Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill málsins.
85. löggjafarþing 1964–65.
Þskj. 646  —  90. mál.




ÞINGSÁLYKTUN

     um síldarflutninga og síldarlöndun.



    Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að beita sér fyrir samstarfi síldarverksmiðja og söltunarstöðva um rekstur flutningaskipa, er annazt gætu flutning bræðslu- og saltsíldar á hagkvæman hátt, einkum þegar móttökuskilyrði eru eigi fyrir hendi í næstu höfnum við miðin. Skal sérstaklega hafa í huga að bæta atvinnuástand þeirra staða, sem verða hart úti vegna skorts á síld til verkunar og vinnslu. Jafnframt hafi ríkisstjórnin forgöngu um samstarf síldarsaltenda, síldarverksmiðja og útvegsmanna um bætt skipulag á löndun og annað, er miðað gæti að sem fyllstri nýtingu á afkastagetu síldarvinnslustöðvanna og veiðimöguleikum síldveiðiflotans.

Samþykkt á Alþingi 5. maí 1965.