01.04.1982
Neðri deild: 60. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3529 í B-deild Alþingistíðinda. (3067)

3. mál, Sinfóníuhljómsveit Íslands

Árni Gunnarsson:

Herra forseti. Ég get ekki látið þessari umr. lokið án þess að gera tvær athugasemdir. Það er í fyrsta lagi það, að mér finnst óhæfa að hæstv. menntmrh. láti að því liggja, ef menn taka til máls og gera athugasemdir um þetta mál, að þeir séu áð drepa það, Þetta minnir mig svolítið á Zola-réttarhöldin, þegar kviðdómur þorði ekki annað en að dæma Zola sekan vegna þess að menn voru hræddir við afleiðingarnar, að herráðið kynni að gera eitthvað.

En ég var ánægður að heyra það hjá hæstv. menntmrh., að hann væri sammála mér í því, að auka þyrfti tónleikaferðir sveitarinnar. Og hann var sammála mér í því, að það væri langtímamarkmið að losa Ríkisútvarpið við greiðslu vegna hljómsveitarinnar.

Ég vil svo leiðrétta það, að í mínu máli kom ekki fram nein andúð á útlendingum. Það er fjarri öllum sanni. Það, sem ég sagði, var að ég benti á þversögnina í því, að það væri talað um kennsluhlutverk og uppeldishlutverk sveitarinnar mjög fjálglega í öðru orðinu, en í hinu orðinu kæmi í ljós að það þyrfti að ráða útlendinga til þess að unnt væri að reka sveitina.

Ég vill ljúka þessum orðum með því að segja við hæstv. menntmrh. að þessi hljómsveit er hljómsveit fólksins í landinu en ekki fárra útvaldra.