07.05.1984
Efri deild: 91. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 5419 í B-deild Alþingistíðinda. (4693)

70. mál, tóbaksvarnir

Viðskrh. (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Ég mæli fyrir þessu frv. í veikindaforföllum hæstv. heilbr.- og trmrh., en frv. til laga um tóbaksvarnir var flutt á þskj. 75 í hv. Nd. og hefur þar hlotið afgreiðslu.

Í hv. Ed. gerði hæstv. heilbr.- og trmrh. grein fyrir þessu frv. og leyfi ég mér að vísa til þeirrar ræðu sem hann þar flutti og þeirrar greinargerðar sem með frv. fylgdi.

Við afgreiðslu málsins í hv. Nd., en það hlaut afgreiðslu frá heilbr.- og trn. með shlj. nál., voru á frv. gerðar nokkrar breytingar, sem lagðar voru fram á þskj. 629, og vil ég þar vekja athygli á 17. brtt. þar sem gert er ráð fyrir 2% af brúttósölu tóbaks til tóbaksvarnastarfs. Var það samþykkt í hv. Nd.

Ég leyfi mér, herra forseti, að hafa þessi orð ekki fleiri með skírskotun til þess sem ég sagði áðan og veit að hæstv. heilbr.- og trmrh. væntir ess að þetta mál geti náð fram að ganga fyrir þinglok. Ég leyfi mér því að leggja til að frv. verði vísað til 2. umr. að lokinni þessari umr. og hv. heilbr.- og trn. Ed.