09.05.1984
Efri deild: 92. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 5561 í B-deild Alþingistíðinda. (4815)

153. mál, höfundalög

Fjmrh. (Albert Guðmundsson):

Herra forseti. Hv. 5. landsk. þm. beindi til mín spurningum áðan hvort ég mundi koma í veg fyrir að gjöld þau sem hér um ræðir yrðu til að hækka útsöluverð til neytenda. Það er spurning sem hann beindi til mín áðan.

Ég var að svara honum um leið og ég gat þess að ég teldi óeðlilegt að innheimta þessa gjalds af hugviti annarra til höfunda væri í höndum menntmrn. skv. bæði brtt. og frv., þ. e. að ákveða gjaldið og hvernig það skuli innheimt. Að sjálfsögðu innheimtir fjmrn. sín gjöld og sína skatta skv. lögum þeim sem eru hverju sinni.