15.03.1982
Efri deild: 55. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3054 í B-deild Alþingistíðinda. (2577)

3. mál, Sinfóníuhljómsveit Íslands

Þorv. Garðar Kristjánsson:

Herra forseti. Þó að ég hafi verið að tala fyrir því sjónarmiði að ekki yrði dráttur á afgreiðslu þessa máls, þá hef ég að sjálfsögðu ekkert á móti því, að forseti verði við óskum hæstv. ráðh. um að hann geti verið viðstaddur umr. málsins. En það hefði komið mér miklu betur ef hæstv. forseti hefði sagt þetta fyrr á fundinum. Þá hefði ég ekki kvatt mér hljóðs áðan, því að umfram allt hefði ég óskað eftir því að ráðh. væri viðstaddur þegar ég talaði í þessu máli, þó að ég hafi ekki gert beinar kröfur til þess. Ég vænti þess, að hæstv. forseti líti á þetta þegar þar að kemur.