18.12.1980
Neðri deild: 38. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1705 í B-deild Alþingistíðinda. (1868)

65. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Þegar máli er með þessum hætti vísað til ríkisstj. má álíta að það sé gert vegna þess, að það sé vilji Alþingis, að ríkisstj. taki viðkomandi ákvæði skattalaga til endurskoðunar í því skyni að afnema efni þeirra. Þessi skilningur hefur m.a. komið fram í yfirlýsingu hæstv. ráðh. Pálma Jónssonar. Við Alþfl.-menn viljum alls ekki að í afstöðu okkar til þessa máls sé hægt að leggja þann skilning. Við viljum fella þetta frv. Við viljum fá það til afgreiðslu svo að unnt sé að fella frv. og erum andvígir því, að því sé vísað til ríkisstj. þegar þann skilning er hægt að leggja í málið sem fram kom hjá hæstv. ráðh. Pálma Jónssyni. Ég segi nei.