19.05.1980
Sameinað þing: 63. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2842 í B-deild Alþingistíðinda. (2820)

209. mál, hafsbotnsréttindi Íslands og samvinnu við Færeyinga

Frsm. (Geir Hallgrímsson):

Herra forseti. Til utanrmn. var vísað till. Eyjólfs Konráðs Jónssonar o. fl. um sama efni. Utanrmn. taldi eðlilegt að flytja sjálfstæða till. um þessi mál og varð samstaða í utanrmn. um þá till. til ál. sem er á þskj. 578.

Ég tel ekki þörf á að skýra þessa till. sérstaklega eða fylgja henni úr hlaði þar sem öllum þm. er mjög vel kunnugt um efni málsins og nýlega hefur verið höfð framsaga um till. sem gekk í svipaða átt.

Með tilvísun til þess, að hér er um till. að ræða sem utanrmn. flytur öll, teljum við ekki þörf á því að vísa till. til n. og leggjum til að hún verði samþ. þegar við þessa umr.