10.11.1981
Sameinað þing: 16. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 595 í B-deild Alþingistíðinda. (442)

323. mál, ellilífeyrir sjómanna

Sjútvrh. (Steingrímur Hermannsson):

Herra forseti. Út af því, sem kom fram hjá hv. fyrirspyrjanda um Suðureyrarflugvöll, vil ég geta þess, að sá flugvöllur var tekinn til sérstakrar athugunar frá öryggissjónarmiði. Niðurstaðan varð sú og í fullu samráði við heimamenn, að mjög stórt átak yrði gert þar á næsta ári og það fjármagn, sem veitt var nú, yrði sameinað því, sem fæst á næsta ári, í miklu stærra og heillegra átak. Um það hefur því verið fullt samkomulag með þeim sem fjalla um öryggismál: flugráði, heimamönnum og samgrn.