05.12.1984
Efri deild: 23. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 1614 í B-deild Alþingistíðinda. (1097)

138. mál, löggiltir endurskoðendur

Fjmrh. (Albert Guðmundsson):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. frsm. ábendingu þá sem varðar þá bið sem er milli þess að próf fara fram og niðurstaða prófanna er kynnt þeim sem próf taka. Það er sjálfsagt að taka það til athugunar við endurskoðun á reglugerð, sem hlýtur að fylgja í kjölfar afgreiðslu þessa frv. hér á þingi, og setja þá einhver tímamörk í líkingu við það sem kom fram hjá frsm.

Ég þakka nefndinni fyrir vel unnin störf og samstöðu sem myndast hefur um þetta frv.