07.11.1983
Neðri deild: 11. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 628 í B-deild Alþingistíðinda. (466)

32. mál, verðlag

Fyrirspyrjandi (Karvel Pálmason):

Herra forseti. Ég hef leyft mér að bera fram á þskj. 20 fsp. til hæstv. menntmrh. um byggingarkostnað við Þjóðarbókhlöðuna. Fsp. hljóðar svo:

„1. Hve miklu fjármagni hefur verið varið til byggingar Þjóðarbókhlöðunnar?

2. Hve miklu nemur framkvæmdakostnaður á árinu 1983?

3. Hve miklu er reiknað með að verja til framkvæmda við bygginguna á árinu 1984?"

Síðan þessi fsp. var lögð fram er ljóst varðandi 3. liðinn að í fjárlagafrv. er gert ráð fyrir 2 millj. kr. fjárveitingu á árinu 1984, þannig að það er þá vitað, en að öðru leyti sé ég ekki ástæðu til að fara fleiri orðum um fsp.