05.02.1981
Sameinað þing: 46. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 2154 í B-deild Alþingistíðinda. (2376)

200. mál, alþjóðasamþykkt um framkvæmd alþjóðlegra reglna á sviði vinnumála

Utanrrh. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Hér er till. til þál. um fullgildingu á alþjóðasamþykkt varðandi samstarf um framkvæmd atþjóðlegra reglna á sviði vinnumála. Hún er svohljóðandi, með leyfi forseta:

„Alþingi ályktar að veita ríkisstj. heimild til þess fyrir Íslands hönd að fullgilda samþykkt nr. 144 varðandi samstarf um framkvæmd atþjóðlegra reglna á sviði vinnumála, sem gerð var á 61. þingi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar í Genf 1976, eins og hún liggur fyrir á fskj. sem prentað er með ályktun þessari.“

Samþykktin er prentuð hér með sem fskj. og ég leyfi mér að vísa til hennar og sömuleiðis til þeirra aths. sem fylgja þáltill.

Ég leyfi mér að leggja til að till. verði að umr. þessari lokinni vísað til hv. utanrmn.