03.04.1984
Sameinað þing: 74. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 4366 í B-deild Alþingistíðinda. (3740)

245. mál, útflutningur dilkakjöts

Kjartan Jóhannsson:

Herra forseti. Ég vil einungis staðfesta að það var réttur skilningur hjá hv. þm. Páli Péturssyni að í orðum mínum áðan varðandi geymslu kjötsins og geymslugjald fólst aðdróttun. Það fyrirkomulag sem menn hafa á í þessum efnum býður upp á misnotkun og þau dæmi sem við höfum í höndunum, um það hvernig kjöt virðist geta horfið þó að það eigi að vera mikið í birgðum, gefur fyllsta tilefni til að ætla að hér eigi sér stað misnotkun. Þess vegna var það rétt sem hv. þm. sagði, í orðum mínum fólst aðdróttun.