvernig daglega megi fylgjast með

ferðum íslenzkra fiskiskipa.



    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að athuga og gera tillögur um, hvaða ráðstafanir þurfi að gera, til þess að samband megi hafa við íslenzk fiskveiðiskip á ákveðnum tímum sólarhringsins, og þannig verði fylgzt með, hvar þau eru stödd hverju sinni, svo að hjálp megi berast hið fyrsta, ef slys ber að höndum eða skipi hlekkist á.
    Athugun þessa skal gera í samráði við Slysavarnafélag Íslands og samtök sjómanna og útvegsmanna.


Samþykkt á Alþingi 20. marz 1963.