Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill málsins.
92. löggjafarþing 1971–72.
Þskj. 866  —  142. mál.




ÞINGSÁLYKTUN

     um eflingu ferðamála.



    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að hraða áætlun um eflingu ferðamála. Í áætluninni verði stefnt að því að auka verulega ferðamannastraum til landsins og bæta aðstöðu til móttöku ferðamanna. Leggja skal sérstaka áherzlu á það, að ferðaþjónusta geti orðið traustur atvinnuvegur sem víðast um byggðir landsins og að þróun ferðamála verði til stuðnings við æskilega þróun landsbyggðar. Jafnframt skal áætlunin unnin með tilliti til eftirtalinna fjögurra þátta, sem líklegir eru til að auka aðdráttarafl landsins sem ferðamannalands: Bættra skilyrða til ráðstefnuhalds, aukinna sportveiða, vetraríþrótta og heilsuhæla í sambandi við jarðhita.

Samþykkt á Alþingi 16. maí 1972.