21.02.1984
Sameinað þing: 53. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 3005 í B-deild Alþingistíðinda. (2598)

193. mál, rannsókn umferðarslysa

Eiður Guðnason:

Herra forseti. Það er auðvitað rétt hjá hæstv. dómsmrh., sem fram kom í lokaorðum hans hér áðan, að það er töluverður misbrestur á því að ökumenn fari eftir settum reglum. Menn geta m.a. s. séð það þegar þeir horfa út um gluggann á þessu virðulega húsi. Hér fyrir utan húsið er umferðarmerki sem segir að bifreiðastöður séu bannaðar 20 metra í aðra áttina og 30 metra í hina. Hv. þm. geta séð þetta merki með því að líta út um gluggann. En hvað sjá menn líka? Menn sjá alla daga röðina af ráðherrabílunum sem er lagt hér fyrir utan þrátt fyrir þetta merki. Og hvað höfðingjarnir hafast að, hinir ætla sér leyfist það.