Ferill 12. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


93. löggjafarþing 1972–73.
Þskj. 645  —  12. mál.




ÞINGSÁLYKTUN


     um könnun á samkeppnisaðstöðu íslenzks skipasmíðaiðnaðar við erlendan.




    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta gera könnun á samkeppnisaðstöðu íslenzks skipasmíðaiðnaðar við erlendan, einkum í þeim löndum, sem nú eða í náinni framtíð smíða fiskiskip fyrir Íslendinga. Könnunin skal einkum taka til samanburðar á beinni og óbeinni fyrirgreiðslu viðkomandi ríkisstjórna til skipasmíðaiðnaðarins, samanburði á skattlagningu hans, mismunandi vinnulaunum, vinnutíma, svo og þeim þáttum, sem valda mestu um misjafnan beinan og óbeinan launakostnað skipasmíðastöðvanna í hinum ýmsu löndum, og enn fremur skal samanburðurinn ná til misjafnrar aðstöðu til innkaupa á vélum, tækjum og efni til smíðanna. Niðurstaða könnunarinnar verði til leiðbeiningar stefnu Alþingis og stjórnvalda um nauðsynlega fyrirgreiðslu við íslenzkan skipasmíðaiðnað.


Samþykkt á Alþingi 10. apríl 1973.